Gengið frá sölunni á Icelandic Glacial en feðgarnir áfram í stjórn Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2023 13:48 Jón Ólafsson, stonandi Icelandic Glacial, verður sérstakur sendiherra vörumerkisins á heimsmarkaði. Gengið hefur verið frá kaupum hóps erlendra fjárfesta á nýju hlutafé í Icelandic Water Holdings þannig að hann eignist meirihluta í félaginu. Með kaupunum eykst eigið fé félagsins verulega. Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að samhliða hafi núverandi hluthafar, meðal annars sjóðir í stýringu bandaríska fjárfestingarfélagsins BlackRock og þeir Jón Ólafsson og Kristján Jónsson, keypt hluti í félaginu með skuldbreytingu lána og viðbótarfjárfestingu. Alþjóðlegur fjárfestingarsjóður í Lichtenstein, Iceland Star Property Ltd., hafði milligöngu um kaupin. Í tilkynningunni segir að feðgarnir, þeir Jón og Kristján, muni áfram eiga umtalsverðan hlut í IWH, sem á meðal annars dótturfélagið og vörumerkið Icelandic Glacial. Þeir munu setjast í nýja stjórn félagsins og mun Jón jafnframt starfa sem sendiherra vörumerkisins á heimsmarkaði. „Með þessari miklu fjárhagslegu styrkingu er grunnur lagður að aukinni starfsemi í verksmiðju félagsins í Ölfusi og mikilli sókn vörumerkisins á alþjóðlegum drykkjarvatnsmarkaði. Um leið leggur Icelandic Glacial lóð á vogarskálar þeirrar umhverfisvænu matvælaframleiðslu sem sveitarfélagið hyggst byggja upp í náinni framtíð,“ segir í tilkynningunni. Tilkynnt í síðasta mánuði Sagt var frá því að til stæði að selja félagið í byrjun ágústmánaðar og að gengið yrði frá kaupunum síðar sama mánuði. Nokkur dráttur varð þó á því að ganga frá samningum. Í tilkynningunni er haft eftir Jóni Ólafssyni að þetta sé afar stór og kærkominn áfangi í starfseminni og að það sé sérstaklega ánægjulegt að fá þennan stóra hóp fjárfesta víða að úr heiminum í gegnum Iceland Star Property. „Starfsemin hefur ekki einungis verið fest í sessi til framtíðar heldur er eigendahópurinn samstíga um að bæta vindi í seglin og verja verulegum fjármunum í annars vegar aukin umsvif framleiðslunnar og hins vegar öfluga sókn í markaðsfærslunni víða um heim. Ég er afar stoltur af þeim stað sem starfsemi okkar er komin á með þessari nýju fjárfestingu,“ er haft eftir Jóni. Fest sig í sessi Nýr stjórnarformaður, Johan Dennelind frá Svíþjóð, er reyndur stjórnandi og ráðgjafi og hefur m.a. gegnt forstjórastarfi hjá alþjóðlega fjarskiptafélaginu Telia. „Þetta er afar áhugavert verkefni fyrir mig að takast á við,“ segir Dennelind. „Félagið hefur þróast úr því að vera spennandi sprotafyrirtæki yfir í að hafa fest sig í sessi á meðal stærstu vatnsvörumerkja heims og nú er tækifæri til að auka söluna á alþjóðamarkaði,“ er haft eftir nýja stjórnarformanninum. Kaup og sala fyrirtækja Vatn Ölfus Tengdar fréttir Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. 11. ágúst 2023 07:14 Verður forstjóri Icelandic Water Holdings Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings. 8. september 2022 08:45 Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að samhliða hafi núverandi hluthafar, meðal annars sjóðir í stýringu bandaríska fjárfestingarfélagsins BlackRock og þeir Jón Ólafsson og Kristján Jónsson, keypt hluti í félaginu með skuldbreytingu lána og viðbótarfjárfestingu. Alþjóðlegur fjárfestingarsjóður í Lichtenstein, Iceland Star Property Ltd., hafði milligöngu um kaupin. Í tilkynningunni segir að feðgarnir, þeir Jón og Kristján, muni áfram eiga umtalsverðan hlut í IWH, sem á meðal annars dótturfélagið og vörumerkið Icelandic Glacial. Þeir munu setjast í nýja stjórn félagsins og mun Jón jafnframt starfa sem sendiherra vörumerkisins á heimsmarkaði. „Með þessari miklu fjárhagslegu styrkingu er grunnur lagður að aukinni starfsemi í verksmiðju félagsins í Ölfusi og mikilli sókn vörumerkisins á alþjóðlegum drykkjarvatnsmarkaði. Um leið leggur Icelandic Glacial lóð á vogarskálar þeirrar umhverfisvænu matvælaframleiðslu sem sveitarfélagið hyggst byggja upp í náinni framtíð,“ segir í tilkynningunni. Tilkynnt í síðasta mánuði Sagt var frá því að til stæði að selja félagið í byrjun ágústmánaðar og að gengið yrði frá kaupunum síðar sama mánuði. Nokkur dráttur varð þó á því að ganga frá samningum. Í tilkynningunni er haft eftir Jóni Ólafssyni að þetta sé afar stór og kærkominn áfangi í starfseminni og að það sé sérstaklega ánægjulegt að fá þennan stóra hóp fjárfesta víða að úr heiminum í gegnum Iceland Star Property. „Starfsemin hefur ekki einungis verið fest í sessi til framtíðar heldur er eigendahópurinn samstíga um að bæta vindi í seglin og verja verulegum fjármunum í annars vegar aukin umsvif framleiðslunnar og hins vegar öfluga sókn í markaðsfærslunni víða um heim. Ég er afar stoltur af þeim stað sem starfsemi okkar er komin á með þessari nýju fjárfestingu,“ er haft eftir Jóni. Fest sig í sessi Nýr stjórnarformaður, Johan Dennelind frá Svíþjóð, er reyndur stjórnandi og ráðgjafi og hefur m.a. gegnt forstjórastarfi hjá alþjóðlega fjarskiptafélaginu Telia. „Þetta er afar áhugavert verkefni fyrir mig að takast á við,“ segir Dennelind. „Félagið hefur þróast úr því að vera spennandi sprotafyrirtæki yfir í að hafa fest sig í sessi á meðal stærstu vatnsvörumerkja heims og nú er tækifæri til að auka söluna á alþjóðamarkaði,“ er haft eftir nýja stjórnarformanninum.
Kaup og sala fyrirtækja Vatn Ölfus Tengdar fréttir Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. 11. ágúst 2023 07:14 Verður forstjóri Icelandic Water Holdings Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings. 8. september 2022 08:45 Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. 11. ágúst 2023 07:14
Verður forstjóri Icelandic Water Holdings Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings. 8. september 2022 08:45