„Þessi aðgerð tókst bara prýðilega“ Árni Sæberg skrifar 6. september 2023 21:01 Fjölnir Sæmundsson gefur lítið fyrir gagnrýni á störf lögreglu. Vísir/Vilhelm Formaður Landssambands lögreglumanna vísar samlíkingu annars mótmælandans um borð í hvalveiðiskipum Hvals, þar sem lögreglunni hér á landi er líkt við lögregluna í Íran, á bug. Hann telur aðgerðir lögreglu í tengslum við mótmælin hafa gengið vel. Anahita Babei, önnur kvennanna sem komu sér fyrir í tunnum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 að morgni mánudags til þess að stöðva för þeirra, er ættuð frá Íran og hefur líkt framkomu lögreglumanna á mánudagsmorgun við framkomu kollega þeirra í Íran. „Ég er frá Íran og ég hef sætt slæmri meðferð lögreglu sem aðgerðarsinni í Íran. Það var hneykslanlegt að eitthvað slíkt myndi gerast á Íslandi,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, var spurður í Reykjavík síðdegis í dag hvort slík ummæli særðu hluteigandi lögreglumenn. „Ég var nú dálítið hissa en ég get ekki sagt að ég taki þetta nærri mér, þetta er eitthvað svo fáránleg samlíking. Ég ræddi við nokkra lögreglumenn og þeir sögðust vera ýmsu vanir og ekki taka þetta nærri sér, enda er ég ekki viss um að í Íran hefði nokkur fengið að vera svona lengi uppi í turni á skipi.“ Þá segir hann að aðgerðir lögreglu hafi gengið vel og að lögreglumenn hafi ekki farið út fyrir meðalhóf. Bakpokinn tekinn þegar reynt var að ná Anahitu upp úr tunnunni Fjölnir segir að þeir lögreglumenn sem hann hefur rætt við lýsi því sem svo að samskipti við konurnar tvær hafi farið fram í rólegheitum og að þeim hafi verið boðin læknisaðstoð ef þær kæmu niður. Lögregla hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir það að hafa tekið bakpoka með mikilvægum vistum af Anahitu, með þeim afleiðingum að hún fékk hvorki vott né þurrt meginþorrann af þeim 33 klukkustundum sem hún varði í tunnunni. „Hann tekur þarna bakpoka og eitthvað af henni en þá voru þeir að reyna að ná henni upp líka. Þannig að það gerist held ég í þeirri atburðarás,“ segir Fjölnir. Myndskeið af atburðarásinni má sjá hér að neðan: Þannig að þetta er ekki mjög íranskt að heyra? „Nei bara ekki neitt, ekki frekar en [eins og hjá] lögreglunni í Bandaríkjunum eða eitthvað. Þessi aðgerð tókst bara prýðilega og ég heyrði ekki annað en að þessum mótmælendum þarna uppi fyndist þetta leysast bara prýðilega og mættu á lögreglustöð og gengu frá sínum málum og gengu síðan frjálsar út,“ segir Fjölnir. Hvalveiðar Lögreglan Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. 6. september 2023 10:25 Tóku bakpokann af konunni til að flýta fyrir mótmælalokum Hvalur hf. hefur kært konurnar tvær sem mótmæltu hvalveiðum í tunnum í möstrum hvalskipa félagsins til lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir ekki mannréttindabrot að taka bakpoka af fólki sem hafi gerst brotlegt við lög. 5. september 2023 15:56 „Maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mannréttindabrot“ Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands veltir því fyrir sér hvort lögregla hafi brotið á mannréttindum annars mótmælandans í hvalveiðiskipinu með því að hafa svipt hana eigum sínum. Þá þurfi það að koma til alvarlegrar skoðunar hvort lögreglan hafi gætt meðalhófs í málinu. Fólk missi ekki mannréttindi sín við að viðhafa borgaralega óhlýðni. 5. september 2023 13:37 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Anahita Babei, önnur kvennanna sem komu sér fyrir í tunnum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 að morgni mánudags til þess að stöðva för þeirra, er ættuð frá Íran og hefur líkt framkomu lögreglumanna á mánudagsmorgun við framkomu kollega þeirra í Íran. „Ég er frá Íran og ég hef sætt slæmri meðferð lögreglu sem aðgerðarsinni í Íran. Það var hneykslanlegt að eitthvað slíkt myndi gerast á Íslandi,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, var spurður í Reykjavík síðdegis í dag hvort slík ummæli særðu hluteigandi lögreglumenn. „Ég var nú dálítið hissa en ég get ekki sagt að ég taki þetta nærri mér, þetta er eitthvað svo fáránleg samlíking. Ég ræddi við nokkra lögreglumenn og þeir sögðust vera ýmsu vanir og ekki taka þetta nærri sér, enda er ég ekki viss um að í Íran hefði nokkur fengið að vera svona lengi uppi í turni á skipi.“ Þá segir hann að aðgerðir lögreglu hafi gengið vel og að lögreglumenn hafi ekki farið út fyrir meðalhóf. Bakpokinn tekinn þegar reynt var að ná Anahitu upp úr tunnunni Fjölnir segir að þeir lögreglumenn sem hann hefur rætt við lýsi því sem svo að samskipti við konurnar tvær hafi farið fram í rólegheitum og að þeim hafi verið boðin læknisaðstoð ef þær kæmu niður. Lögregla hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir það að hafa tekið bakpoka með mikilvægum vistum af Anahitu, með þeim afleiðingum að hún fékk hvorki vott né þurrt meginþorrann af þeim 33 klukkustundum sem hún varði í tunnunni. „Hann tekur þarna bakpoka og eitthvað af henni en þá voru þeir að reyna að ná henni upp líka. Þannig að það gerist held ég í þeirri atburðarás,“ segir Fjölnir. Myndskeið af atburðarásinni má sjá hér að neðan: Þannig að þetta er ekki mjög íranskt að heyra? „Nei bara ekki neitt, ekki frekar en [eins og hjá] lögreglunni í Bandaríkjunum eða eitthvað. Þessi aðgerð tókst bara prýðilega og ég heyrði ekki annað en að þessum mótmælendum þarna uppi fyndist þetta leysast bara prýðilega og mættu á lögreglustöð og gengu frá sínum málum og gengu síðan frjálsar út,“ segir Fjölnir.
Hvalveiðar Lögreglan Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. 6. september 2023 10:25 Tóku bakpokann af konunni til að flýta fyrir mótmælalokum Hvalur hf. hefur kært konurnar tvær sem mótmæltu hvalveiðum í tunnum í möstrum hvalskipa félagsins til lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir ekki mannréttindabrot að taka bakpoka af fólki sem hafi gerst brotlegt við lög. 5. september 2023 15:56 „Maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mannréttindabrot“ Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands veltir því fyrir sér hvort lögregla hafi brotið á mannréttindum annars mótmælandans í hvalveiðiskipinu með því að hafa svipt hana eigum sínum. Þá þurfi það að koma til alvarlegrar skoðunar hvort lögreglan hafi gætt meðalhófs í málinu. Fólk missi ekki mannréttindi sín við að viðhafa borgaralega óhlýðni. 5. september 2023 13:37 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. 6. september 2023 10:25
Tóku bakpokann af konunni til að flýta fyrir mótmælalokum Hvalur hf. hefur kært konurnar tvær sem mótmæltu hvalveiðum í tunnum í möstrum hvalskipa félagsins til lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir ekki mannréttindabrot að taka bakpoka af fólki sem hafi gerst brotlegt við lög. 5. september 2023 15:56
„Maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mannréttindabrot“ Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands veltir því fyrir sér hvort lögregla hafi brotið á mannréttindum annars mótmælandans í hvalveiðiskipinu með því að hafa svipt hana eigum sínum. Þá þurfi það að koma til alvarlegrar skoðunar hvort lögreglan hafi gætt meðalhófs í málinu. Fólk missi ekki mannréttindi sín við að viðhafa borgaralega óhlýðni. 5. september 2023 13:37