Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Helena Rós Sturludóttir skrifar 4. september 2023 17:35 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. Málið varðar ferð tveggja sautján ára pilta á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ. Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við móður annars drengsins. Hún lýsti því hvernig lögreglan hefði veist að öðrum drengnum, syni hennar, sem er dökkur á hörund. Móðir hins drengsins sem lögreglan lét afskiptalausan greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og hafa viðbrögð almennings verið mikil. Hún lýsir því hvernig lögregla hafi að ósekju fært vin sonar hennar upp að vegg og látið fíkniefnahund leita á honum. Móðir drengsins vildi ekki koma fram undir nafni til að vernda son sinn. Hún sakar lögreglu um rasisma og hefur krafist skýringa á málinu. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, frétti fyrst af málinu í morgun. „Við erum sannarlega að skoða þetta tilvik hér innanhúss og ég mun senda þessa kvörtun, þetta er klárlega kvörtun sem kemur þarna fram, ég hef auðvitað áhyggjur af henni og þykir þetta ekki gott,“ segir Úlfar og bætti við að lögreglan myndi hafa samband við forráðamenn drengsins. Margir hafa brugðist við færslu annars drengsins og segja vinnubrögð lögreglu ekki einsdæmi. Úlfar segist ekki kannast við kynþáttahatur innan lögreglunnar á Suðurnesjum. „Ég kannast nú ekki við það og það hefur nú ekki verið lenskan hér hjá þessu embætti. Allavega ekki þann tíma sem ég hef verið starfandi. Það hefur ekki verið vandamál. En þegar svona kemur upp þá er það auðvitað skylda mín sem lögreglustjóra er að fara vandlega yfir málið og það er það sem ég kem til með að gera,“ segir Úlfar. Lögreglan Reykjanesbær Kynþáttafordómar Lögreglumál Ljósanótt Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Málið varðar ferð tveggja sautján ára pilta á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ. Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við móður annars drengsins. Hún lýsti því hvernig lögreglan hefði veist að öðrum drengnum, syni hennar, sem er dökkur á hörund. Móðir hins drengsins sem lögreglan lét afskiptalausan greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og hafa viðbrögð almennings verið mikil. Hún lýsir því hvernig lögregla hafi að ósekju fært vin sonar hennar upp að vegg og látið fíkniefnahund leita á honum. Móðir drengsins vildi ekki koma fram undir nafni til að vernda son sinn. Hún sakar lögreglu um rasisma og hefur krafist skýringa á málinu. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, frétti fyrst af málinu í morgun. „Við erum sannarlega að skoða þetta tilvik hér innanhúss og ég mun senda þessa kvörtun, þetta er klárlega kvörtun sem kemur þarna fram, ég hef auðvitað áhyggjur af henni og þykir þetta ekki gott,“ segir Úlfar og bætti við að lögreglan myndi hafa samband við forráðamenn drengsins. Margir hafa brugðist við færslu annars drengsins og segja vinnubrögð lögreglu ekki einsdæmi. Úlfar segist ekki kannast við kynþáttahatur innan lögreglunnar á Suðurnesjum. „Ég kannast nú ekki við það og það hefur nú ekki verið lenskan hér hjá þessu embætti. Allavega ekki þann tíma sem ég hef verið starfandi. Það hefur ekki verið vandamál. En þegar svona kemur upp þá er það auðvitað skylda mín sem lögreglustjóra er að fara vandlega yfir málið og það er það sem ég kem til með að gera,“ segir Úlfar.
Lögreglan Reykjanesbær Kynþáttafordómar Lögreglumál Ljósanótt Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira