Íbúar í Háaleiti dauðþreyttir á vandræðum með kalda vatnið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. september 2023 06:45 Hólmfríður segist sakna betri upplýsingaflæðis frá Veitum vegna vandans. Vísir Íbúi í Háaleitishverfi í Reykjavík sem hefur átt í vandræðum með þrýsting á kalda vatninu heima hjá sér eftir viðgerðir Veitna í hverfinu í byrjun ágúst er ósáttur við skort á upplýsingum frá Veitum vegna málsins. Þó nokkrar skýringar hafi verið gefnar á vandræðunum. Veitur segja þrýsting á köldu vatni í lagi. „Þetta hefur ekkert breyst hjá mér,“ segir Hólmfríður Bára Bjarnadóttir, íbúi í Háaleitishverfi sem hefur þurft að lifa við lítinn þrýsting á kalda vatninu heima hjá sér síðan þann 8. ágúst. Hún lýsir vandanum þannig að einungis komi sjóðandi heitt vatn úr sturtunni og að til þess að fá volgt vatn úr krana þurfi að stilla á næstum því kalt. Vatnið sé sjóðandi heitt þar til komið sé að bláa hlutanum á krananum. Áður hafi verið nóg að stilla kranann á miðjuna. Þó nokkrar umræður hafa skapast undanfarnar vikur um vandræðin í íbúahópi Háaleitishverfis á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar segjast nokkrir íbúar vera í vandræðum vegna málsins og sögðust einhverjir einungis fá heitt vatn úr sínum sturtuhausum. Einhverjir segjast hafa gefist upp og einfaldlega skipt um blöndunartæki heima hjá sér til að bregðast við vandanum. Í lok ágúst lagði einn íbúa til að efnt yrði til gjörnings hjá Veitum, þar sem íbúar myndu afhenda gömul blöndunartæki og reikninga vegna skiptanna. Síðastliðinn föstudag birti Hólmfríður þar færslu þar sem hún lýsir því hvernig hún hafi fengið pípulagningarmann á vegum Veitna til að skoða ástandið hjá sér. Hann hafi gefið sér þá skýringu að ný kaldavatnsrör sem Veitur hefðu lagt væru breiðari að þvermáli en þau gömlu. Í nýrri húsum væri þrýstijafnari sem kæmi í veg fyrir að þetta yrði vandamál en ekki í gömlu blokkum. Kaldavatnslögn grafin í sundur í byrjun ágúst Í svörum frá Veitum til Vísis kemur fram að íbúar í hverfinu hafi orðið varir við minnkandi þrýsting á kalda vatninu eftir tímabundnar breytingar á tengingum og síðan aftur þegar kaldavatnslögn hafi verið grafin í sundur. Íbúar hafi fengið upplýsingapóst um málið og tilkynning sett á íbúasíðu. Starfsfólk Veitna hafi farið í þó nokkur hús þann 8. ágúst og mælt þrýsting á kalda vatninu, sem hafi verið í lagi. Við lokanir á dreifikerfi geti það komið upp að síur og blöndunartæki stíflist, sérstaklega í eldri húsum. Íbúum var þá bent á að hafa samband við pípulagningamann sem fyrst hafi þeir orðið varir við óeðlilegt hitastig og/eða þrýsting. Veitur segja í skriflegu svari til Vísis að ekki hafi borist margar tilkynningar frá íbúum úr hverfinu vegna málsins undanfarna daga. Þær séu þrjár í heildina. Mikið var um vandræði með kaldavatnslagnir í ágúst. Þannig fór lögn í sundur á Hafnarfjarðarvegi við Kringlumýrarbraut þann 22. ágúst síðastliðinn. Þá varð kaldavatnslaust á stóru svæði í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Fékk misvísandi svör frá Veitum „Mér finnst ágætt að það sé vakin athygli á þessu, vegna þess að það er eitt að gera mistök en svo er annað að viðurkenna þau,“ segir Hólmfríður. Hún lýsir því hvernig hún hafi hringt í Veitur tvisvar sinnum sem svo hafi sent pípara til hennar. „Sá sagði mér að þetta væri bara innanhúsvandamál, líklega væri þetta vegna þess að einhver fyrir neðan mig væri með gömul blöndunartæki. Ég sagði honum að þetta væri nú vegna þess að það væri ekki sami þrýstingur á kalda vatninu og þá dró hann í land og sagði að þetta yrði komið í lag eftir helgi. Svo lagaðist ekki neitt.“ Viku seinna, eftir að Hólmfríður hringdi í annað sinn í Veitur, hafi annar pípari frá Veitum mætt í hús, sá sem gaf Hólmfríði ofangreindar upplýsingar, um að það væri þvermál kaldavatnspípna hjá Veitum sem væru vandamálið. Mögulega væri hægt að finna á því lausn en það væri erfitt í tilviki eldri baðblöndunartækja. „Ég sakna þess mjög að hafa fengið réttar upplýsingar frá upphafi. Þess vegna deildi ég því sem píparinn sagði mér með hinum íbúunum. Það er nefnilega verst af öllu að fá ekki að vita neitt um það hvort þetta muni lagast eða ekki. Við fengum engar upplýsingar frá þeim, en þau hefðu getað sagt okkur þetta strax. Að þarna væru á ferðinni breytingar, mögulega mistök en í staðinn reyndu þeir að vera með útúrsnúninga eða segja að þetta myndi lagast, sem var ekki rétt. Mér hefði fundist lágmark að þau hefði boðist til að koma í þessar íbúðir og aðstoða fólk við að jafna þrýstinginn með því að fikta í krönum undir vöskum, því það eru ekki allir handlagnir eða treysta sér til að krukka í pípulögnum.“ Reykjavík Vatn Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Sjá meira
„Þetta hefur ekkert breyst hjá mér,“ segir Hólmfríður Bára Bjarnadóttir, íbúi í Háaleitishverfi sem hefur þurft að lifa við lítinn þrýsting á kalda vatninu heima hjá sér síðan þann 8. ágúst. Hún lýsir vandanum þannig að einungis komi sjóðandi heitt vatn úr sturtunni og að til þess að fá volgt vatn úr krana þurfi að stilla á næstum því kalt. Vatnið sé sjóðandi heitt þar til komið sé að bláa hlutanum á krananum. Áður hafi verið nóg að stilla kranann á miðjuna. Þó nokkrar umræður hafa skapast undanfarnar vikur um vandræðin í íbúahópi Háaleitishverfis á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar segjast nokkrir íbúar vera í vandræðum vegna málsins og sögðust einhverjir einungis fá heitt vatn úr sínum sturtuhausum. Einhverjir segjast hafa gefist upp og einfaldlega skipt um blöndunartæki heima hjá sér til að bregðast við vandanum. Í lok ágúst lagði einn íbúa til að efnt yrði til gjörnings hjá Veitum, þar sem íbúar myndu afhenda gömul blöndunartæki og reikninga vegna skiptanna. Síðastliðinn föstudag birti Hólmfríður þar færslu þar sem hún lýsir því hvernig hún hafi fengið pípulagningarmann á vegum Veitna til að skoða ástandið hjá sér. Hann hafi gefið sér þá skýringu að ný kaldavatnsrör sem Veitur hefðu lagt væru breiðari að þvermáli en þau gömlu. Í nýrri húsum væri þrýstijafnari sem kæmi í veg fyrir að þetta yrði vandamál en ekki í gömlu blokkum. Kaldavatnslögn grafin í sundur í byrjun ágúst Í svörum frá Veitum til Vísis kemur fram að íbúar í hverfinu hafi orðið varir við minnkandi þrýsting á kalda vatninu eftir tímabundnar breytingar á tengingum og síðan aftur þegar kaldavatnslögn hafi verið grafin í sundur. Íbúar hafi fengið upplýsingapóst um málið og tilkynning sett á íbúasíðu. Starfsfólk Veitna hafi farið í þó nokkur hús þann 8. ágúst og mælt þrýsting á kalda vatninu, sem hafi verið í lagi. Við lokanir á dreifikerfi geti það komið upp að síur og blöndunartæki stíflist, sérstaklega í eldri húsum. Íbúum var þá bent á að hafa samband við pípulagningamann sem fyrst hafi þeir orðið varir við óeðlilegt hitastig og/eða þrýsting. Veitur segja í skriflegu svari til Vísis að ekki hafi borist margar tilkynningar frá íbúum úr hverfinu vegna málsins undanfarna daga. Þær séu þrjár í heildina. Mikið var um vandræði með kaldavatnslagnir í ágúst. Þannig fór lögn í sundur á Hafnarfjarðarvegi við Kringlumýrarbraut þann 22. ágúst síðastliðinn. Þá varð kaldavatnslaust á stóru svæði í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Fékk misvísandi svör frá Veitum „Mér finnst ágætt að það sé vakin athygli á þessu, vegna þess að það er eitt að gera mistök en svo er annað að viðurkenna þau,“ segir Hólmfríður. Hún lýsir því hvernig hún hafi hringt í Veitur tvisvar sinnum sem svo hafi sent pípara til hennar. „Sá sagði mér að þetta væri bara innanhúsvandamál, líklega væri þetta vegna þess að einhver fyrir neðan mig væri með gömul blöndunartæki. Ég sagði honum að þetta væri nú vegna þess að það væri ekki sami þrýstingur á kalda vatninu og þá dró hann í land og sagði að þetta yrði komið í lag eftir helgi. Svo lagaðist ekki neitt.“ Viku seinna, eftir að Hólmfríður hringdi í annað sinn í Veitur, hafi annar pípari frá Veitum mætt í hús, sá sem gaf Hólmfríði ofangreindar upplýsingar, um að það væri þvermál kaldavatnspípna hjá Veitum sem væru vandamálið. Mögulega væri hægt að finna á því lausn en það væri erfitt í tilviki eldri baðblöndunartækja. „Ég sakna þess mjög að hafa fengið réttar upplýsingar frá upphafi. Þess vegna deildi ég því sem píparinn sagði mér með hinum íbúunum. Það er nefnilega verst af öllu að fá ekki að vita neitt um það hvort þetta muni lagast eða ekki. Við fengum engar upplýsingar frá þeim, en þau hefðu getað sagt okkur þetta strax. Að þarna væru á ferðinni breytingar, mögulega mistök en í staðinn reyndu þeir að vera með útúrsnúninga eða segja að þetta myndi lagast, sem var ekki rétt. Mér hefði fundist lágmark að þau hefði boðist til að koma í þessar íbúðir og aðstoða fólk við að jafna þrýstinginn með því að fikta í krönum undir vöskum, því það eru ekki allir handlagnir eða treysta sér til að krukka í pípulögnum.“
Reykjavík Vatn Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Sjá meira