Hlutabréf í Apple falla vegna fregna af iPhone-banni í Kína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2023 08:46 Opinberir starfsmenn í Kína mega ekki lengur nota iPhone í vinnunni né í tengslum við vinnuna. epa/Wu Hao Hlutabréf í Apple hafa fallið um sex prósent, næstum 200 milljarða dala, á aðeins tveimur dögum. Ástæðan eru fregnir af því að stjórnvöld í Kína hafi bannað opinberum starfsmönnum að nota iPhone. Kína er þriðji stærsti markaður Apple og taldi 18 prósent af heildartekjum fyrirtækisins í fyrra. Þá eru flestar vörur Apple framleiddar í Kína, af fyrirtækinu Foxconn. Wall Street Journal greindi frá því á miðvikudag að opinberum starfsmönnum í Kína hefði verið bannað að nota iPhone í vinnunni og í tengslum við vinnuna. Þá sagði Bloomberg News frá því í gær að bannið næði líklega einnig til starfsmanna fyrirtækja í ríkiseigu og ríkisfjármagnaðra stofnana. Nýir iPhone, iPhone 15 og iPhone 15 Pro, verða kynntir til sögunnar 12. september næstkomandi. Kínverjar hafa ekki sent frá sér neinar tilkynningar vegna fregnanna né hefur Apple svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Samkvæmt BBC hafa hlutabréf nokkurra fyrirtækja sem sjá Apple fyrir íhlutum einnig lækkað nokkuð. Viðskiptastríð Kína og Bandaríkjamanna virðist vera að stigmagnast en stjórnvöld í Washington, og einni Japan og Hollandi, hafa takmarkað aðgengi Kínverja að nýrri örflögutækni. Kína brást við með því að takmarka útflutning á tveimur lykilhráefnum við framleiðslu hálfleiðara. Kína Apple Tækni Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kína er þriðji stærsti markaður Apple og taldi 18 prósent af heildartekjum fyrirtækisins í fyrra. Þá eru flestar vörur Apple framleiddar í Kína, af fyrirtækinu Foxconn. Wall Street Journal greindi frá því á miðvikudag að opinberum starfsmönnum í Kína hefði verið bannað að nota iPhone í vinnunni og í tengslum við vinnuna. Þá sagði Bloomberg News frá því í gær að bannið næði líklega einnig til starfsmanna fyrirtækja í ríkiseigu og ríkisfjármagnaðra stofnana. Nýir iPhone, iPhone 15 og iPhone 15 Pro, verða kynntir til sögunnar 12. september næstkomandi. Kínverjar hafa ekki sent frá sér neinar tilkynningar vegna fregnanna né hefur Apple svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Samkvæmt BBC hafa hlutabréf nokkurra fyrirtækja sem sjá Apple fyrir íhlutum einnig lækkað nokkuð. Viðskiptastríð Kína og Bandaríkjamanna virðist vera að stigmagnast en stjórnvöld í Washington, og einni Japan og Hollandi, hafa takmarkað aðgengi Kínverja að nýrri örflögutækni. Kína brást við með því að takmarka útflutning á tveimur lykilhráefnum við framleiðslu hálfleiðara.
Kína Apple Tækni Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira