„Ég rétti upp höndina og tek ábyrgð á þessu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 21:42 Guðlaugur Victor Pálsson var hreinskilinn í viðtali eftir leikinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Guðlaugur Victor Pálsson tók fulla ábyrgð eftir tap Íslands gegn Lúxemborg í kvöld. Hann sagði frammistöðuna ekki hafa verið boðlega og sagði að liðið yrði af læra af mistökum sínum. „Manni líður hundleiðinlega og bara mjög illa ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum okkur í þessum glugga að ná í sex stig en því miður fór ekki svo. Þetta var ekki boðlegt,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í kvöld. Varnarleikur Íslands í kvöld var ekki til útflutnings. Guðlaugur Victor sagði að hann og Hörður Björgvin Magnússon tækju fulla ábyrgð á frammistöðu sinni. „Hann var bara hræðilegur frá fyrstu mínútu. Við vorum bara „sloppy“ og ég get alveg staðið hér, ég talaði við Hödda því við erum tveir reynslumestu mennirnir í þessu liði. Við eigum bara ekki að spila svona. Það er fullt af ungum strákum sem eru að koma upp sem eru að standa sig frábærlega og eru góðir.“ Klippa: Guðlaugur Victor - Viðtal „Við eigum að vera strákarnir sem eigum að halda utan um þá, sérstaklega við Höddi. Við erum í vörninni og við áttum „off“ dag í dag og við tökum ábyrgð á því, ég ber ábyrgð á því. Ég get talað fyrir Hödda líka, við töluðum saman inni í klefa. Ég rétti upp höndina og tek ábyrgð á þessu.“ Staða Íslands í riðlinum er slæm. Liðið er með þrjú stig eftir fimm leiki og sæti á EM á næsta ári úr sögunni. „Þetta lítur náttúrulega ekki vel út, alls ekki. Við verðum að vera eins jákvæðir og hægt er. Það eru þrír heimaleikir að koma. Við verðum bara að læra af þessu. Læra af þessum mistökum því þetta eru mistök sem eiga ekki að gerast. Við erum allt of góðir og þetta er barnalegt og klaufalegt. Læra af þessu og horfa fram á veginn. Þessi leikur er búinn og vera klárir á mánudaginn,“ sagði Guðlaugur Victor að endingu. Viðtal Stefáns Árna við Guðlaug Victor má sjá hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Sjá meira
„Manni líður hundleiðinlega og bara mjög illa ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum okkur í þessum glugga að ná í sex stig en því miður fór ekki svo. Þetta var ekki boðlegt,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í kvöld. Varnarleikur Íslands í kvöld var ekki til útflutnings. Guðlaugur Victor sagði að hann og Hörður Björgvin Magnússon tækju fulla ábyrgð á frammistöðu sinni. „Hann var bara hræðilegur frá fyrstu mínútu. Við vorum bara „sloppy“ og ég get alveg staðið hér, ég talaði við Hödda því við erum tveir reynslumestu mennirnir í þessu liði. Við eigum bara ekki að spila svona. Það er fullt af ungum strákum sem eru að koma upp sem eru að standa sig frábærlega og eru góðir.“ Klippa: Guðlaugur Victor - Viðtal „Við eigum að vera strákarnir sem eigum að halda utan um þá, sérstaklega við Höddi. Við erum í vörninni og við áttum „off“ dag í dag og við tökum ábyrgð á því, ég ber ábyrgð á því. Ég get talað fyrir Hödda líka, við töluðum saman inni í klefa. Ég rétti upp höndina og tek ábyrgð á þessu.“ Staða Íslands í riðlinum er slæm. Liðið er með þrjú stig eftir fimm leiki og sæti á EM á næsta ári úr sögunni. „Þetta lítur náttúrulega ekki vel út, alls ekki. Við verðum að vera eins jákvæðir og hægt er. Það eru þrír heimaleikir að koma. Við verðum bara að læra af þessu. Læra af þessum mistökum því þetta eru mistök sem eiga ekki að gerast. Við erum allt of góðir og þetta er barnalegt og klaufalegt. Læra af þessu og horfa fram á veginn. Þessi leikur er búinn og vera klárir á mánudaginn,“ sagði Guðlaugur Victor að endingu. Viðtal Stefáns Árna við Guðlaug Victor má sjá hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Sjá meira