Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2023 14:56 Elon Musk er sagður hafa óttast kjarnorkuvopnaárás Rússa, eftir að hann ræddi við háttsetta rússneska embættismenn. AP/Susan Walsh Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink. Þegar drónarnir nálguðust flotann misstu stjórnendur þeirra samband við þá og á endanum rak þá á land á Krímskaga. Þetta kemur fram í nýrri bók sem verið er að skrifa um ævi auðjöfursins. Í bókinni segir að Musk hafi byggt ákvörðun sína á ótta við að Rússar myndu svara árásinni með kjarnorkuvopnum en hann komst að þeirri niðurstöðu, samkvæmt höfundi bókarinnar og segir í frétt CNN, eftir samtöl við háttsetta rússneska embættismenn. Umrædd bók er skrifuð af Walter Isaacson en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa skrifað bók um ævisögu Steve Jobs. Hann fékk að fylgja Musk eftir um nokkuð skeið vegna bókarinnar. Reiða mikið á Starlink Í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu notuðu þeir tölvuárásir til að fella samskiptakerfi Úkraínumanna. Musk samþykkti að veita Úkraínumönnum aðgang að Starlink en frá því hafa þeir að mestu leyti stuðst við það kerfi fyrir öll þeirra samskipti. Starlink-kerfið er rekið af fyrirtækinu SpaceX, sem er að fullu í eigu Musks. Starfsmenn fyrirtækisins hafa sent þúsundir smárra gervihnatta á braut um jörðu og eru þeir notaðir veita fólki aðgang að netinu nánast hvar sem er. Sjá einnig: Fjöldi gervihnatta á braut um jörðu talinn ósjálfbær Þegar Úkraínumenn byrjuðu að nota tenginguna frá Starlink til árása á Rússa fór Musk að efast um upprunalegu ákvörðun sína, samkvæmt Isaacson. „Hvernig er ég í þessu stríði?“ spurði Musk rithöfundinn. Hann sagði að Starlink hefði ekki verið búið til fyrir hernað, heldur til að horfa á Netflix, nota við skólagöngu og friðsama hluti. Ekki drónaárásir. CNN segir að innan skamms hafi Musk átt í samskiptum við Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, Mark Milley, formann herforingjaráðs Bandaríkjanna, og sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Mykhailo Fedorov, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, hafði einnig beðið Musk um að kveikja aftur á Starlink. Isaacson segir að Musk hafi svaraði Fedorov á þann veg að Úkraínumenn hefðu gengið of langt og ættu á hættu að tapa stríðinu gegn Rússum. Því vildi hann ekki kveikja aftur á Starlink við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega af Úkraínu árið 2014. SpaceX hafði varið milljónum af peningum fyrirtækisins í að senda búnað til Úkraínu og síðasta haust sagði Musk að hann ætlaði ekki að fjármagna þessa þjónustu áfram. Hann virtist þó hætta við og tísti: „Fjandinn hafi það. Þó að Starlink sé að tapa peningum og önnur fyrirtæki fá milljarðatugi í boði skattgreiðenda - við höldum bara áfram að fjármagna ríkisstjórn Úkraínu.“ Í bók Isaacson segir að Gwynne Shotwell, forstjóri SpaceX, hafi reiðs Musk mjög, því hún hafi verið við það að fá 145 milljóna dala greiðslu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Rithöfundurinn segir þó að í framhaldinu hafi forsvarsmenn SpaceX komist að samkomulagi við bakhjarla Úkraínu í Bandaríkjunum og Evrópu. Uppfært: Musk heldur því fram í færslum á samfélagsmiðli sínum X að hann hafi ekki slökkt á aðgengi Úkraínumanna að internetinu við Krímskaga. Þess í stað hafi aldrei verið kveikt á því og að hann hafi hafnað beiðni Úkraínumanna um að kveikja kerfinu. Í færslunum segir hann að tilgangurinn hafi augljóslega verið að sökkva Svartahafsflota Rússa við ankeri í Sevastopol og lýsti hann því sem stríðsaðgerð og stigmögnun. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin SpaceX Tengdar fréttir Sextán borgarar féllu í árás Rússa Að minnsta kosti sextán borgarar létu lífið og 31 særðist þegar eldflaug lenti á markaði í borginni Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu í dag. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa hafa skotið eldflauginni en sprengingin náðist á myndband. 6. september 2023 15:13 Rýnt í gagnsóknina: Enginn endir í sjónmáli Þrír mánuðir eru liðnir frá upphafi gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu, auk þess sem þeir hafa sótt fram í austri, nærri Bakhmut. Gagnsóknin hefur gengið hægar en Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra vonuðust til og er það að mestu rakið til umfangsmikilla varna Rússa. 6. september 2023 08:01 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Þegar drónarnir nálguðust flotann misstu stjórnendur þeirra samband við þá og á endanum rak þá á land á Krímskaga. Þetta kemur fram í nýrri bók sem verið er að skrifa um ævi auðjöfursins. Í bókinni segir að Musk hafi byggt ákvörðun sína á ótta við að Rússar myndu svara árásinni með kjarnorkuvopnum en hann komst að þeirri niðurstöðu, samkvæmt höfundi bókarinnar og segir í frétt CNN, eftir samtöl við háttsetta rússneska embættismenn. Umrædd bók er skrifuð af Walter Isaacson en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa skrifað bók um ævisögu Steve Jobs. Hann fékk að fylgja Musk eftir um nokkuð skeið vegna bókarinnar. Reiða mikið á Starlink Í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu notuðu þeir tölvuárásir til að fella samskiptakerfi Úkraínumanna. Musk samþykkti að veita Úkraínumönnum aðgang að Starlink en frá því hafa þeir að mestu leyti stuðst við það kerfi fyrir öll þeirra samskipti. Starlink-kerfið er rekið af fyrirtækinu SpaceX, sem er að fullu í eigu Musks. Starfsmenn fyrirtækisins hafa sent þúsundir smárra gervihnatta á braut um jörðu og eru þeir notaðir veita fólki aðgang að netinu nánast hvar sem er. Sjá einnig: Fjöldi gervihnatta á braut um jörðu talinn ósjálfbær Þegar Úkraínumenn byrjuðu að nota tenginguna frá Starlink til árása á Rússa fór Musk að efast um upprunalegu ákvörðun sína, samkvæmt Isaacson. „Hvernig er ég í þessu stríði?“ spurði Musk rithöfundinn. Hann sagði að Starlink hefði ekki verið búið til fyrir hernað, heldur til að horfa á Netflix, nota við skólagöngu og friðsama hluti. Ekki drónaárásir. CNN segir að innan skamms hafi Musk átt í samskiptum við Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, Mark Milley, formann herforingjaráðs Bandaríkjanna, og sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Mykhailo Fedorov, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, hafði einnig beðið Musk um að kveikja aftur á Starlink. Isaacson segir að Musk hafi svaraði Fedorov á þann veg að Úkraínumenn hefðu gengið of langt og ættu á hættu að tapa stríðinu gegn Rússum. Því vildi hann ekki kveikja aftur á Starlink við Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega af Úkraínu árið 2014. SpaceX hafði varið milljónum af peningum fyrirtækisins í að senda búnað til Úkraínu og síðasta haust sagði Musk að hann ætlaði ekki að fjármagna þessa þjónustu áfram. Hann virtist þó hætta við og tísti: „Fjandinn hafi það. Þó að Starlink sé að tapa peningum og önnur fyrirtæki fá milljarðatugi í boði skattgreiðenda - við höldum bara áfram að fjármagna ríkisstjórn Úkraínu.“ Í bók Isaacson segir að Gwynne Shotwell, forstjóri SpaceX, hafi reiðs Musk mjög, því hún hafi verið við það að fá 145 milljóna dala greiðslu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Rithöfundurinn segir þó að í framhaldinu hafi forsvarsmenn SpaceX komist að samkomulagi við bakhjarla Úkraínu í Bandaríkjunum og Evrópu. Uppfært: Musk heldur því fram í færslum á samfélagsmiðli sínum X að hann hafi ekki slökkt á aðgengi Úkraínumanna að internetinu við Krímskaga. Þess í stað hafi aldrei verið kveikt á því og að hann hafi hafnað beiðni Úkraínumanna um að kveikja kerfinu. Í færslunum segir hann að tilgangurinn hafi augljóslega verið að sökkva Svartahafsflota Rússa við ankeri í Sevastopol og lýsti hann því sem stríðsaðgerð og stigmögnun.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin SpaceX Tengdar fréttir Sextán borgarar féllu í árás Rússa Að minnsta kosti sextán borgarar létu lífið og 31 særðist þegar eldflaug lenti á markaði í borginni Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu í dag. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa hafa skotið eldflauginni en sprengingin náðist á myndband. 6. september 2023 15:13 Rýnt í gagnsóknina: Enginn endir í sjónmáli Þrír mánuðir eru liðnir frá upphafi gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu, auk þess sem þeir hafa sótt fram í austri, nærri Bakhmut. Gagnsóknin hefur gengið hægar en Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra vonuðust til og er það að mestu rakið til umfangsmikilla varna Rússa. 6. september 2023 08:01 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Sextán borgarar féllu í árás Rússa Að minnsta kosti sextán borgarar létu lífið og 31 særðist þegar eldflaug lenti á markaði í borginni Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu í dag. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa hafa skotið eldflauginni en sprengingin náðist á myndband. 6. september 2023 15:13
Rýnt í gagnsóknina: Enginn endir í sjónmáli Þrír mánuðir eru liðnir frá upphafi gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu, auk þess sem þeir hafa sótt fram í austri, nærri Bakhmut. Gagnsóknin hefur gengið hægar en Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra vonuðust til og er það að mestu rakið til umfangsmikilla varna Rússa. 6. september 2023 08:01