Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 5. september 2023 08:15 Wegovy og Ozempic eru í raun ætluð einstaklingum sem glíma við áunna sýkursýki. epa/ida Marie Odgaard Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. Ástæða velgengni lyfafyrirtækisins er einföld en það er framleiðandi þyngdarstjórnunarlyfsins Wegovy sem nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. Lyfið fékk markaðsleyfi í Bretlandi í nótt og í morgun höfðu bréf í félaginu tekið stórt stökk upp á við. Fyrirtækið er nú metið á tæpa 430 milljarða dollara. Wegovy er notað sem meðferð við sykursýki 2 og offitu en lyfið dregur úr hungurtilfinningu þannig að fólk borðar minna. Lyfið hefur líka slegið í gegn hjá fræga fólkinu og menn á borð við Elon Musk eru sagðir á meðal notenda þess. Sérfræðingar hafa þó ítrekað varað við að ekki sé um kraftaverkalyf að ræða og að rannsóknir hafi sýnt að þeir sem noti lyfið bæti á sig kílóunum aftur þegar þeir hætta á lyfinu. Þess ber að geta að Novo Nordisk framleiðir einnig Ozempic og Saxenda, sem einnig hafa notið gríðarlegra vinsælda. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ástæða velgengni lyfafyrirtækisins er einföld en það er framleiðandi þyngdarstjórnunarlyfsins Wegovy sem nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. Lyfið fékk markaðsleyfi í Bretlandi í nótt og í morgun höfðu bréf í félaginu tekið stórt stökk upp á við. Fyrirtækið er nú metið á tæpa 430 milljarða dollara. Wegovy er notað sem meðferð við sykursýki 2 og offitu en lyfið dregur úr hungurtilfinningu þannig að fólk borðar minna. Lyfið hefur líka slegið í gegn hjá fræga fólkinu og menn á borð við Elon Musk eru sagðir á meðal notenda þess. Sérfræðingar hafa þó ítrekað varað við að ekki sé um kraftaverkalyf að ræða og að rannsóknir hafi sýnt að þeir sem noti lyfið bæti á sig kílóunum aftur þegar þeir hætta á lyfinu. Þess ber að geta að Novo Nordisk framleiðir einnig Ozempic og Saxenda, sem einnig hafa notið gríðarlegra vinsælda.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira