Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum fjöllum við um fyrirhugaðar hvalveiðar eftir að mótmælendurnir sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana fóru niður í gær.

Veðrið hefur hingað til sett strik í reikninginn og samkvæmt heimildum fréttastofu hafast hvalskipin nú við í Hvalfirði þar sem ekki hefur viðrað til veiða.

Þá heyrum við hljóðið í menntskælingum á Akureyri sem eru vægast sagt ósáttir við þá ákvörðun ráðherra að sameina MA og VMA fyrir norðan. Boðað hefur verið til mótmæla vegna málsins.

Einnig fjöllum við um nýjustu götu, eða stíg borgarinnar sem fær nafnið Elísabetarstígur eftir undirskriftasöfnun og ræðum við bókmenntafræðing um Guðberg Bergsson rithöfund sem lést á dögunum tæplega 91 árs gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×