Galatasaray sækir leikmenn sem Tottenham hefur ekki not fyrir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2023 19:01 Davinson Sánchez Mina er á leið til Tyrklands. EPA-EFE/Vince Mignott Þó félagaskiptaglugginn á Englandi sé lokaður þá er hann enn opinn í Tyrklandi og það hefur tyrkneska knattspyrnuliðið Galatasaray nýtt sér til hins ítrasta. Í dag sótti liðið tvo leikmenn sem eiga ekki upp á pallborðið hjá Ange Postecoglou, þjálfara Tottenham Hotspur. Það er þekkt stærð að stærstu lið Tyrklands sæki leikmenn sem eru úti í kuldanum hjá stærstu liðum Englands eða þá komnir rétt yfir hæðina. Í sumar hefur Galatasaray fengið tvo leikmenn frá Lundúnum, Wilf Zaha kom frá Crystal Palace á frjálsri sölu og Hakim Ziyech kom á láni frá Chelsea. Bráðum hefur Galatasaray sótt fjóra leikmenn frá Lundúnum en tveir leikmenn Tottenham Hotspur eru nú á leið þangað. Tyrkneska félagið er að kaupa miðvörðinn Davinson Sánchez Mina fyrir tíu til fimmtán milljónir evra ef kaupaukar eru taldir með. Hann skrifar undir samning til ársins 2027. Þessi 27 ára gamli varnarmaður hefur á mála hjá Tottenham frá árinu 2017 en hefur nú ákveðið að færa sig um set. Hann á að baki 54 A-landsleiki fyrir Kólumbíu. BREAKING: Tottenham's Tanguy Ndombele is to join Galatasaray on loan, with the Turkish side also in talks to sign Davinson Sanchez on a permanent deal pic.twitter.com/tVI0KrgsqJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 4, 2023 Franski miðjumaðurinn Tanguy Ndombélé mun fylgja Davinson Sánchez til Galatasaray en hann kemur á láni út tímabilið. Ekki er vitað hversu mikið Galatasaray borgar fyrir að fá Ndombélé á láni. Hinn 26 ára gamli miðjumaður gekk í raðir Tottenham árið 2019 en hefur áður verið lánaður til Lyon í heimalandinu og Napoli á Ítalíu. Hann á að baki 7 A-landsleiki fyrir Frakkland. Tanguy Ndombele to Galatasaray, here we go! Agreement with Tottenham in place over loan deal Ndombele has already completed first part of medical tests and he ll fly to Istanbul later today.Buy option clause also included. pic.twitter.com/NjC1jO1KhE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2023 Þá hefur verið opinberað að Nicolas Pépé, vængmaður Arsenal, sé á leiðinni til Beşiktaş sem er einnig Tyrklandi. Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Það er þekkt stærð að stærstu lið Tyrklands sæki leikmenn sem eru úti í kuldanum hjá stærstu liðum Englands eða þá komnir rétt yfir hæðina. Í sumar hefur Galatasaray fengið tvo leikmenn frá Lundúnum, Wilf Zaha kom frá Crystal Palace á frjálsri sölu og Hakim Ziyech kom á láni frá Chelsea. Bráðum hefur Galatasaray sótt fjóra leikmenn frá Lundúnum en tveir leikmenn Tottenham Hotspur eru nú á leið þangað. Tyrkneska félagið er að kaupa miðvörðinn Davinson Sánchez Mina fyrir tíu til fimmtán milljónir evra ef kaupaukar eru taldir með. Hann skrifar undir samning til ársins 2027. Þessi 27 ára gamli varnarmaður hefur á mála hjá Tottenham frá árinu 2017 en hefur nú ákveðið að færa sig um set. Hann á að baki 54 A-landsleiki fyrir Kólumbíu. BREAKING: Tottenham's Tanguy Ndombele is to join Galatasaray on loan, with the Turkish side also in talks to sign Davinson Sanchez on a permanent deal pic.twitter.com/tVI0KrgsqJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 4, 2023 Franski miðjumaðurinn Tanguy Ndombélé mun fylgja Davinson Sánchez til Galatasaray en hann kemur á láni út tímabilið. Ekki er vitað hversu mikið Galatasaray borgar fyrir að fá Ndombélé á láni. Hinn 26 ára gamli miðjumaður gekk í raðir Tottenham árið 2019 en hefur áður verið lánaður til Lyon í heimalandinu og Napoli á Ítalíu. Hann á að baki 7 A-landsleiki fyrir Frakkland. Tanguy Ndombele to Galatasaray, here we go! Agreement with Tottenham in place over loan deal Ndombele has already completed first part of medical tests and he ll fly to Istanbul later today.Buy option clause also included. pic.twitter.com/NjC1jO1KhE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2023 Þá hefur verið opinberað að Nicolas Pépé, vængmaður Arsenal, sé á leiðinni til Beşiktaş sem er einnig Tyrklandi.
Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira