Brasserie Askur skiptir um eigendur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. september 2023 11:07 Baldur Guðbjörnsson, Hinrik Örn Lárusson, Bjarni Gunnarsson og Viktor Örn Andrésson, nýir eigendur Asks. Veitingastaðurinn Askur á Suðurlandsbraut, einn þekktasti veitingastaður landsins, hefur skipt um eigendur. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að nýir eigendur séu matreiðslumeistararnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson hjá Sælkerabúðinni og Lux veitingum. Þeir leiði nýja eigendahópinn ásamt Baldri Guðbjörnssyni, matreiðslumeistara, sem muni stýra daglegum rekstri veitingastaðarins og Bjarna Stefáni Gunnarssyni, veitingamanni og eiganda Saffran og Pítunnar. „Það er okkur fyrst og fremst heiður að fá að taka við stýrinu á þessum hornsteini í íslenskri veitingahúsamenningu. Askur er eldri en við allir í hópnum og við erum þakklátir fyrir að fá að taka Ask áfram inn í framtíðina,“ segir Hinrik Örn Lárusson í tilkynningu. Sextíu ára samfleytt rekstrarsaga haldi áfram Í tilkynningunni segir að ekki þurfi að kynna veitingastaðinn fyrir Íslendingum. Langflestir hafi á öllum aldri sest þar niður í góðu yfirlæti og snætt með vinum eða fjölskyldu í gegnum árin. Askur nær þeim merka áfanga eftir aðeins tvö ár að státa af sextíu ára samfleyttri rekstrarsögu, þar af heilum fjörutíu árum á sama stað á Suðurlandsbrautinni. „Þegar maður fær svona gimstein í hendurnar er mikilvægt að halda í hin gömlu og rótgrónu gildi ásamt því að bæta við nýjum og ferskum áherslum. Við ætlum að blása í gamlar glæður og endurvekja veisluþjónustu Asks, sem hann var þekktur fyrir á árum áður,“ er ennfremur haft eftir Hinriki. Hann segir að áfram verði hægt að stóla á hlaðborð í hádeginu og vinsælt steikarhlaðborð á sunnudögum. „Að sama skapi ætlum við að þjónusta fyrirtæki í nágrenninu um hádegisverð á góðu verði. Við munum efla take away þjónustu Asksins og kynna nýjan grillvagn til sögunnar áður en langt um líður.“ Hinrik Örn Lárusson er spenntur fyrir nýjum tímum á Aski. Veitingastaðir Reykjavík Vistaskipti Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þar segir að nýir eigendur séu matreiðslumeistararnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson hjá Sælkerabúðinni og Lux veitingum. Þeir leiði nýja eigendahópinn ásamt Baldri Guðbjörnssyni, matreiðslumeistara, sem muni stýra daglegum rekstri veitingastaðarins og Bjarna Stefáni Gunnarssyni, veitingamanni og eiganda Saffran og Pítunnar. „Það er okkur fyrst og fremst heiður að fá að taka við stýrinu á þessum hornsteini í íslenskri veitingahúsamenningu. Askur er eldri en við allir í hópnum og við erum þakklátir fyrir að fá að taka Ask áfram inn í framtíðina,“ segir Hinrik Örn Lárusson í tilkynningu. Sextíu ára samfleytt rekstrarsaga haldi áfram Í tilkynningunni segir að ekki þurfi að kynna veitingastaðinn fyrir Íslendingum. Langflestir hafi á öllum aldri sest þar niður í góðu yfirlæti og snætt með vinum eða fjölskyldu í gegnum árin. Askur nær þeim merka áfanga eftir aðeins tvö ár að státa af sextíu ára samfleyttri rekstrarsögu, þar af heilum fjörutíu árum á sama stað á Suðurlandsbrautinni. „Þegar maður fær svona gimstein í hendurnar er mikilvægt að halda í hin gömlu og rótgrónu gildi ásamt því að bæta við nýjum og ferskum áherslum. Við ætlum að blása í gamlar glæður og endurvekja veisluþjónustu Asks, sem hann var þekktur fyrir á árum áður,“ er ennfremur haft eftir Hinriki. Hann segir að áfram verði hægt að stóla á hlaðborð í hádeginu og vinsælt steikarhlaðborð á sunnudögum. „Að sama skapi ætlum við að þjónusta fyrirtæki í nágrenninu um hádegisverð á góðu verði. Við munum efla take away þjónustu Asksins og kynna nýjan grillvagn til sögunnar áður en langt um líður.“ Hinrik Örn Lárusson er spenntur fyrir nýjum tímum á Aski.
Veitingastaðir Reykjavík Vistaskipti Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira