Segir þörf á átaki til að fækka sauðfé á vegum í Öræfum og í Suðursveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2023 08:04 Kindurnar og lömbin eru mjög áberandi á vegum eða við vegina í Öræfum og Í Suðursveit. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lausaganga sauðfjár er verulegt vandamál við þjóðveg eitt í gegnum Öræfin og í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði. Kindurnar og lömbin liggja nánast á veginum og láta sér fátt um finnast þó ökumenn flauti og flauti til að koma fénu af veginum. Lausaganga sauðfjár við vegi landsins er víða vandamál og sitt sýnist hverjum um ástandið. Þegar ekið er í gegnum Sveitarfélagið Hornafjörð er mikið af kindum og lömbum við þjóðveginn, sem eru ekkert að kippa sér upp við umferðina sem fer þar um og láta sér fátt um finnast þó það sé flautað á þær til að forða því að keyrt sé á fullorðnu kindurnar og lömbin þeirra. „Þær eru eins og í Suðursveitinni alveg sérstaklega rólegar í tíðinni og eiga það til að liggja bara út í vegkanti þegar maður kemur fram hjá á fleygiferð. Þetta er ákveðið áhyggjuefni upp á slysahættu en það þarf í raun og veru einhvers konar átak þarna til þess að fækka þeim rollum, sem ekið er á og auka öryggi, það er alveg rétt. Þetta er í raun stórhættulegt,” segir Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar aðspurður um lausagönguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurjón segir að lausaganga búfjár meðfram vegum í sveitarfélaginu sé alls ekki ásættanlegt. „Nei, ég myndi segja að það væri í raun og veru ekki ásættanlegt eins og staðan er núna en þetta er ekki auðvelt heldur þegar þú ert með svona mikið fé og um langan veg að fara og afskaplega erfitt að girða þetta af en það er auðveldara um að tala en í að komast að taka á þessu,” segir hann. Magnús Hlylnur Hreiðarsson En er sveitarfélagið í góðri samvinnu við bændur eða hvernig er það? „Já, við erum í mjög góðri samvinnu við bændur og samtalið á milli mín og margra bænda er mjög gott en ég veit að lögreglan hefur haft áhyggjur af þessu og ég hef átt samtal við þau um þetta.” Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem hefur verulegar áhyggjur af lausagöngu sauðfjár í sveitarfélaginu enda fórnar hann höndum vegna ásandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
Lausaganga sauðfjár við vegi landsins er víða vandamál og sitt sýnist hverjum um ástandið. Þegar ekið er í gegnum Sveitarfélagið Hornafjörð er mikið af kindum og lömbum við þjóðveginn, sem eru ekkert að kippa sér upp við umferðina sem fer þar um og láta sér fátt um finnast þó það sé flautað á þær til að forða því að keyrt sé á fullorðnu kindurnar og lömbin þeirra. „Þær eru eins og í Suðursveitinni alveg sérstaklega rólegar í tíðinni og eiga það til að liggja bara út í vegkanti þegar maður kemur fram hjá á fleygiferð. Þetta er ákveðið áhyggjuefni upp á slysahættu en það þarf í raun og veru einhvers konar átak þarna til þess að fækka þeim rollum, sem ekið er á og auka öryggi, það er alveg rétt. Þetta er í raun stórhættulegt,” segir Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar aðspurður um lausagönguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurjón segir að lausaganga búfjár meðfram vegum í sveitarfélaginu sé alls ekki ásættanlegt. „Nei, ég myndi segja að það væri í raun og veru ekki ásættanlegt eins og staðan er núna en þetta er ekki auðvelt heldur þegar þú ert með svona mikið fé og um langan veg að fara og afskaplega erfitt að girða þetta af en það er auðveldara um að tala en í að komast að taka á þessu,” segir hann. Magnús Hlylnur Hreiðarsson En er sveitarfélagið í góðri samvinnu við bændur eða hvernig er það? „Já, við erum í mjög góðri samvinnu við bændur og samtalið á milli mín og margra bænda er mjög gott en ég veit að lögreglan hefur haft áhyggjur af þessu og ég hef átt samtal við þau um þetta.” Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem hefur verulegar áhyggjur af lausagöngu sauðfjár í sveitarfélaginu enda fórnar hann höndum vegna ásandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira