Tug milljóna króna bótakrafa en ákærði neitar sök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2023 15:47 Frá vettvangi í Drangahrauni í júní. Vísir 39 ára pólskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp í íbúð við Drangahrauni í Hafnarfirði í júní. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Ákærði neitar sök. Í ákærunni segir að Maciej Jakub Talik hafi aðfaranótt 17. júní svipt karlmann, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Karlmaðurinn lést vegna áverkans á hjartað. Hann hét Jaroslaw Kaminski. Eiginkona hins látna og stjúpbarn hans gera miskabótakröfu upp á samanlagt sautján milljónir króna. Þá er gerð krafa upp á 36 milljónir króna vegna missis framfæranda. Auk þess hljóðar krafa upp á endurgreiðslu vegna útfararkostnaðar upp á 2,5 milljónir króna. Textaskilaboð meðal sönnunargagna Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Maciej í ágúst að hann bæri því við að hafa stungið Jaroslaw í sjálfsvörn. „þessi vitleysingur fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðum sem hinn grunaði sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann hafnaði því í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa meint nokkuð með skilaboðunum. Teknar voru vitnaskýrslur af þremur manneskjum sem hann talaði við undir morgun þennan dag og lýstu þau öll því að hann hefði greint þeim frá því að hafa stungið Kaminski. Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Í ákærunni segir að Maciej Jakub Talik hafi aðfaranótt 17. júní svipt karlmann, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Karlmaðurinn lést vegna áverkans á hjartað. Hann hét Jaroslaw Kaminski. Eiginkona hins látna og stjúpbarn hans gera miskabótakröfu upp á samanlagt sautján milljónir króna. Þá er gerð krafa upp á 36 milljónir króna vegna missis framfæranda. Auk þess hljóðar krafa upp á endurgreiðslu vegna útfararkostnaðar upp á 2,5 milljónir króna. Textaskilaboð meðal sönnunargagna Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Maciej í ágúst að hann bæri því við að hafa stungið Jaroslaw í sjálfsvörn. „þessi vitleysingur fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðum sem hinn grunaði sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann hafnaði því í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa meint nokkuð með skilaboðunum. Teknar voru vitnaskýrslur af þremur manneskjum sem hann talaði við undir morgun þennan dag og lýstu þau öll því að hann hefði greint þeim frá því að hafa stungið Kaminski.
Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira