Freista þess að tryggja að nafn Trump rati ekki á kjörseðla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. september 2023 09:12 Gera má ráð fyrir að fleiri áþekk mál verði höfðuð en flestir telja ólíklegt að þau muni skila jákvæðri niðurstöðu. AP/Evan Vucci Sex kjósendur í Colorado í Bandaríkjunum hafa höfðað mál til að freista þess að koma í veg fyrir að nafn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, nái inn á atkvæðaseðilinn í ríkinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Kjósendurnir fara fram á að dómstóllinn í málinu komist að þeirri niðurstöðu að Trump sé ekki kjörgengur sökum framgöngu sinnar í aðdraganda uppþotsins við þinghúsið í Washington 6. janúar 2021 og á meðan það stóð yfir. Biðla þeir til dómstólsins að útrýma óvissu hvað þetta varðar. Umræða hefur aukist um kjörgengi Trump síðustu vikur, ekki síst eftir að tveir íhaldssamir lagaprófessorar færðu fyrir því rök í grein í ágúst síðastliðnum að framganga Trump jafngilti uppreisn eða byltingu (e. insurrection). Trump hvatti bæði stuðningsmenn sína og Mike Pence, þáverandi varaforseta, til að gera það sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden eftir nýafstaðnar forsetakosningar. Six voters filed a lawsuit seeking to keep Donald Trump off Colorado ballots under the 14th Amendment, which says anyone who engaged in insurrection or rebellion against the Constitution after taking an oath to defend it is ineligible to hold office. https://t.co/eJNRTSadoo— The New York Times (@nytimes) September 6, 2023 Sá er hvetur til uppreisnar eða byltingar eftir að hafa svarið þess eið að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna er ekki kjörgengur í forsetakosningum, samkvæmt 14. viðauka stjórnarskrárinnar. Sérfræðingar benda hins vegar á að ekki hafi reynt á umrætt ákvæði á okkar tímum. Útlit er fyrir að reynt verði á kjörgengi Trump víðar en í Colorado en þeir sem höfðuðu málið þar segjast vilja tryggja að rétt kjósenda til að greiða kjörgengum frambjóðanda atkvæði. Sexmenningarnir eru bæði úr röðum Repúblikana og óháðir. Dómstólar sem munu fjalla um kjörgengi Trump þurfa meðal annars að útkljá það hvað telst vera uppreisn eða bylting, hver sé hæfur til að höfða mál er varðar kjörgengi og hver hafi vald til að framfylgja úrskurðinum ef niðurstaðan er sú að Trump er ekki kjörgengur. Flestir telja langsótt að reyna að fella Trump með þessum hætti, enda myndi hann áfrýja óvilhöllum dómum og málið líklega enda fyrir hæstarétti. Þar sitja þrír dómarar skipaðir af Trump. Einnig er mögulegt að málin séu ótímabær, þar sem frambjóðendur hafa ekki enn sótt um að verða settir á kjörseðla ríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Kjósendurnir fara fram á að dómstóllinn í málinu komist að þeirri niðurstöðu að Trump sé ekki kjörgengur sökum framgöngu sinnar í aðdraganda uppþotsins við þinghúsið í Washington 6. janúar 2021 og á meðan það stóð yfir. Biðla þeir til dómstólsins að útrýma óvissu hvað þetta varðar. Umræða hefur aukist um kjörgengi Trump síðustu vikur, ekki síst eftir að tveir íhaldssamir lagaprófessorar færðu fyrir því rök í grein í ágúst síðastliðnum að framganga Trump jafngilti uppreisn eða byltingu (e. insurrection). Trump hvatti bæði stuðningsmenn sína og Mike Pence, þáverandi varaforseta, til að gera það sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden eftir nýafstaðnar forsetakosningar. Six voters filed a lawsuit seeking to keep Donald Trump off Colorado ballots under the 14th Amendment, which says anyone who engaged in insurrection or rebellion against the Constitution after taking an oath to defend it is ineligible to hold office. https://t.co/eJNRTSadoo— The New York Times (@nytimes) September 6, 2023 Sá er hvetur til uppreisnar eða byltingar eftir að hafa svarið þess eið að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna er ekki kjörgengur í forsetakosningum, samkvæmt 14. viðauka stjórnarskrárinnar. Sérfræðingar benda hins vegar á að ekki hafi reynt á umrætt ákvæði á okkar tímum. Útlit er fyrir að reynt verði á kjörgengi Trump víðar en í Colorado en þeir sem höfðuðu málið þar segjast vilja tryggja að rétt kjósenda til að greiða kjörgengum frambjóðanda atkvæði. Sexmenningarnir eru bæði úr röðum Repúblikana og óháðir. Dómstólar sem munu fjalla um kjörgengi Trump þurfa meðal annars að útkljá það hvað telst vera uppreisn eða bylting, hver sé hæfur til að höfða mál er varðar kjörgengi og hver hafi vald til að framfylgja úrskurðinum ef niðurstaðan er sú að Trump er ekki kjörgengur. Flestir telja langsótt að reyna að fella Trump með þessum hætti, enda myndi hann áfrýja óvilhöllum dómum og málið líklega enda fyrir hæstarétti. Þar sitja þrír dómarar skipaðir af Trump. Einnig er mögulegt að málin séu ótímabær, þar sem frambjóðendur hafa ekki enn sótt um að verða settir á kjörseðla ríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira