Portúgalir og Skotar í góðri stöðu eftir leiki kvöldsins Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 21:05 Bruno Fernandes fagnar sigurmarki sínum í Slóvakíu í kvöld. Vísir/Getty Sex leikir fóru fram í kvöld í undankeppni EM í Þýskalandi á næsta ári. Skotar unnu öruggan sigur á Kýpur og þá vann Portúgal útisigur gegn Slóvakíu í riðli Íslands. Auk martraðarleiks Íslands og Lúxemborg í kvöld voru spilaðir fimm aðrir leikir í undankeppni Evrópumótsins. Mótið fer fram í Þýskalandi á næsta ári og er mikil eftirvænting enda Þjóðverjar öllu vanir þegar kemur að stórmótaskipulagi. Skotar eru komnir langleiðina til Þýskalands eftir öruggan 3-0 sigur á Kýpur í kvöld. Scott McTominay, Ryan Porteous og John McGinn skoruðu mörk Skota sem eru með fullt hús stiga í A-riðli eftir fimm leiki. Spánn er í öðru sæti með sex stig en á tvo leiki til góða. Ryan Porteous's first international goal #EURO2024 pic.twitter.com/muPP1NvmlF— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 8, 2023 Króatía vann 5-0 stórsigur á Lettum á heimavelli sínum í Zagreb. Bruno Petkovic skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og Luka Ivanusec eitt en Andrej Kramaric og Marko Pasalic bættu tveimur mörkum við í síðari hálfleiknum. Armenar voru grátlega nálægt því að næla sér í þrjú stig af erfiðum útivelli í Tyrklandi. Artak Dashyan kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bertug Yildrim jafnaði á 88. mínútu. Tyrkir eru í efsta sæti D-riðils með tíu stig eftir fimm leiki, en Króatar í öðru sæti með sjö stig eftir þrjá leiki. Birthday boy Bruno Fernandes gives Portugal the lead #EURO2024 pic.twitter.com/mDoQ0VTkyp— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 8, 2023 Í riðli Íslendinga vann Portúgal góðan 1-0 sigur í Slóvakíu. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks en Portúgal er með fullt hús stiga í riðlinum þegar öll lið hafa leikið fimm leiki og leiðin til Þýskalands greið. Bosnía og Hersegóvína, sem mætir á Laugardalsvöll á mánudagskvöldið, vann 2-1 sigur gegn Lichtenstein á heimavelli sínum. Mark frá Edin Dzeko og sjálfsmark Simon Luchinger komu Bosníu og Hersegóvínu í 2-0 áður en Sandro Wolfinger minnkaði muninn. Lokatölur 2-1 en en þetta var aðeins annar sigur heimamanna í riðlinum. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira
Auk martraðarleiks Íslands og Lúxemborg í kvöld voru spilaðir fimm aðrir leikir í undankeppni Evrópumótsins. Mótið fer fram í Þýskalandi á næsta ári og er mikil eftirvænting enda Þjóðverjar öllu vanir þegar kemur að stórmótaskipulagi. Skotar eru komnir langleiðina til Þýskalands eftir öruggan 3-0 sigur á Kýpur í kvöld. Scott McTominay, Ryan Porteous og John McGinn skoruðu mörk Skota sem eru með fullt hús stiga í A-riðli eftir fimm leiki. Spánn er í öðru sæti með sex stig en á tvo leiki til góða. Ryan Porteous's first international goal #EURO2024 pic.twitter.com/muPP1NvmlF— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 8, 2023 Króatía vann 5-0 stórsigur á Lettum á heimavelli sínum í Zagreb. Bruno Petkovic skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og Luka Ivanusec eitt en Andrej Kramaric og Marko Pasalic bættu tveimur mörkum við í síðari hálfleiknum. Armenar voru grátlega nálægt því að næla sér í þrjú stig af erfiðum útivelli í Tyrklandi. Artak Dashyan kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bertug Yildrim jafnaði á 88. mínútu. Tyrkir eru í efsta sæti D-riðils með tíu stig eftir fimm leiki, en Króatar í öðru sæti með sjö stig eftir þrjá leiki. Birthday boy Bruno Fernandes gives Portugal the lead #EURO2024 pic.twitter.com/mDoQ0VTkyp— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 8, 2023 Í riðli Íslendinga vann Portúgal góðan 1-0 sigur í Slóvakíu. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks en Portúgal er með fullt hús stiga í riðlinum þegar öll lið hafa leikið fimm leiki og leiðin til Þýskalands greið. Bosnía og Hersegóvína, sem mætir á Laugardalsvöll á mánudagskvöldið, vann 2-1 sigur gegn Lichtenstein á heimavelli sínum. Mark frá Edin Dzeko og sjálfsmark Simon Luchinger komu Bosníu og Hersegóvínu í 2-0 áður en Sandro Wolfinger minnkaði muninn. Lokatölur 2-1 en en þetta var aðeins annar sigur heimamanna í riðlinum.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira