Tími hænuskrefa er liðinn Gísli Rafn Ólafsson skrifar 6. september 2023 09:01 Fjölmörg fyrirtæki víða um heim hafa áttað sig á því að ganga einungis út frá því að hámarka ágóða óháð öllu öðru stenst einfaldlega ekki tímans tönn. Fyrsta skrefið sem mörg þessara fyrirtækja tóku í átt að ábyrgari viðskiptaháttum var að átta sig á því að það er mikilvægt að huga að siðferði þegar kemur að viðskiptum. Ekki þótti lengur í lagi að greiða mútur, stunda barnaþrælkun eða eiga viðskipti við lönd þar sem mannréttindi eru síendurtekið brotin. Næsta stóra skrefið var að bæta þau áhrif sem þessi fyrirtæki höfðu á umhverfið, með því að draga úr notkun og losun ýmissa eiturefna. Fyrirtækin tóku ekki alltaf þessi skref af sjálfsdáðum heldur þurfti oft lagabreytingar sem bönnuðu slíka hegðun. Í dag hafa mörg, sérstaklega stærri fyrirtæki, áttað sig á því að ef þau ætli sér að vera til staðar til framtíðar, þá þurfi þau að vera bæði samfélagslega og umhverfislega ábyrg. Það dugar ekki að eingöngu brjóta ekki á réttindum, heldur þurfi fyrirtækin að taka markvissan þátt í að bæta það samfélag sem þau starfa í. Þetta á sérstaklega við í þeim löndum sem skemur eru komin á veg þegar kemur að mannréttindum og umhverfismálum. Þar er mikilvægt að sérstaklega alþjóðleg stórfyrirtækin taki markvissan og öflugan þátt í að styðja við uppbyggingu grunninnviða eins og menntunar og heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma hafa þessi fyrirtæki áttað sig á því að stærsta ógnin gegn velgengni þeirra í framtíðinni er það neyðarástand sem blasir við ef ríki heims uppfylli ekki þau skilyrði sem þau hafa sett sér í tengslum við loftslagsvánna. Þau hafa jafnframt áttað sig á því að það mun ekki gerast nema fyrirtækin sjálf stígi þau stóru skref sem þarf í átt að neikvæðri kolefnislosun. Fjöldi stórfyrirtækja hafa sett sér göfug markmið um kolefnishlutleysi eða jafnvel neikvæða losun, oft langt umfram það sem stjórnvöld í þeim löndum sem þau starfa í krefjast. Þessi fyrirtæki eru einnig mjög dugleg við að styðja við hvers konar rannsóknir og þróun á tækni til þess að draga úr kolefnislosun. Þar leita þau t.d. til landa eins og Íslands þar sem við erum með áhugaverða tækni, eins og CarbFix, í þróun. Það eru þó að sjálfsögðu ekki öll fyrirtæki sem hafa fylgt þessari framgöngu samfélagslegrar ábyrgðar. Mörg eru enn föst í fyrstu stigunum og þó svo að þau láti eitthvað gott af sér leiða til samfélagsins í kringum þau, t.d. fjármagna vatnsrennibraut í sundlaug bæjarins sem þau starfa í, þá er það enn mikilvægasta markmið stjórnendanna að hámarka það sem fer í vasa eigendanna en ekki stuðla að raunverulegri jákvæðri samfélagsþróun. Dæmi um raunverulega jákvæða samfélagsþróun væri t.d. samdráttur í útblæstri eða niðurgreiðsla sálfræðiskostnaðar starfsmanna. Þá eru því miður enn fjölmörg fyrirtæki sem ganga um auðlindir jarðarinnar eins og þær séu óendanlegar og í einkaeigu þeirra sjálfra. Sem samfélag þá er mikilvægt að sem flest fyrirtæki taki þátt í að skapa betri framtíð, hvort sem það er innan samfélagsins sem þau starfa í eða þegar kemur að því að tryggja framtíð barna okkar og barnabarna. Öll fyrirtæki á Íslandi ættu að setja sér markmið um kolefnishlutleysi og fara í aðgerðir til þess að tryggja að slíkt gerist á komandi áratug. Jafnframt ættu þau að horfa til þeirra samfélagslegu vandamála sem ríkið er ekki að ná að tækla og leggja sitt að mörkum, hvort sem það er í formi fjármagns, tíma starfsfólks, eða með því að gefa vöru eða þjónustu sína. Mörg fyrirtæki erlendis hafa tekið upp módel sem kennt er við SalesForce, svokallað 1% loforð (e: 1% pledge), þar sem fyrirtækið skuldbindur sig til að gefa 1% af hagnaði, 1% af tíma starfsmanna og 1% af vöruveltu til samfélagsins. Á endanum tryggir þetta nefnilega fyrirtækinu að það finnist enn viðskiptavinir þegar fram líða stundir. Ríkið getur tekið þátt í því að hvetja til slíkra breytinga, bæði með því að setja jákvæða og neikvæða hvata sem leiða til breytinga á hegðun. Slíka hvata þurfti til þess að draga úr mútugreiðslum og mannréttindabrotum á starfsfólki á sínum tíma. Fjölmörg fyrirtæki víða um heim hafa hins vegar ákveðið að stíga þessi skref sjálfviljug og oft taka stærri skref en löndin sem þau starfa í hafa sett sér. Á Íslandi eru kjörin tækifæri fyrir atvinnulífið að taka þessi skref, hraðar en þau hænuskref sem ríkið er að taka. Hér á landi eru fjöldamörg stórfyrirtæki í eigu lífeyrissjóðanna sem geta, rétt eins og sumir kollegar þeirra vestanhafs, tryggt það að þessi nýi hugsunarháttur ryðji sér til rúms hér á landi. Því til stuðnings hafa fyrirtæki hér á landi búið sér til samstarfsvettvanga, Grænvang og UN Compact Iceland, þar sem þau miðla þekkingu um þau skref sem fyrirtæki eru að taka til þess að bæta það umhverfi sem þau starfa í. Það er von mín, að fyrirtæki taki forystu í því að tækla þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að örum breytingum bæði á loftslaginu og í samfélaginu. Ríkisstjórnir, bæði hér á landi og erlendis, hafa sýnt það að þær eru risaeðlur sem hreyfast hægt. Ef við viljum tryggja lífvænlega framtíð fyrir börn okkar og barnabörn, þá er það okkar, hvort sem við erum einstaklingar, fyrirtæki eða stjórnmálamenn, að leggja okkar að mörkum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Loftslagsmál Alþingi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Fjölmörg fyrirtæki víða um heim hafa áttað sig á því að ganga einungis út frá því að hámarka ágóða óháð öllu öðru stenst einfaldlega ekki tímans tönn. Fyrsta skrefið sem mörg þessara fyrirtækja tóku í átt að ábyrgari viðskiptaháttum var að átta sig á því að það er mikilvægt að huga að siðferði þegar kemur að viðskiptum. Ekki þótti lengur í lagi að greiða mútur, stunda barnaþrælkun eða eiga viðskipti við lönd þar sem mannréttindi eru síendurtekið brotin. Næsta stóra skrefið var að bæta þau áhrif sem þessi fyrirtæki höfðu á umhverfið, með því að draga úr notkun og losun ýmissa eiturefna. Fyrirtækin tóku ekki alltaf þessi skref af sjálfsdáðum heldur þurfti oft lagabreytingar sem bönnuðu slíka hegðun. Í dag hafa mörg, sérstaklega stærri fyrirtæki, áttað sig á því að ef þau ætli sér að vera til staðar til framtíðar, þá þurfi þau að vera bæði samfélagslega og umhverfislega ábyrg. Það dugar ekki að eingöngu brjóta ekki á réttindum, heldur þurfi fyrirtækin að taka markvissan þátt í að bæta það samfélag sem þau starfa í. Þetta á sérstaklega við í þeim löndum sem skemur eru komin á veg þegar kemur að mannréttindum og umhverfismálum. Þar er mikilvægt að sérstaklega alþjóðleg stórfyrirtækin taki markvissan og öflugan þátt í að styðja við uppbyggingu grunninnviða eins og menntunar og heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma hafa þessi fyrirtæki áttað sig á því að stærsta ógnin gegn velgengni þeirra í framtíðinni er það neyðarástand sem blasir við ef ríki heims uppfylli ekki þau skilyrði sem þau hafa sett sér í tengslum við loftslagsvánna. Þau hafa jafnframt áttað sig á því að það mun ekki gerast nema fyrirtækin sjálf stígi þau stóru skref sem þarf í átt að neikvæðri kolefnislosun. Fjöldi stórfyrirtækja hafa sett sér göfug markmið um kolefnishlutleysi eða jafnvel neikvæða losun, oft langt umfram það sem stjórnvöld í þeim löndum sem þau starfa í krefjast. Þessi fyrirtæki eru einnig mjög dugleg við að styðja við hvers konar rannsóknir og þróun á tækni til þess að draga úr kolefnislosun. Þar leita þau t.d. til landa eins og Íslands þar sem við erum með áhugaverða tækni, eins og CarbFix, í þróun. Það eru þó að sjálfsögðu ekki öll fyrirtæki sem hafa fylgt þessari framgöngu samfélagslegrar ábyrgðar. Mörg eru enn föst í fyrstu stigunum og þó svo að þau láti eitthvað gott af sér leiða til samfélagsins í kringum þau, t.d. fjármagna vatnsrennibraut í sundlaug bæjarins sem þau starfa í, þá er það enn mikilvægasta markmið stjórnendanna að hámarka það sem fer í vasa eigendanna en ekki stuðla að raunverulegri jákvæðri samfélagsþróun. Dæmi um raunverulega jákvæða samfélagsþróun væri t.d. samdráttur í útblæstri eða niðurgreiðsla sálfræðiskostnaðar starfsmanna. Þá eru því miður enn fjölmörg fyrirtæki sem ganga um auðlindir jarðarinnar eins og þær séu óendanlegar og í einkaeigu þeirra sjálfra. Sem samfélag þá er mikilvægt að sem flest fyrirtæki taki þátt í að skapa betri framtíð, hvort sem það er innan samfélagsins sem þau starfa í eða þegar kemur að því að tryggja framtíð barna okkar og barnabarna. Öll fyrirtæki á Íslandi ættu að setja sér markmið um kolefnishlutleysi og fara í aðgerðir til þess að tryggja að slíkt gerist á komandi áratug. Jafnframt ættu þau að horfa til þeirra samfélagslegu vandamála sem ríkið er ekki að ná að tækla og leggja sitt að mörkum, hvort sem það er í formi fjármagns, tíma starfsfólks, eða með því að gefa vöru eða þjónustu sína. Mörg fyrirtæki erlendis hafa tekið upp módel sem kennt er við SalesForce, svokallað 1% loforð (e: 1% pledge), þar sem fyrirtækið skuldbindur sig til að gefa 1% af hagnaði, 1% af tíma starfsmanna og 1% af vöruveltu til samfélagsins. Á endanum tryggir þetta nefnilega fyrirtækinu að það finnist enn viðskiptavinir þegar fram líða stundir. Ríkið getur tekið þátt í því að hvetja til slíkra breytinga, bæði með því að setja jákvæða og neikvæða hvata sem leiða til breytinga á hegðun. Slíka hvata þurfti til þess að draga úr mútugreiðslum og mannréttindabrotum á starfsfólki á sínum tíma. Fjölmörg fyrirtæki víða um heim hafa hins vegar ákveðið að stíga þessi skref sjálfviljug og oft taka stærri skref en löndin sem þau starfa í hafa sett sér. Á Íslandi eru kjörin tækifæri fyrir atvinnulífið að taka þessi skref, hraðar en þau hænuskref sem ríkið er að taka. Hér á landi eru fjöldamörg stórfyrirtæki í eigu lífeyrissjóðanna sem geta, rétt eins og sumir kollegar þeirra vestanhafs, tryggt það að þessi nýi hugsunarháttur ryðji sér til rúms hér á landi. Því til stuðnings hafa fyrirtæki hér á landi búið sér til samstarfsvettvanga, Grænvang og UN Compact Iceland, þar sem þau miðla þekkingu um þau skref sem fyrirtæki eru að taka til þess að bæta það umhverfi sem þau starfa í. Það er von mín, að fyrirtæki taki forystu í því að tækla þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að örum breytingum bæði á loftslaginu og í samfélaginu. Ríkisstjórnir, bæði hér á landi og erlendis, hafa sýnt það að þær eru risaeðlur sem hreyfast hægt. Ef við viljum tryggja lífvænlega framtíð fyrir börn okkar og barnabörn, þá er það okkar, hvort sem við erum einstaklingar, fyrirtæki eða stjórnmálamenn, að leggja okkar að mörkum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun