Innlent

Fjór­tán ára öku­maður stöðvaður í mið­borginni um há­nótt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Svo virðist sem nokkrar tilkynningar hafi borist um ágreining á milli manna í gærkvöldi og nótt.
Svo virðist sem nokkrar tilkynningar hafi borist um ágreining á milli manna í gærkvöldi og nótt.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni um klukkan 3.30 í nótt en um reyndist að ræða fjórtán ára dreng. Hafði hann tekið umrædda bifreið í leyfisleysi og var sóttur af móður sinni.

Tilkynning barst um líkamsárás og þjófnað í póstnúmerinu 108. Gerandi er ókunnur og málið í rannsókn. Þá var tilkynnt um húsbrot og eignaspjöll í sama hverfi og er það mál sömuleiðis í rannsókn.

Einn var handtekinn fyrir hótanir í 108 en látinn laus að lokinni upplýsingaöflun.

Í póstnúmerinu 105 var einn handtekinn vegna nytjaþjófnaðar og gisti hann fangageymslu. Þá var einn handtekinn í borginni vegna brots á vopnalögum en sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

„Eitthvað var um ágreining milli aðila og tilkynnt um menn í annarlegu ástandi, sem afgreitt var á vettvangi,“ segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. 

Alls voru 52 mál skráð í kerfi lögreglu á vaktinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×