Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur R. 35-26 | Valur kafsigldi Víking þegar líða tók á leikinn Hjörvar Ólafsson skrifar 7. september 2023 20:56 Viktor Sigurðsson gekk til liðs við Val frá ÍR fyrir tímabilið. Vísir/Pawel Valur bar sigurorð af Víkingi, 35-26, þegar liðið fékk nýliða Víkings í heimsókn í fyrstu umferð í Olísdeild karla í handbolta í Origo-höllina að Hlíðarenda í kvöld. Víkingur hélt í við Valsliðið framan af fyrri hálfleik og staðan var jöfn, 9-9, þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá skellti Björgvin Páll Gústavsson Valsmarkinu í lás og lagði grunninn að því að Valur fór með 17-10 forystu inn í hálfleikinn. Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot í leiknum. Vísir/Pawel Svipaður munur hélst á liðunum í seinni hálfleik og Valsmenn sigldu að lokum sannfærandi níu marka sigri í höfn. Alexander Petersson spilaði sinn fyrsta deildarleik hérlendis í 20 ár en hann hóf leikinn í hægra horninu og færði svo yfir í skyttustöðuna. Þá stóð hann einni vörnina af miklum myndarbrag. Þessi 43 ára gamli leikmaður sýndi það í þessum leik að það er nóg eftir á tanknum hjá honum. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði átta mörk í kvöld.Vísir/Pawel Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í liði Vals með átta mörk en fimm þeirra komu úr vítaköstum. Allan Norðberg kom næstur hjá Val með fimm mörk og Vignir Stefánsson lagði fjögur mörk á vogarskálina. Vignir Stefánsson nýtti fjögur af þeim fimm skotum sem hann tók. Vísir/Pawel Styrmir Sigurðarson og Stefán Scheving Guðmundsson voru hins vegar atkvæðamestir hjá Víkingi en Stefán Scheving skoraði fimm mörk og Styrmir bætti fjórum mörkum við í sarpinn. Allað Norðberg og Ísak Gústafsson léku sinn fyrsta deildarleik í Valstreyjunni í kvöld. Vísir/Pawel Alexander: Fannst við geta unnið stærra „Við gerðum nóg í þessum leik en mér fannst að sigurinn hefði getað orðið stærri. Við þurfum að spila mun betur ef við ætlum að ná í sigur á móti FH í næstu umferð. Þetta var hins vegar fín upphitun fyrir þann leik. Við náðum í sigur og það er það sem skiptir máli,“ sagði Alexander Petersson að leik loknum. „Það verður gaman að mæta FH. Þeir eru með sterkt lið, lítið breytt lið frá því í fyrra og búnir að bæta við Aroni Pálmarssyni sem bætir liðið augljóslega mjög mikið. Við erum mjög spenntir fyrir því að taka á móti þeim hérna í Origo-höllina,“ sagði hann um næsta verkefni Valsliðsins. Alexander skorar hér eitt af þremur mörkum sínum. Vísir/Pawel Jón Gunnlaugur: Vorum of mikið einum færri „Við byrjum leikinn vel en erum svo útaf í átta mínútur á þeim kafla þar sem þeir ná upp sjö marka forystu. Það er mjög erfitt á móti jafn sterku liði og Valur hefur á að skipa að vera svona mikið í undirtölu,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings. „Ég er hins vegar ánægður með þá leikmenn sem komu inn af varamannabekknum og gáfu okkur kraft í seinni hálfleiknum. Það sýnir kannski að við séum með fína breidd í þessari deild. Við getum tekið jákvæða hluti úr þessum leik og svo er annað sem við þurfum að laga,“ sagði hann enn fremur. Jón Gunnlaugur Viggósson fer yfir málin á hliðarlínunni. Vísir(Pawel Af hverju vann Valur? Björgvin Páll varði vel á bakvið þétta vörn Valsara. Þá var sóknarleikur Hlíðarendaliðsins agaður og heimamenn fengu framlag úr öllum áttum. Breiddin hjá Val skilaði sér svo í því að liðið gat haldið uppi tempóinu í seinni hálfleik og hamrað heita járnið. Hverjir sköruðu fram úr? Eins og áður segir fer Björgvin Páll vel af stað á þessu keppnistímabili. Allan Norðberg og Vignir Stefánsson voru svo öflugir í hornunum en þeir nutu góð af sterkri vörn Vals. Markverðir Víkings, Sverrir Andrésson og Daníel Andri Valtýsson, gerðu hvað þeir gátu til þess að halda gestunum inni í leiknum. Tjörvi Týr Gíslason var sterkur í miðri vörn Vals. Vísir/Pawel Hvað gekk illa? Víkingsliðið sýndi góða kafla í þessum leik en færanýtingin var ekki nógu góð. Það varð til þess að leikmenn Vals fengu þó nokkur auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju. Hvað gerist næst? Valur fær FH í heimsókn í Origo-höllina í stórleik næstu umferðar á mánudagskvöldið kemur. Víkingur etur hins vegar kappi við ÍBV á heimavelli sínum í Safamýrinni á föstudaginn eftir rúma viku. Valsmenn fagna sigrinum vel og innilega. Vísir/Pawel Olís-deild karla Valur Víkingur Reykjavík
Valur bar sigurorð af Víkingi, 35-26, þegar liðið fékk nýliða Víkings í heimsókn í fyrstu umferð í Olísdeild karla í handbolta í Origo-höllina að Hlíðarenda í kvöld. Víkingur hélt í við Valsliðið framan af fyrri hálfleik og staðan var jöfn, 9-9, þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá skellti Björgvin Páll Gústavsson Valsmarkinu í lás og lagði grunninn að því að Valur fór með 17-10 forystu inn í hálfleikinn. Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot í leiknum. Vísir/Pawel Svipaður munur hélst á liðunum í seinni hálfleik og Valsmenn sigldu að lokum sannfærandi níu marka sigri í höfn. Alexander Petersson spilaði sinn fyrsta deildarleik hérlendis í 20 ár en hann hóf leikinn í hægra horninu og færði svo yfir í skyttustöðuna. Þá stóð hann einni vörnina af miklum myndarbrag. Þessi 43 ára gamli leikmaður sýndi það í þessum leik að það er nóg eftir á tanknum hjá honum. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði átta mörk í kvöld.Vísir/Pawel Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í liði Vals með átta mörk en fimm þeirra komu úr vítaköstum. Allan Norðberg kom næstur hjá Val með fimm mörk og Vignir Stefánsson lagði fjögur mörk á vogarskálina. Vignir Stefánsson nýtti fjögur af þeim fimm skotum sem hann tók. Vísir/Pawel Styrmir Sigurðarson og Stefán Scheving Guðmundsson voru hins vegar atkvæðamestir hjá Víkingi en Stefán Scheving skoraði fimm mörk og Styrmir bætti fjórum mörkum við í sarpinn. Allað Norðberg og Ísak Gústafsson léku sinn fyrsta deildarleik í Valstreyjunni í kvöld. Vísir/Pawel Alexander: Fannst við geta unnið stærra „Við gerðum nóg í þessum leik en mér fannst að sigurinn hefði getað orðið stærri. Við þurfum að spila mun betur ef við ætlum að ná í sigur á móti FH í næstu umferð. Þetta var hins vegar fín upphitun fyrir þann leik. Við náðum í sigur og það er það sem skiptir máli,“ sagði Alexander Petersson að leik loknum. „Það verður gaman að mæta FH. Þeir eru með sterkt lið, lítið breytt lið frá því í fyrra og búnir að bæta við Aroni Pálmarssyni sem bætir liðið augljóslega mjög mikið. Við erum mjög spenntir fyrir því að taka á móti þeim hérna í Origo-höllina,“ sagði hann um næsta verkefni Valsliðsins. Alexander skorar hér eitt af þremur mörkum sínum. Vísir/Pawel Jón Gunnlaugur: Vorum of mikið einum færri „Við byrjum leikinn vel en erum svo útaf í átta mínútur á þeim kafla þar sem þeir ná upp sjö marka forystu. Það er mjög erfitt á móti jafn sterku liði og Valur hefur á að skipa að vera svona mikið í undirtölu,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings. „Ég er hins vegar ánægður með þá leikmenn sem komu inn af varamannabekknum og gáfu okkur kraft í seinni hálfleiknum. Það sýnir kannski að við séum með fína breidd í þessari deild. Við getum tekið jákvæða hluti úr þessum leik og svo er annað sem við þurfum að laga,“ sagði hann enn fremur. Jón Gunnlaugur Viggósson fer yfir málin á hliðarlínunni. Vísir(Pawel Af hverju vann Valur? Björgvin Páll varði vel á bakvið þétta vörn Valsara. Þá var sóknarleikur Hlíðarendaliðsins agaður og heimamenn fengu framlag úr öllum áttum. Breiddin hjá Val skilaði sér svo í því að liðið gat haldið uppi tempóinu í seinni hálfleik og hamrað heita járnið. Hverjir sköruðu fram úr? Eins og áður segir fer Björgvin Páll vel af stað á þessu keppnistímabili. Allan Norðberg og Vignir Stefánsson voru svo öflugir í hornunum en þeir nutu góð af sterkri vörn Vals. Markverðir Víkings, Sverrir Andrésson og Daníel Andri Valtýsson, gerðu hvað þeir gátu til þess að halda gestunum inni í leiknum. Tjörvi Týr Gíslason var sterkur í miðri vörn Vals. Vísir/Pawel Hvað gekk illa? Víkingsliðið sýndi góða kafla í þessum leik en færanýtingin var ekki nógu góð. Það varð til þess að leikmenn Vals fengu þó nokkur auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju. Hvað gerist næst? Valur fær FH í heimsókn í Origo-höllina í stórleik næstu umferðar á mánudagskvöldið kemur. Víkingur etur hins vegar kappi við ÍBV á heimavelli sínum í Safamýrinni á föstudaginn eftir rúma viku. Valsmenn fagna sigrinum vel og innilega. Vísir/Pawel
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti