Riot er annað barn parsins en fyrir eiga þau soninn RZA Athelston Mayers. Sá var nefndur í höfuðið á RZA, aðalmanninum í rappsveitinni Wu-Tang Clan.
Í umfjöllun dægurmiðilsins Blast er þess getið að Riot, sem fæddist þann 1. ágúst síðastliðinn, hafi verið nefndur sama nafni og eitt af þekktustu lögum ASAP Rocky, RIOT (Rowdy Pipe'n) sem hann gaf út ásamt Pharrell Williams.
Rihanna opinberaði óléttu sína af Riot þegar hún kom fram á stærsta viðburði í heimi á síðasta ári, úrslitum bandaríska ruðningsins í Ofurskálinni svokölluðu. Parið hefur að öðru leyti haldið sínu persónulega lífi eins mikið utan sjónarsviðs fjölmiðla og hægt er.