Milljarða framkvæmdir á fangelsinu á Litla-Hrauni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. september 2023 20:05 Guðrún með númeraplötuna, sem fangarnir gáfu henni í tilefni af heimsókninni á Litla Hraun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Milljarða framkvæmdir eru hafnar við fangelsið á Litla Hrauni en þar á að fara að byggja nýtt þjónustuhús, nýja varðstofu og nýtt fjölnotahús. Dómsmálaráðherra kynnti sér framkvæmdirnar og fékk í leiðinni einkanúmer að gjöf frá fangelsinu með nafni sínu en hún má þó ekki nota númerið því önnur er með nafnið hennar á bíl sínum. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra hefur verið að heimsækja fangelsi landsins og kynna sér starfsemi þeirra. Páll Winkel fangelsismálastjóri hefur verið með henni, ásamt starfsfólki ráðuneytisins og fangelsanna. Guðrún segir að nú eigi að fara af stað með miklar framkvæmdir í fangelsinu á Litla Hrauni á Eyrarbakka en byggingarnar þar eru margar hverjar orðnar mjög lúnar. „Enda höfum við í huga ríkisstjórnin að fara hér í miklar umbætur og endurbætur hér á húsnæðinu. Við ætlum að endurbæta hér allan húsakost þannig að hann uppfylli þær kröfur, sem gerðar er til fangelsa í dag,” segir Guðrún. Og þetta mun breyta öllu eða hvað? „Já, þetta mun breyta öllu, þetta mun breyta aðstæðum fanga, þetta mun breyta aðstöðu fangavarða og þeirra heilbrigðisstarfsmanna, sem hér eru. Hér þurfum við að efla og bæta húsnæði undir alla geðheilbrigðisþjónustu, heilbrigðisþjónustu, sem og annað,” segir Guðrún. Búið er að koma upp vinnubúðum við fangelsið nú þegar framkvæmdirnar eru að hefjast.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að kostnaður við framkvæmdirnar hlaupi á milljörðum króna. Þá segir hún að nú séu á þriðja hundrað manns að bíða eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. Hvernig heldur þú að fólki líði í fangelsi, getur þú sett þig í þeirra spor? „Ég held að í langflestum tilvikum að þá séu það hörmulegar aðstæður að fólk sé komið í fangelsi. Það á sér alltaf einhvern aðdraganda sem er sorglegur. Í einhverjum tilfellum er fólk á þeim stað í lífinu að það er ákveðin lausn að koma í fangelsi og við viljum grípa utan um fólk, taka utan um það.” Guðrún ásamt Páli Winkel, fangelsismálastjóra og Halldóri Val Pálssyni, forstöðumanni á Litla Hrauni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og aðeins meira frá Litla Hrauni því dómsmálaráðherra fékk þar gefins númeraplötu með nafni sínu. „Hér leystu fangarnir mig út með gjöf, gáfu mér þessa flottu númeraplötu en ég held að ég verði að hafa hana á skrifstofunni í ráðuneytinu því ég má ekki setja á bílinn því það var einhver á undan mér að taka Guðrún á bílinn sinn,” sagði Guðrún. Flaggað var fyrir ráðherrann og hennar fólk þegar það mætti á Litla Hraun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra hefur verið að heimsækja fangelsi landsins og kynna sér starfsemi þeirra. Páll Winkel fangelsismálastjóri hefur verið með henni, ásamt starfsfólki ráðuneytisins og fangelsanna. Guðrún segir að nú eigi að fara af stað með miklar framkvæmdir í fangelsinu á Litla Hrauni á Eyrarbakka en byggingarnar þar eru margar hverjar orðnar mjög lúnar. „Enda höfum við í huga ríkisstjórnin að fara hér í miklar umbætur og endurbætur hér á húsnæðinu. Við ætlum að endurbæta hér allan húsakost þannig að hann uppfylli þær kröfur, sem gerðar er til fangelsa í dag,” segir Guðrún. Og þetta mun breyta öllu eða hvað? „Já, þetta mun breyta öllu, þetta mun breyta aðstæðum fanga, þetta mun breyta aðstöðu fangavarða og þeirra heilbrigðisstarfsmanna, sem hér eru. Hér þurfum við að efla og bæta húsnæði undir alla geðheilbrigðisþjónustu, heilbrigðisþjónustu, sem og annað,” segir Guðrún. Búið er að koma upp vinnubúðum við fangelsið nú þegar framkvæmdirnar eru að hefjast.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að kostnaður við framkvæmdirnar hlaupi á milljörðum króna. Þá segir hún að nú séu á þriðja hundrað manns að bíða eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. Hvernig heldur þú að fólki líði í fangelsi, getur þú sett þig í þeirra spor? „Ég held að í langflestum tilvikum að þá séu það hörmulegar aðstæður að fólk sé komið í fangelsi. Það á sér alltaf einhvern aðdraganda sem er sorglegur. Í einhverjum tilfellum er fólk á þeim stað í lífinu að það er ákveðin lausn að koma í fangelsi og við viljum grípa utan um fólk, taka utan um það.” Guðrún ásamt Páli Winkel, fangelsismálastjóra og Halldóri Val Pálssyni, forstöðumanni á Litla Hrauni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og aðeins meira frá Litla Hrauni því dómsmálaráðherra fékk þar gefins númeraplötu með nafni sínu. „Hér leystu fangarnir mig út með gjöf, gáfu mér þessa flottu númeraplötu en ég held að ég verði að hafa hana á skrifstofunni í ráðuneytinu því ég má ekki setja á bílinn því það var einhver á undan mér að taka Guðrún á bílinn sinn,” sagði Guðrún. Flaggað var fyrir ráðherrann og hennar fólk þegar það mætti á Litla Hraun.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira