Segir þörf á átaki til að fækka sauðfé á vegum í Öræfum og í Suðursveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2023 08:04 Kindurnar og lömbin eru mjög áberandi á vegum eða við vegina í Öræfum og Í Suðursveit. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lausaganga sauðfjár er verulegt vandamál við þjóðveg eitt í gegnum Öræfin og í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði. Kindurnar og lömbin liggja nánast á veginum og láta sér fátt um finnast þó ökumenn flauti og flauti til að koma fénu af veginum. Lausaganga sauðfjár við vegi landsins er víða vandamál og sitt sýnist hverjum um ástandið. Þegar ekið er í gegnum Sveitarfélagið Hornafjörð er mikið af kindum og lömbum við þjóðveginn, sem eru ekkert að kippa sér upp við umferðina sem fer þar um og láta sér fátt um finnast þó það sé flautað á þær til að forða því að keyrt sé á fullorðnu kindurnar og lömbin þeirra. „Þær eru eins og í Suðursveitinni alveg sérstaklega rólegar í tíðinni og eiga það til að liggja bara út í vegkanti þegar maður kemur fram hjá á fleygiferð. Þetta er ákveðið áhyggjuefni upp á slysahættu en það þarf í raun og veru einhvers konar átak þarna til þess að fækka þeim rollum, sem ekið er á og auka öryggi, það er alveg rétt. Þetta er í raun stórhættulegt,” segir Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar aðspurður um lausagönguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurjón segir að lausaganga búfjár meðfram vegum í sveitarfélaginu sé alls ekki ásættanlegt. „Nei, ég myndi segja að það væri í raun og veru ekki ásættanlegt eins og staðan er núna en þetta er ekki auðvelt heldur þegar þú ert með svona mikið fé og um langan veg að fara og afskaplega erfitt að girða þetta af en það er auðveldara um að tala en í að komast að taka á þessu,” segir hann. Magnús Hlylnur Hreiðarsson En er sveitarfélagið í góðri samvinnu við bændur eða hvernig er það? „Já, við erum í mjög góðri samvinnu við bændur og samtalið á milli mín og margra bænda er mjög gott en ég veit að lögreglan hefur haft áhyggjur af þessu og ég hef átt samtal við þau um þetta.” Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem hefur verulegar áhyggjur af lausagöngu sauðfjár í sveitarfélaginu enda fórnar hann höndum vegna ásandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Umferðaröryggi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Lausaganga sauðfjár við vegi landsins er víða vandamál og sitt sýnist hverjum um ástandið. Þegar ekið er í gegnum Sveitarfélagið Hornafjörð er mikið af kindum og lömbum við þjóðveginn, sem eru ekkert að kippa sér upp við umferðina sem fer þar um og láta sér fátt um finnast þó það sé flautað á þær til að forða því að keyrt sé á fullorðnu kindurnar og lömbin þeirra. „Þær eru eins og í Suðursveitinni alveg sérstaklega rólegar í tíðinni og eiga það til að liggja bara út í vegkanti þegar maður kemur fram hjá á fleygiferð. Þetta er ákveðið áhyggjuefni upp á slysahættu en það þarf í raun og veru einhvers konar átak þarna til þess að fækka þeim rollum, sem ekið er á og auka öryggi, það er alveg rétt. Þetta er í raun stórhættulegt,” segir Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar aðspurður um lausagönguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurjón segir að lausaganga búfjár meðfram vegum í sveitarfélaginu sé alls ekki ásættanlegt. „Nei, ég myndi segja að það væri í raun og veru ekki ásættanlegt eins og staðan er núna en þetta er ekki auðvelt heldur þegar þú ert með svona mikið fé og um langan veg að fara og afskaplega erfitt að girða þetta af en það er auðveldara um að tala en í að komast að taka á þessu,” segir hann. Magnús Hlylnur Hreiðarsson En er sveitarfélagið í góðri samvinnu við bændur eða hvernig er það? „Já, við erum í mjög góðri samvinnu við bændur og samtalið á milli mín og margra bænda er mjög gott en ég veit að lögreglan hefur haft áhyggjur af þessu og ég hef átt samtal við þau um þetta.” Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem hefur verulegar áhyggjur af lausagöngu sauðfjár í sveitarfélaginu enda fórnar hann höndum vegna ásandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Umferðaröryggi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira