Drónaárásir í Rússlandi og Úkraínumenn fá umdeild skotfæri Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. september 2023 07:31 Skotfæri svipaðrar gerðar og um ræðir. Staff Sgt. Nicholas Perez/U.S. Air National Guard via AP Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í nótt á rússnesku landsvæði. Borist hafa fregnir af árásum á miðborg Rostov við Don og einnig í grennd við höfuðborgina Moskvu. Landsstjóri Rostov segir að einn hafi slasast í árásunum og að nokkrir bílar séu skemmdir. Um hafi verið að ræða tvo dróna sem báðir hafi verið skotnir niður að lokum. Þá segir borgarstjóri Moskvu að að dróni hafi verið skotinn niður í úthvergi borgarinnar í nótt og að ekkert tjón hafi hlotist af því. Bandaríkjamenn hafa nú staðfest opinberlega að þeir ætli að senda Úkraínumönnum skotfæri sem gerð eru úr rýrðu úrani en þetta var tilkynnt á sama tíma og utanríkisráðherrann Antony Blinken heimsótti Kænugarð. Slík skotfæri eru afar umdeild og hafa Rússar þegar fordæmt fyrirætlanirnar. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams-skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum. Rýrt úran er aukaafurð auðgunar úrans og er notað í skotfæri sem þessi vegna þess hve þéttur málmurinn er. Það gerir skotum úr rýrðu úrani kleift að rjúfa hefðbundnar brynvarnir auðveldar. Gagnrýnendur halda því fram að af þeim stafi mengun. Innöndun ryks úrans geti valdið krabbameini og fæðingargöllum. Rýrt úran er geislavirkt en mun minna geislavirkt en náttúrulegt úran. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að rannsóknir í fyrrverandi Júgóslavíu, Kúvæt, Írak og Líbanon, þar sem skot eins og þau sem um ræðir hafa verið notuð í miklu magni, sýni að íbúum stafi ekki ógn af þeim ögnum sem notkun þeirra skilur eftir. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum. 2. september 2023 21:36 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Borist hafa fregnir af árásum á miðborg Rostov við Don og einnig í grennd við höfuðborgina Moskvu. Landsstjóri Rostov segir að einn hafi slasast í árásunum og að nokkrir bílar séu skemmdir. Um hafi verið að ræða tvo dróna sem báðir hafi verið skotnir niður að lokum. Þá segir borgarstjóri Moskvu að að dróni hafi verið skotinn niður í úthvergi borgarinnar í nótt og að ekkert tjón hafi hlotist af því. Bandaríkjamenn hafa nú staðfest opinberlega að þeir ætli að senda Úkraínumönnum skotfæri sem gerð eru úr rýrðu úrani en þetta var tilkynnt á sama tíma og utanríkisráðherrann Antony Blinken heimsótti Kænugarð. Slík skotfæri eru afar umdeild og hafa Rússar þegar fordæmt fyrirætlanirnar. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams-skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum. Rýrt úran er aukaafurð auðgunar úrans og er notað í skotfæri sem þessi vegna þess hve þéttur málmurinn er. Það gerir skotum úr rýrðu úrani kleift að rjúfa hefðbundnar brynvarnir auðveldar. Gagnrýnendur halda því fram að af þeim stafi mengun. Innöndun ryks úrans geti valdið krabbameini og fæðingargöllum. Rýrt úran er geislavirkt en mun minna geislavirkt en náttúrulegt úran. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að rannsóknir í fyrrverandi Júgóslavíu, Kúvæt, Írak og Líbanon, þar sem skot eins og þau sem um ræðir hafa verið notuð í miklu magni, sýni að íbúum stafi ekki ógn af þeim ögnum sem notkun þeirra skilur eftir.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum. 2. september 2023 21:36 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum. 2. september 2023 21:36