Sandra lítið spilað en er valin í landsliðið: „Stend og fell með þessari ákvörðun“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 13:45 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður Vísir/Samsett mynd Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í íslenska landsliðið í fótbolta, fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild UEFA, eftir að hafa tekið markmannshanskana af hillunni og gefið kost á sér í landsliðið á ný. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segist standa og falla með ákvörðuninni að taka Söndru inn í landsliðið á nýjan leik þrátt fyrir að hún hafi spilað fáa leiki undanfarið. Þorsteinn sat fyrir svörum á blaðmannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en framundan eru fyrstu tveir leikir liðsins í Þjóðadeild UEFA og var landsliðshópur Íslands fyrir þá leiki opinberaður í dag. „Mesta umræðan verður væntanlega um endurkomu Söndru,“ sagði Þorsteinn í formála áður en kom að spurningum blaðamanna á fundi dagsins og átti þar við endurkomu markvarðarins reynda, Söndru Sigurðardóttur. „Hún kemur aftur inn þrátt fyrir að vera ekki búin að spila mikið undanfarið. Síðan að ég tók við liðinu hef ég verið að reyna fjölga möguleikum okkar í markvarðarstöðunni. Cecilía hefur verið að spila stórt hlutverk hjá okkur í undankeppninni og við höfum verið að undirbúa það að hún taki við keflinu. Að sama skapi höfum við verið að undirbúa Thelmu (Ívarsdóttur, markvörð Breiðabliks) í að vera með Cecilíu í þessu. Svo meiðist Cecilía og þá stöndum við eftir með markmann með fjóra landsleiki.“ Þorsteinn segist vilja hafa Söndru með í þessu verkefni vegna reynslu hennar, þetta sé ekki lausn til framtíðar. „Ég taldi að vera betra fyrir markmennina að þeir fengju stuðning frá henni og hún væri partur af þessu. Ef við erum að fara inn í krefjandi leiki og eitthvað kemur upp á þá erum við kannski með markmenn sem eiga enga landsleiki. Það er engin draumastaða þó svo að það gæti alveg gengið. Ég vildi þó eiga þennan varnagla.“ Aðspurður enn frekar um þessa ákvörðun hafði Þorsteinn þetta að segja: „Ég vil fara inn í verkefnið með ákveðna reynslu, mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli. Þegar að maður er þjálfari þá þarf maður að taka erfiðar ákvarðanir, ég stend og fell með þessari ákvörðun. Ég hef rætt þetta við marga í kringum mig, það hefur engin sagt við mig að þetta sé röng ákvörðun hjá mér. Sandra hefur spilað þrjá leiki á yfirstandandi tímabili frá því að hún tók markmannshanskana af hillunni. Tvo með Grindavík í Lengjudeildinni og einn með Val í Bestu deild kvenna. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Fleiri fréttir Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Sjá meira
Þorsteinn sat fyrir svörum á blaðmannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en framundan eru fyrstu tveir leikir liðsins í Þjóðadeild UEFA og var landsliðshópur Íslands fyrir þá leiki opinberaður í dag. „Mesta umræðan verður væntanlega um endurkomu Söndru,“ sagði Þorsteinn í formála áður en kom að spurningum blaðamanna á fundi dagsins og átti þar við endurkomu markvarðarins reynda, Söndru Sigurðardóttur. „Hún kemur aftur inn þrátt fyrir að vera ekki búin að spila mikið undanfarið. Síðan að ég tók við liðinu hef ég verið að reyna fjölga möguleikum okkar í markvarðarstöðunni. Cecilía hefur verið að spila stórt hlutverk hjá okkur í undankeppninni og við höfum verið að undirbúa það að hún taki við keflinu. Að sama skapi höfum við verið að undirbúa Thelmu (Ívarsdóttur, markvörð Breiðabliks) í að vera með Cecilíu í þessu. Svo meiðist Cecilía og þá stöndum við eftir með markmann með fjóra landsleiki.“ Þorsteinn segist vilja hafa Söndru með í þessu verkefni vegna reynslu hennar, þetta sé ekki lausn til framtíðar. „Ég taldi að vera betra fyrir markmennina að þeir fengju stuðning frá henni og hún væri partur af þessu. Ef við erum að fara inn í krefjandi leiki og eitthvað kemur upp á þá erum við kannski með markmenn sem eiga enga landsleiki. Það er engin draumastaða þó svo að það gæti alveg gengið. Ég vildi þó eiga þennan varnagla.“ Aðspurður enn frekar um þessa ákvörðun hafði Þorsteinn þetta að segja: „Ég vil fara inn í verkefnið með ákveðna reynslu, mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli. Þegar að maður er þjálfari þá þarf maður að taka erfiðar ákvarðanir, ég stend og fell með þessari ákvörðun. Ég hef rætt þetta við marga í kringum mig, það hefur engin sagt við mig að þetta sé röng ákvörðun hjá mér. Sandra hefur spilað þrjá leiki á yfirstandandi tímabili frá því að hún tók markmannshanskana af hillunni. Tvo með Grindavík í Lengjudeildinni og einn með Val í Bestu deild kvenna.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Fleiri fréttir Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Sjá meira