Íbúar í Háaleiti dauðþreyttir á vandræðum með kalda vatnið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. september 2023 06:45 Hólmfríður segist sakna betri upplýsingaflæðis frá Veitum vegna vandans. Vísir Íbúi í Háaleitishverfi í Reykjavík sem hefur átt í vandræðum með þrýsting á kalda vatninu heima hjá sér eftir viðgerðir Veitna í hverfinu í byrjun ágúst er ósáttur við skort á upplýsingum frá Veitum vegna málsins. Þó nokkrar skýringar hafi verið gefnar á vandræðunum. Veitur segja þrýsting á köldu vatni í lagi. „Þetta hefur ekkert breyst hjá mér,“ segir Hólmfríður Bára Bjarnadóttir, íbúi í Háaleitishverfi sem hefur þurft að lifa við lítinn þrýsting á kalda vatninu heima hjá sér síðan þann 8. ágúst. Hún lýsir vandanum þannig að einungis komi sjóðandi heitt vatn úr sturtunni og að til þess að fá volgt vatn úr krana þurfi að stilla á næstum því kalt. Vatnið sé sjóðandi heitt þar til komið sé að bláa hlutanum á krananum. Áður hafi verið nóg að stilla kranann á miðjuna. Þó nokkrar umræður hafa skapast undanfarnar vikur um vandræðin í íbúahópi Háaleitishverfis á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar segjast nokkrir íbúar vera í vandræðum vegna málsins og sögðust einhverjir einungis fá heitt vatn úr sínum sturtuhausum. Einhverjir segjast hafa gefist upp og einfaldlega skipt um blöndunartæki heima hjá sér til að bregðast við vandanum. Í lok ágúst lagði einn íbúa til að efnt yrði til gjörnings hjá Veitum, þar sem íbúar myndu afhenda gömul blöndunartæki og reikninga vegna skiptanna. Síðastliðinn föstudag birti Hólmfríður þar færslu þar sem hún lýsir því hvernig hún hafi fengið pípulagningarmann á vegum Veitna til að skoða ástandið hjá sér. Hann hafi gefið sér þá skýringu að ný kaldavatnsrör sem Veitur hefðu lagt væru breiðari að þvermáli en þau gömlu. Í nýrri húsum væri þrýstijafnari sem kæmi í veg fyrir að þetta yrði vandamál en ekki í gömlu blokkum. Kaldavatnslögn grafin í sundur í byrjun ágúst Í svörum frá Veitum til Vísis kemur fram að íbúar í hverfinu hafi orðið varir við minnkandi þrýsting á kalda vatninu eftir tímabundnar breytingar á tengingum og síðan aftur þegar kaldavatnslögn hafi verið grafin í sundur. Íbúar hafi fengið upplýsingapóst um málið og tilkynning sett á íbúasíðu. Starfsfólk Veitna hafi farið í þó nokkur hús þann 8. ágúst og mælt þrýsting á kalda vatninu, sem hafi verið í lagi. Við lokanir á dreifikerfi geti það komið upp að síur og blöndunartæki stíflist, sérstaklega í eldri húsum. Íbúum var þá bent á að hafa samband við pípulagningamann sem fyrst hafi þeir orðið varir við óeðlilegt hitastig og/eða þrýsting. Veitur segja í skriflegu svari til Vísis að ekki hafi borist margar tilkynningar frá íbúum úr hverfinu vegna málsins undanfarna daga. Þær séu þrjár í heildina. Mikið var um vandræði með kaldavatnslagnir í ágúst. Þannig fór lögn í sundur á Hafnarfjarðarvegi við Kringlumýrarbraut þann 22. ágúst síðastliðinn. Þá varð kaldavatnslaust á stóru svæði í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Fékk misvísandi svör frá Veitum „Mér finnst ágætt að það sé vakin athygli á þessu, vegna þess að það er eitt að gera mistök en svo er annað að viðurkenna þau,“ segir Hólmfríður. Hún lýsir því hvernig hún hafi hringt í Veitur tvisvar sinnum sem svo hafi sent pípara til hennar. „Sá sagði mér að þetta væri bara innanhúsvandamál, líklega væri þetta vegna þess að einhver fyrir neðan mig væri með gömul blöndunartæki. Ég sagði honum að þetta væri nú vegna þess að það væri ekki sami þrýstingur á kalda vatninu og þá dró hann í land og sagði að þetta yrði komið í lag eftir helgi. Svo lagaðist ekki neitt.“ Viku seinna, eftir að Hólmfríður hringdi í annað sinn í Veitur, hafi annar pípari frá Veitum mætt í hús, sá sem gaf Hólmfríði ofangreindar upplýsingar, um að það væri þvermál kaldavatnspípna hjá Veitum sem væru vandamálið. Mögulega væri hægt að finna á því lausn en það væri erfitt í tilviki eldri baðblöndunartækja. „Ég sakna þess mjög að hafa fengið réttar upplýsingar frá upphafi. Þess vegna deildi ég því sem píparinn sagði mér með hinum íbúunum. Það er nefnilega verst af öllu að fá ekki að vita neitt um það hvort þetta muni lagast eða ekki. Við fengum engar upplýsingar frá þeim, en þau hefðu getað sagt okkur þetta strax. Að þarna væru á ferðinni breytingar, mögulega mistök en í staðinn reyndu þeir að vera með útúrsnúninga eða segja að þetta myndi lagast, sem var ekki rétt. Mér hefði fundist lágmark að þau hefði boðist til að koma í þessar íbúðir og aðstoða fólk við að jafna þrýstinginn með því að fikta í krönum undir vöskum, því það eru ekki allir handlagnir eða treysta sér til að krukka í pípulögnum.“ Reykjavík Vatn Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
„Þetta hefur ekkert breyst hjá mér,“ segir Hólmfríður Bára Bjarnadóttir, íbúi í Háaleitishverfi sem hefur þurft að lifa við lítinn þrýsting á kalda vatninu heima hjá sér síðan þann 8. ágúst. Hún lýsir vandanum þannig að einungis komi sjóðandi heitt vatn úr sturtunni og að til þess að fá volgt vatn úr krana þurfi að stilla á næstum því kalt. Vatnið sé sjóðandi heitt þar til komið sé að bláa hlutanum á krananum. Áður hafi verið nóg að stilla kranann á miðjuna. Þó nokkrar umræður hafa skapast undanfarnar vikur um vandræðin í íbúahópi Háaleitishverfis á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar segjast nokkrir íbúar vera í vandræðum vegna málsins og sögðust einhverjir einungis fá heitt vatn úr sínum sturtuhausum. Einhverjir segjast hafa gefist upp og einfaldlega skipt um blöndunartæki heima hjá sér til að bregðast við vandanum. Í lok ágúst lagði einn íbúa til að efnt yrði til gjörnings hjá Veitum, þar sem íbúar myndu afhenda gömul blöndunartæki og reikninga vegna skiptanna. Síðastliðinn föstudag birti Hólmfríður þar færslu þar sem hún lýsir því hvernig hún hafi fengið pípulagningarmann á vegum Veitna til að skoða ástandið hjá sér. Hann hafi gefið sér þá skýringu að ný kaldavatnsrör sem Veitur hefðu lagt væru breiðari að þvermáli en þau gömlu. Í nýrri húsum væri þrýstijafnari sem kæmi í veg fyrir að þetta yrði vandamál en ekki í gömlu blokkum. Kaldavatnslögn grafin í sundur í byrjun ágúst Í svörum frá Veitum til Vísis kemur fram að íbúar í hverfinu hafi orðið varir við minnkandi þrýsting á kalda vatninu eftir tímabundnar breytingar á tengingum og síðan aftur þegar kaldavatnslögn hafi verið grafin í sundur. Íbúar hafi fengið upplýsingapóst um málið og tilkynning sett á íbúasíðu. Starfsfólk Veitna hafi farið í þó nokkur hús þann 8. ágúst og mælt þrýsting á kalda vatninu, sem hafi verið í lagi. Við lokanir á dreifikerfi geti það komið upp að síur og blöndunartæki stíflist, sérstaklega í eldri húsum. Íbúum var þá bent á að hafa samband við pípulagningamann sem fyrst hafi þeir orðið varir við óeðlilegt hitastig og/eða þrýsting. Veitur segja í skriflegu svari til Vísis að ekki hafi borist margar tilkynningar frá íbúum úr hverfinu vegna málsins undanfarna daga. Þær séu þrjár í heildina. Mikið var um vandræði með kaldavatnslagnir í ágúst. Þannig fór lögn í sundur á Hafnarfjarðarvegi við Kringlumýrarbraut þann 22. ágúst síðastliðinn. Þá varð kaldavatnslaust á stóru svæði í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Fékk misvísandi svör frá Veitum „Mér finnst ágætt að það sé vakin athygli á þessu, vegna þess að það er eitt að gera mistök en svo er annað að viðurkenna þau,“ segir Hólmfríður. Hún lýsir því hvernig hún hafi hringt í Veitur tvisvar sinnum sem svo hafi sent pípara til hennar. „Sá sagði mér að þetta væri bara innanhúsvandamál, líklega væri þetta vegna þess að einhver fyrir neðan mig væri með gömul blöndunartæki. Ég sagði honum að þetta væri nú vegna þess að það væri ekki sami þrýstingur á kalda vatninu og þá dró hann í land og sagði að þetta yrði komið í lag eftir helgi. Svo lagaðist ekki neitt.“ Viku seinna, eftir að Hólmfríður hringdi í annað sinn í Veitur, hafi annar pípari frá Veitum mætt í hús, sá sem gaf Hólmfríði ofangreindar upplýsingar, um að það væri þvermál kaldavatnspípna hjá Veitum sem væru vandamálið. Mögulega væri hægt að finna á því lausn en það væri erfitt í tilviki eldri baðblöndunartækja. „Ég sakna þess mjög að hafa fengið réttar upplýsingar frá upphafi. Þess vegna deildi ég því sem píparinn sagði mér með hinum íbúunum. Það er nefnilega verst af öllu að fá ekki að vita neitt um það hvort þetta muni lagast eða ekki. Við fengum engar upplýsingar frá þeim, en þau hefðu getað sagt okkur þetta strax. Að þarna væru á ferðinni breytingar, mögulega mistök en í staðinn reyndu þeir að vera með útúrsnúninga eða segja að þetta myndi lagast, sem var ekki rétt. Mér hefði fundist lágmark að þau hefði boðist til að koma í þessar íbúðir og aðstoða fólk við að jafna þrýstinginn með því að fikta í krönum undir vöskum, því það eru ekki allir handlagnir eða treysta sér til að krukka í pípulögnum.“
Reykjavík Vatn Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira