„Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. september 2023 08:00 Það er gaman að rifja upp samtímasöguna með Katrínu S. Ólafsdóttir, sem fæddist í burstabæ á Öræfum og starfaði í fjörtíu ár í ráðningabransanum. Katrín seldi hlut sinn í Hagvangi síðastliðið vor. Vísir/Vilhelm Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. Katrín var ein eigenda Hagvangs um árabil en síðastliðið vor var tilkynnt um það í fjölmiðlum að Katrín hefði selt sinn hlut, sem þýðir að nú er hún formlega hætt að vinna. Svo lengi starfaði Katrín í bransanum að þegar hún hóf störf þar fyrir fjörtíu árum síðan, mætti fólk á staðinn til að fylla út stöðluð eyðublöð. Atvinnuviðtölin voru í þá daga ekki tekin í lokuðum rýmum. „Það voru bara skilrúm á milli og engum fannst það neitt óeðlilegt,“ segir Katrín og skellihlær. Enda oft stutt í smitandi hláturinn hjá Kötu eins og flestir kalla hana. En við skulum byrja á byrjuninni því sjálf fæddist Katrín í burstabæ í Öræfum. Hér má sjá burtabæinn að Hnappavöllum í Öræfum og nýja húsið sem foreldrar Katrínar byggðu fljótlega eftir 1960. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1964 og kom sér fyrir í Hlíðunum. Kata Katrín heitir fullu nafni Katrín Sigurrós Óladóttir. Foreldrar hennar voru Guðrún Gísladóttir og Óli Runólfsson. Kata fæddist í október árið 1953 að Hnappavöllum í Öræfum og því líður senn að stórafmæli hjá henni. „Við bjuggum í burstabæ þar til pabbi og mamma byggðu nýja húsið fljótlega eftir 1960. Og þótt Öræfin sé mjög einangrað svæði, upplifði ég sveitina ekki þannig. Enda var mjög gestkvæmt hjá okkur, sérstaklega á sumrin.“ Guðrún móðir Kötu var sjálf fædd og uppalin á bænum. „Ég var aldrei sveitastelpa og það átti því mjög vel við mig að flytja til Reykjavíkur. Þar fann ég mig strax. Verð þó að viðurkenna að mér finnst oft sorglegt að upplifa hvað það er mikið af ungu fólki í dag sem þekkir ekkert nema malbik, kann einfaldlega ekki að ganga á þúfum,“ segir Katrín og bætir við: „Ég held reyndar að pabba hafi aldrei langað að vera bóndi. En eins og þetta var á þessum tíma blasti það bara við, því jörðin kom í hlut mömmu sem var yngst systkina sinna, en þau voru flutt í burtu.“ Katrín á fimm systkini og er eitt þeirra látið. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur árið 1964 og kom sér þá fyrir í Hlíðunum þar sem Katrín gekk í skóla. Síðar fór hún í fjögurra ára gagnfræðinám í Kvennaskólanum. „Maður gat valið um þrjú ár til að taka landspróf eða fjögur ár og ég valdi fjögur ár,“ segir Katrín en bætir skellihlæjandi við: „Kvennó var gamaldags og strangur skóli. En námið og kennslan var framúrskarandi.“ Á þessum tíma þéruðust allir og strákar fengu ekki inngöngu í skólann á þessum tíma. „Aginn var ofboðslegur og þarna mátti ekki hlaupa um gangana eða stiga, heldur ganga hægversklega um og við máttum ekki vera með naglalakk. Við máttum reyndar vera með túberað hár en ekki málaðar. Ef stúlka var nöppuð með förðun, var henni umsvifalaust vísað inn á baðherbergi. Þetta þýddi að við umbreyttumst í skvísur um leið og skólanum lauk á daginn.“ Stúlkurnar máttu ekki vanga við strákana á skólaböllum, en oft var þó látið leka út til strákanna sem þekktu til að það væri ball framundan. Allt var þó að gerast í tísku og tónlist hjá ungafólkinu, Bítlaæðið í algleymingi svo eitthvað sé nefnt. Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu „fangelsi,“ svo strangur þótti skólinn vera. En kennslan í skólanum miðaðist við að vera að undirbúa okkur undir að verða til mikillar fyrirmyndar í framkomu, kurteisi og annað.“ 16 ára Kvennóstúlkur á leið á árshátíðarball, búnar í lagningu og förðun, fv.: Sigríður Valdimarsdóttir, Sigurveig Stefánsdóttir, Sigrún Ágústdóttir, Katrín, Unnur Alfreðsdóttir, Svanhildur Ólafsdóttir. Stríðsástandið við höfnina Það er gaman að rifja upp samtímasöguna með Katrínu. Sem eftir Kvennó fór að vinna hjá Eimskip. Ég ætlaði í íþróttakennaraskólann en byrjaði að vinna hjá Eimskip til þess að safna fyrir skólagjöldum, enda hafði ég ekki aldur til inngöngu strax því aldurstakmarkið í íþróttaskólann var 18 ár. Þótt Kvennó hafi verið strangur skóli máttum við klæðast buxum þar. Þegar ég mætti hins vegar til vinnu hjá Eimskip, var mér tjáð að buxur væru ekki æskilegar. Það vígi féll þó stuttu síðar.“ Síðar varð Katrín ástfangin og árið 1973 eignaðist hún dótturina Lilju Kolbrúnu Steinþórsdóttur með fyrrverandi eiginmanni sínum. Hjá Eimskip starfaði Katrín í sjö ár, sem hún segir hafa verið ótrúlega gefandi og lærdómsríkan tíma. „Þetta var einstaklega lærdómsríkur og gefandi tími. Enda fékk ég alls kyns tækifæri til að sinna ólíkum verkefnum þar. Aðeins sextán, sautján ára var ég stundum að leysa af einkararitara forstjórans sem þótti upphefð.“ Katrín verkföll hafa einkennt samtímann á þessum tíma, spennan var oft gífurleg en þó var almennt gott á milli verkalýðsforkólfa og forsvarsmanna Eimskips. Stundum myndaðist hins vegar nánast stríðsástand við höfnina, þar sem verkfallsverðir röðuðu sér upp eins og herdeildir á meðan starfsmenn reyndu að lauma sér inn á skrifstofu. Þannig var tíðarandinn einfaldlega þegar þetta var. „Keppikeflið var að koma skipunum úr höfn til að flytja farm eins og fiskinn okkar til útlanda. Allt snerist um að bjarga þessum verðmætum og tryggja að skipin kæmust frá höfn á morgnana,“ segir Katrín og útskýrir að varningur í skipunum hafi auðvitað verið alls konar og eins var algengara á þessum tíma að fólk var að sigla á milli landa með skipum eins og Gullfossi. „Mitt starf var að skrásetja vörur og það magn sem verið var að flytja og yfirmennirnir, sem voru á undanþágu, voru að safna saman upplýsingum um. Án þessara skjalagerðar var ekki hægt að hleypa skipunum frá landi.“ Þetta þýddi að oft var Katrín í felum að vinna langt fram eftir nóttu, sem fyrir unga mær gat tekið á taugarnar. „Það máttu oftast vera tveir til þrír starfsmenn að vinna en ég man eftir því þegar verkfallsverðir bönkuðu óvænt upp á, að þá settu karlarnir mig hreinlega inn í skáp og földu mig þar, því að ég var svo lítil og nett og þá sáust færri að vinna,“ segir Katrín og skellihlær. Annað dæmi er mér líka minnistætt en þá var ég að leysa af ritara forstjóra þegar einn af okkar verkalýðsforingjum mætti á svæðið. Mín helsta skylda var að verja forstjórann ef hann var upptekinn og til að gera það, stóð ég í dyrunum til að hindra þennan mann frá því að komast inn á skrifstofuna. Þá brá hann einfaldlega á það ráð að lyfta mér upp og setja mig upp á skjalaskáp við vegginn.“ Á skápnum sat Katrín á meðan verkalýsðforinginn og forstjórinn ræddu saman stutta stund. „Hann mátti nú eiga það karlinn að þegar hann kom út af fundinum, tók hann mig niður og við vorum perluvinir eftir þetta,“ segir Katrín og enn og aftur hlær hún sínum dillandi hlátri. Fyrsta daginn sem Katrín mætti til starfa hjá Eimskip var henni sagt að það að klæðast buxum væri óæskilegt. Svo margt hefur breyst á vinnumarkaðinum á stuttum tíma en upphaflega ætlaði Katrín að fara í íþróttakennaraskólann þegar hún hefði aldur til.Vísir/Vilhelm Draumastarfið kom óvænt Eftir sjö ár hjá Eimskip, flutti Katrín sig til Málningu þar sem hún kynntist gamalgrónu iðnfyrirtæki. Hjá Málningu starfaði hún í nokkur ár. En draumastarfið fann hún hjá Hagvangi. „Faglegar ráðningar voru í mikilli mótun og Hagvangur var þar fremst í flokki, fyrsta ráðningaþjónusta landsins. Ég fór í Hagvang til að fylla út eyðublaðið fyrir atvinnuleitendur og var þá kippt inn í viðtal,“ segir Katrín og hlær. Umrætt starf var hlutastarf hjá Hagvangi. Katrín hóf störf þar 1.apríl árið 1983 og mánuði síðar var hún komin í fullt starf við ráðningar. Eigendahópur Hagvangs voru margir hluthafar sem ekki störfuðu hjá fyrirtækinu en fyrirtækið var stofnað árið 1971. „Ég endaði með að fara í tvö til þrjú viðtöl vegna starfsins og ekki laust við að það sé frekar fyndið að rifja upp þau viðtöl miðað við það sem gildir í dag. Þessi viðtöl voru engu lík, í raun biluð,“ segir Katrín og skellir upp úr. Framkvæmdastjóri Hagvangs á þessum tíma var Ólafur Örn Haraldsson, síðar alþingismaður. Hann og Þórir Þorvarðarson tóku viðtalið við Katrínu. Katrín segist strax hafa orðið rosalega spennt fyrir starfinu. Þetta var árið 1983 en árið 1986 dró til tíðinda. Með Katrínu störfuðu Gunnar Maack, Reynir Kristjánsson og fyrrgreindur Þórir. „Gunnar, Reynir og Þórir ákváðu að kaupa fyrirtækið og buðu mér að vera með. Sem ég verð að skýra svolítið út því á þessum tíma þótti það nú ekki sjálfsagt að bjóða konu í slíkt samstarf. Sjálfri hafði mér ekki einu sinni dottið til hugar að þessi valkostur gæti komið til tals," segir Katrín og bætir við: „En eitt kvöldið hringja þeir í mig heim og leggja fyrir mig spurningu sem ég gleymi aldrei, en hún var hvort að ég myndi vilja ganga inn í kaupin með þeim. Ég trúði varla mínum eigin eyrum en svaraði þeim samstundis: JÁ. Eftir það var framtíð mín ráðin.“ Katrín segist enn dást að þeirri dirfsku sameiganda sinna í Hagvangi að hafa boðið henni að vera með í kaupunum á fyrirtækinu árið 1986, því það var alls ekki algengt á þeim tíma að kona hlyti slíkt boð. Á mynd má sjá Katrínu ásamt Gunnari Mack, Þóri Þorvarðssyni og Reyni Kristjánssyni. Engin tölvukerfi og allt á pappír Katrín segir næstu árin ógleymanleg og ótrúlega mikil þróun í gangi á sviði fagráðninga. „Fyrstu árin vorum við auðvitað ekki með neitt tölvukerfi. Það var því eðlilegt að skrifstofan væri full af fólki daglega sem var að fylla út eyðublöð fyrir atvinnuleit. Þessar umsóknir flokkuðum við síðan í möppur; forstjóri, skrifstofustörf, launagjaldkerfi, bókhald, innkaup og svo framvegis, miðað við styrkleika hvers og eins.“ Fljótlega fór Hagvangur í að þróa heimasmíðað ráðningakerfi og þá tók öll úrvinnsla mun styttri tíma. „Við vorum alltaf að reyna að hugsa út fyrir boxið, hverjir gætu gert hvað en á sama tíma að passa að enginn myndi nú enda í röngu starfi.“ Persónuleikapróf og faglegri viðtalstækni fór síðan að sýna sig síðar. „Við vorum svo heppin að geta alltaf ráðið inn fólk sem kunni meira en við sjálf og við ráðningu fyrsta vinnusálfræðingsins til Hagvangs fórum við að sjá þróun faglegra ráðninga og vinnubragða til muna. Ekki aðeins lærðum við ótrúlega margt, heldur þróuðum við svo margt hjá okkur sem þótti nýstárlegt á sviði fagráðninga því þær voru enn svo ung grein.“ Aftur dró til tíðinda árið 1998 því þá sameinaðist Hagvangur PWC. „Það var lærdómsríkt að starfa allt í einu fyrir stórt og alþjóðlegt fyrirtæki þótt mér hafi svo sem fundist ákvörðunarferlið oft í við of langt. Árið 2002 þurfti að skipta upp þessum stóru ráðgjafa- og endurskoðendafyrirtækjum, þannig að sviðin yrðu aðskilin. Þá ákváðum við Þórir að kaupa ráðningahluta Hagvangs aftur. Þar sem viðskiptavinirnir okkar höfðu aldrei hætt að kalla ráðningaþjónustuna Hagvang, var ekki erfitt fyrir okkur að endurvekja það nafn.“ Árin fyrir bankahrun var allt á fleygiferð en það tekur á að rifja upp þann tíma sem við tók eftir hrunið. Það var svo sárt stundum að hitta fólk og heyra um margs konar erfiðleika þess. Því þetta er svo sannarlega tími þar sem margir áttu rosalega erfitt. Erfiðast þótti mér að hitta fólk sem var komið á efri ár eða seinni hluta æviskeiðsins, hafði fjárfest mikið og var hætt að vinna. En missti allt í hruninu og þurfti nú að reyna að finna leiðir til að snúa aftur á vinnumarkaðinn,“ segir Katrín og bætir við: „Mér finnst margir ekki gera sér grein fyrir hvað það tók mörg ár að græða sárin sem urðu til í bankahruninu. En í mínum huga er ekkert skrýtið þótt við séum búin að heyra mikið um kulnun og alls konar síðustu árin því að satt best að segja held ég að þessi sár séu víða enn ekki gróin um heilt.“ Katrín segir atvinnuleitendur eftir bankahrun hafi verið af miklum meirihluta úr einkageiranum á meðan starfsfólk hjá hinu opinbera sást varla og eflaust margir þar sem upplifðu árin eftir hrun öðruvísi sem starfsmenn. „Að hafa áhyggjur af því hvort launin verði greidd eða fá ekki greitt neitt er rosalega erfið lífsreynsla. Hvað þá að missa starfið sitt og stöðu. Margt fólk missti starf sem það hafði unnið í um árabil og jafnvel í áratugi. Mig langar líka að nefna einn hóp til viðbótar sem átti mjög bágt en það voru tugir bankastarfsmanna sem komu ekki nálægt einu né neinu í þenslunni fyrir hrun, höfðu kannski starfað í banka lengi en sátu nú allt í einu uppi atvinnulausir.Starfsvettvangur þeirra var gjörbreyttur.“ Fjölskyldan er í fyrirrúmi hjá Katrínu og hér má sjá fv. Dótturina Lilju Kolbrúnu, ömmudótturina Thelmu Karenu, langömmubarnið Veigar Elí, ömmudótturina Katrínu Öldu og tengdasoninn Bjarna Sveinsson. Mikil tilhlökkun Katrín var framkvæmdastjóri Hagvangs frá 2002 og tók virkan þátt á vettvangi atvinnulífsins á ýmsum sviðum. Katrín var formaður FKA á upphafsárum félagsins og hlaut þakkarviðurkenningu FKA árið 2022 fyrir störf sín í þágu atvinnulífsins síðustu áratugina. Í mörg ár tók Katrín líka þátt í félagsstarfi Rótarý sem hún segir það skemmtilegasta sem hún hefur tekið þátt í. „Síðan eru það saumaklúbbarnir og vinkonurnar, sem þó sauma ekki lengur,“ segir Katrín og hlær. Katrín segist vera mikil félagsvera að upplagi og alveg ljóst að í ýmsu er að snúast þrátt fyrir það að hún sé nú hætt að vinna. „Ég átti yndislegt sumar, vægast sagt og skal alveg viðurkenna að það frí var kærkomið,“ segir Katrín þegar talið berst að starfslokunum og þeim tímamótum að vera nú að láta af störfum fyrir Hagvang. Starfsmenn Hagvangs keyptu hlut Katrínar og segist Katrín ganga afar sátt frá borði. Fjölskyldan er í fyrirrúmi en Lilja Kolbrún dóttir hennar og Bjarni Sveinsson tengdasonur Katrínar búa í sama fjölbýli og Katrín í Hafnarfirði. Katrín segist þó hafa verið sú sem keypti sína íbúð fyrst, þannig að „Hver var að elta hvern?“ spyr hún og hlær. Í húsinu búa einnig tvær barnadætur og eitt langömmubarn. Þá á fjölskyldan gullfallegan sumarbústað í Landsveitinni, þar sem þær hafa verið ófáar gæðastundirnar síðustu árin. Þegar talið berst að unga fólkinu í dag viðurkennir Katrín að hún hafi áhyggjur. „Ég skil ekki hvernig ungu fólki á að takast að koma undir sig fótunum. Að vera á dýrum og sveiflóttum leigumarkaði samhliða því að leggja fyrir íbúðarkaupum er nánast óvinnandi vegur. Hér hefur fasteignaverð rokið upp úr öllu valdi og eini valkosturinn sem mögulega býðst þessari kynslóð er að kaupa þá eign með verðtryggðum lánum.“ Af svipbriðgunum má sjá skýr merki um hvað Katrínu finnst um þau séríslensku lán. Sjálf er Katrín uppfull af tilhlökkun fyrir komandi mánuðum og misserum og segist auðvitað ætla að að fylgjast vel með viðburðum í viðskiptalífinu áfram. Ekki sé ástæða til að hætta að hitta fólk. Nú tekur við upptalning á ýmsum menningar- og listaviðburðum sem Katrín hefur séð auglýst og ljóst að hún brennur fyrir ýmsu á því sviði. Katrín segist líka velta því fyrir sér hvernig hún vilji nýta tímann sem framundan er og segist jafnvel opin fyrir því að auka á sína þekkingu. Þá segir hún starfsævi sína hafa verið litríka, reynslumikla og gefandi. Mér finnst ég alltaf hafa mikið meira en nóg að gera og öll virkni er nauðsynleg. Ég er líka svo heppin með fjölskylduna og barnabörnin. Svo ekki sé talað um að eiga núna langömmubarn, það er einfaldlega stórkostlegt og öðruvísi reynsla. Jafnframt er ég svo rík að eiga her vina sem gleðja og það að eiga meiri tíma framundan til að verja fyrir mig og með fjölskyldu og vinum er ekki slæm tilhugsun.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn „Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA. 6. nóvember 2022 08:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Fyrirtækið var skírt þessum Bjarnhéðni til heiðurs“ Þeir unnu allan sólahringinn segir í gamalli blaðagrein um stofnendur Héðins hf. Fyrirtækis sem telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins og hefur skapað þúsundir starfa á Íslandi í heila öld. 20. febrúar 2022 08:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Katrín var ein eigenda Hagvangs um árabil en síðastliðið vor var tilkynnt um það í fjölmiðlum að Katrín hefði selt sinn hlut, sem þýðir að nú er hún formlega hætt að vinna. Svo lengi starfaði Katrín í bransanum að þegar hún hóf störf þar fyrir fjörtíu árum síðan, mætti fólk á staðinn til að fylla út stöðluð eyðublöð. Atvinnuviðtölin voru í þá daga ekki tekin í lokuðum rýmum. „Það voru bara skilrúm á milli og engum fannst það neitt óeðlilegt,“ segir Katrín og skellihlær. Enda oft stutt í smitandi hláturinn hjá Kötu eins og flestir kalla hana. En við skulum byrja á byrjuninni því sjálf fæddist Katrín í burstabæ í Öræfum. Hér má sjá burtabæinn að Hnappavöllum í Öræfum og nýja húsið sem foreldrar Katrínar byggðu fljótlega eftir 1960. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1964 og kom sér fyrir í Hlíðunum. Kata Katrín heitir fullu nafni Katrín Sigurrós Óladóttir. Foreldrar hennar voru Guðrún Gísladóttir og Óli Runólfsson. Kata fæddist í október árið 1953 að Hnappavöllum í Öræfum og því líður senn að stórafmæli hjá henni. „Við bjuggum í burstabæ þar til pabbi og mamma byggðu nýja húsið fljótlega eftir 1960. Og þótt Öræfin sé mjög einangrað svæði, upplifði ég sveitina ekki þannig. Enda var mjög gestkvæmt hjá okkur, sérstaklega á sumrin.“ Guðrún móðir Kötu var sjálf fædd og uppalin á bænum. „Ég var aldrei sveitastelpa og það átti því mjög vel við mig að flytja til Reykjavíkur. Þar fann ég mig strax. Verð þó að viðurkenna að mér finnst oft sorglegt að upplifa hvað það er mikið af ungu fólki í dag sem þekkir ekkert nema malbik, kann einfaldlega ekki að ganga á þúfum,“ segir Katrín og bætir við: „Ég held reyndar að pabba hafi aldrei langað að vera bóndi. En eins og þetta var á þessum tíma blasti það bara við, því jörðin kom í hlut mömmu sem var yngst systkina sinna, en þau voru flutt í burtu.“ Katrín á fimm systkini og er eitt þeirra látið. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur árið 1964 og kom sér þá fyrir í Hlíðunum þar sem Katrín gekk í skóla. Síðar fór hún í fjögurra ára gagnfræðinám í Kvennaskólanum. „Maður gat valið um þrjú ár til að taka landspróf eða fjögur ár og ég valdi fjögur ár,“ segir Katrín en bætir skellihlæjandi við: „Kvennó var gamaldags og strangur skóli. En námið og kennslan var framúrskarandi.“ Á þessum tíma þéruðust allir og strákar fengu ekki inngöngu í skólann á þessum tíma. „Aginn var ofboðslegur og þarna mátti ekki hlaupa um gangana eða stiga, heldur ganga hægversklega um og við máttum ekki vera með naglalakk. Við máttum reyndar vera með túberað hár en ekki málaðar. Ef stúlka var nöppuð með förðun, var henni umsvifalaust vísað inn á baðherbergi. Þetta þýddi að við umbreyttumst í skvísur um leið og skólanum lauk á daginn.“ Stúlkurnar máttu ekki vanga við strákana á skólaböllum, en oft var þó látið leka út til strákanna sem þekktu til að það væri ball framundan. Allt var þó að gerast í tísku og tónlist hjá ungafólkinu, Bítlaæðið í algleymingi svo eitthvað sé nefnt. Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu „fangelsi,“ svo strangur þótti skólinn vera. En kennslan í skólanum miðaðist við að vera að undirbúa okkur undir að verða til mikillar fyrirmyndar í framkomu, kurteisi og annað.“ 16 ára Kvennóstúlkur á leið á árshátíðarball, búnar í lagningu og förðun, fv.: Sigríður Valdimarsdóttir, Sigurveig Stefánsdóttir, Sigrún Ágústdóttir, Katrín, Unnur Alfreðsdóttir, Svanhildur Ólafsdóttir. Stríðsástandið við höfnina Það er gaman að rifja upp samtímasöguna með Katrínu. Sem eftir Kvennó fór að vinna hjá Eimskip. Ég ætlaði í íþróttakennaraskólann en byrjaði að vinna hjá Eimskip til þess að safna fyrir skólagjöldum, enda hafði ég ekki aldur til inngöngu strax því aldurstakmarkið í íþróttaskólann var 18 ár. Þótt Kvennó hafi verið strangur skóli máttum við klæðast buxum þar. Þegar ég mætti hins vegar til vinnu hjá Eimskip, var mér tjáð að buxur væru ekki æskilegar. Það vígi féll þó stuttu síðar.“ Síðar varð Katrín ástfangin og árið 1973 eignaðist hún dótturina Lilju Kolbrúnu Steinþórsdóttur með fyrrverandi eiginmanni sínum. Hjá Eimskip starfaði Katrín í sjö ár, sem hún segir hafa verið ótrúlega gefandi og lærdómsríkan tíma. „Þetta var einstaklega lærdómsríkur og gefandi tími. Enda fékk ég alls kyns tækifæri til að sinna ólíkum verkefnum þar. Aðeins sextán, sautján ára var ég stundum að leysa af einkararitara forstjórans sem þótti upphefð.“ Katrín verkföll hafa einkennt samtímann á þessum tíma, spennan var oft gífurleg en þó var almennt gott á milli verkalýðsforkólfa og forsvarsmanna Eimskips. Stundum myndaðist hins vegar nánast stríðsástand við höfnina, þar sem verkfallsverðir röðuðu sér upp eins og herdeildir á meðan starfsmenn reyndu að lauma sér inn á skrifstofu. Þannig var tíðarandinn einfaldlega þegar þetta var. „Keppikeflið var að koma skipunum úr höfn til að flytja farm eins og fiskinn okkar til útlanda. Allt snerist um að bjarga þessum verðmætum og tryggja að skipin kæmust frá höfn á morgnana,“ segir Katrín og útskýrir að varningur í skipunum hafi auðvitað verið alls konar og eins var algengara á þessum tíma að fólk var að sigla á milli landa með skipum eins og Gullfossi. „Mitt starf var að skrásetja vörur og það magn sem verið var að flytja og yfirmennirnir, sem voru á undanþágu, voru að safna saman upplýsingum um. Án þessara skjalagerðar var ekki hægt að hleypa skipunum frá landi.“ Þetta þýddi að oft var Katrín í felum að vinna langt fram eftir nóttu, sem fyrir unga mær gat tekið á taugarnar. „Það máttu oftast vera tveir til þrír starfsmenn að vinna en ég man eftir því þegar verkfallsverðir bönkuðu óvænt upp á, að þá settu karlarnir mig hreinlega inn í skáp og földu mig þar, því að ég var svo lítil og nett og þá sáust færri að vinna,“ segir Katrín og skellihlær. Annað dæmi er mér líka minnistætt en þá var ég að leysa af ritara forstjóra þegar einn af okkar verkalýðsforingjum mætti á svæðið. Mín helsta skylda var að verja forstjórann ef hann var upptekinn og til að gera það, stóð ég í dyrunum til að hindra þennan mann frá því að komast inn á skrifstofuna. Þá brá hann einfaldlega á það ráð að lyfta mér upp og setja mig upp á skjalaskáp við vegginn.“ Á skápnum sat Katrín á meðan verkalýsðforinginn og forstjórinn ræddu saman stutta stund. „Hann mátti nú eiga það karlinn að þegar hann kom út af fundinum, tók hann mig niður og við vorum perluvinir eftir þetta,“ segir Katrín og enn og aftur hlær hún sínum dillandi hlátri. Fyrsta daginn sem Katrín mætti til starfa hjá Eimskip var henni sagt að það að klæðast buxum væri óæskilegt. Svo margt hefur breyst á vinnumarkaðinum á stuttum tíma en upphaflega ætlaði Katrín að fara í íþróttakennaraskólann þegar hún hefði aldur til.Vísir/Vilhelm Draumastarfið kom óvænt Eftir sjö ár hjá Eimskip, flutti Katrín sig til Málningu þar sem hún kynntist gamalgrónu iðnfyrirtæki. Hjá Málningu starfaði hún í nokkur ár. En draumastarfið fann hún hjá Hagvangi. „Faglegar ráðningar voru í mikilli mótun og Hagvangur var þar fremst í flokki, fyrsta ráðningaþjónusta landsins. Ég fór í Hagvang til að fylla út eyðublaðið fyrir atvinnuleitendur og var þá kippt inn í viðtal,“ segir Katrín og hlær. Umrætt starf var hlutastarf hjá Hagvangi. Katrín hóf störf þar 1.apríl árið 1983 og mánuði síðar var hún komin í fullt starf við ráðningar. Eigendahópur Hagvangs voru margir hluthafar sem ekki störfuðu hjá fyrirtækinu en fyrirtækið var stofnað árið 1971. „Ég endaði með að fara í tvö til þrjú viðtöl vegna starfsins og ekki laust við að það sé frekar fyndið að rifja upp þau viðtöl miðað við það sem gildir í dag. Þessi viðtöl voru engu lík, í raun biluð,“ segir Katrín og skellir upp úr. Framkvæmdastjóri Hagvangs á þessum tíma var Ólafur Örn Haraldsson, síðar alþingismaður. Hann og Þórir Þorvarðarson tóku viðtalið við Katrínu. Katrín segist strax hafa orðið rosalega spennt fyrir starfinu. Þetta var árið 1983 en árið 1986 dró til tíðinda. Með Katrínu störfuðu Gunnar Maack, Reynir Kristjánsson og fyrrgreindur Þórir. „Gunnar, Reynir og Þórir ákváðu að kaupa fyrirtækið og buðu mér að vera með. Sem ég verð að skýra svolítið út því á þessum tíma þótti það nú ekki sjálfsagt að bjóða konu í slíkt samstarf. Sjálfri hafði mér ekki einu sinni dottið til hugar að þessi valkostur gæti komið til tals," segir Katrín og bætir við: „En eitt kvöldið hringja þeir í mig heim og leggja fyrir mig spurningu sem ég gleymi aldrei, en hún var hvort að ég myndi vilja ganga inn í kaupin með þeim. Ég trúði varla mínum eigin eyrum en svaraði þeim samstundis: JÁ. Eftir það var framtíð mín ráðin.“ Katrín segist enn dást að þeirri dirfsku sameiganda sinna í Hagvangi að hafa boðið henni að vera með í kaupunum á fyrirtækinu árið 1986, því það var alls ekki algengt á þeim tíma að kona hlyti slíkt boð. Á mynd má sjá Katrínu ásamt Gunnari Mack, Þóri Þorvarðssyni og Reyni Kristjánssyni. Engin tölvukerfi og allt á pappír Katrín segir næstu árin ógleymanleg og ótrúlega mikil þróun í gangi á sviði fagráðninga. „Fyrstu árin vorum við auðvitað ekki með neitt tölvukerfi. Það var því eðlilegt að skrifstofan væri full af fólki daglega sem var að fylla út eyðublöð fyrir atvinnuleit. Þessar umsóknir flokkuðum við síðan í möppur; forstjóri, skrifstofustörf, launagjaldkerfi, bókhald, innkaup og svo framvegis, miðað við styrkleika hvers og eins.“ Fljótlega fór Hagvangur í að þróa heimasmíðað ráðningakerfi og þá tók öll úrvinnsla mun styttri tíma. „Við vorum alltaf að reyna að hugsa út fyrir boxið, hverjir gætu gert hvað en á sama tíma að passa að enginn myndi nú enda í röngu starfi.“ Persónuleikapróf og faglegri viðtalstækni fór síðan að sýna sig síðar. „Við vorum svo heppin að geta alltaf ráðið inn fólk sem kunni meira en við sjálf og við ráðningu fyrsta vinnusálfræðingsins til Hagvangs fórum við að sjá þróun faglegra ráðninga og vinnubragða til muna. Ekki aðeins lærðum við ótrúlega margt, heldur þróuðum við svo margt hjá okkur sem þótti nýstárlegt á sviði fagráðninga því þær voru enn svo ung grein.“ Aftur dró til tíðinda árið 1998 því þá sameinaðist Hagvangur PWC. „Það var lærdómsríkt að starfa allt í einu fyrir stórt og alþjóðlegt fyrirtæki þótt mér hafi svo sem fundist ákvörðunarferlið oft í við of langt. Árið 2002 þurfti að skipta upp þessum stóru ráðgjafa- og endurskoðendafyrirtækjum, þannig að sviðin yrðu aðskilin. Þá ákváðum við Þórir að kaupa ráðningahluta Hagvangs aftur. Þar sem viðskiptavinirnir okkar höfðu aldrei hætt að kalla ráðningaþjónustuna Hagvang, var ekki erfitt fyrir okkur að endurvekja það nafn.“ Árin fyrir bankahrun var allt á fleygiferð en það tekur á að rifja upp þann tíma sem við tók eftir hrunið. Það var svo sárt stundum að hitta fólk og heyra um margs konar erfiðleika þess. Því þetta er svo sannarlega tími þar sem margir áttu rosalega erfitt. Erfiðast þótti mér að hitta fólk sem var komið á efri ár eða seinni hluta æviskeiðsins, hafði fjárfest mikið og var hætt að vinna. En missti allt í hruninu og þurfti nú að reyna að finna leiðir til að snúa aftur á vinnumarkaðinn,“ segir Katrín og bætir við: „Mér finnst margir ekki gera sér grein fyrir hvað það tók mörg ár að græða sárin sem urðu til í bankahruninu. En í mínum huga er ekkert skrýtið þótt við séum búin að heyra mikið um kulnun og alls konar síðustu árin því að satt best að segja held ég að þessi sár séu víða enn ekki gróin um heilt.“ Katrín segir atvinnuleitendur eftir bankahrun hafi verið af miklum meirihluta úr einkageiranum á meðan starfsfólk hjá hinu opinbera sást varla og eflaust margir þar sem upplifðu árin eftir hrun öðruvísi sem starfsmenn. „Að hafa áhyggjur af því hvort launin verði greidd eða fá ekki greitt neitt er rosalega erfið lífsreynsla. Hvað þá að missa starfið sitt og stöðu. Margt fólk missti starf sem það hafði unnið í um árabil og jafnvel í áratugi. Mig langar líka að nefna einn hóp til viðbótar sem átti mjög bágt en það voru tugir bankastarfsmanna sem komu ekki nálægt einu né neinu í þenslunni fyrir hrun, höfðu kannski starfað í banka lengi en sátu nú allt í einu uppi atvinnulausir.Starfsvettvangur þeirra var gjörbreyttur.“ Fjölskyldan er í fyrirrúmi hjá Katrínu og hér má sjá fv. Dótturina Lilju Kolbrúnu, ömmudótturina Thelmu Karenu, langömmubarnið Veigar Elí, ömmudótturina Katrínu Öldu og tengdasoninn Bjarna Sveinsson. Mikil tilhlökkun Katrín var framkvæmdastjóri Hagvangs frá 2002 og tók virkan þátt á vettvangi atvinnulífsins á ýmsum sviðum. Katrín var formaður FKA á upphafsárum félagsins og hlaut þakkarviðurkenningu FKA árið 2022 fyrir störf sín í þágu atvinnulífsins síðustu áratugina. Í mörg ár tók Katrín líka þátt í félagsstarfi Rótarý sem hún segir það skemmtilegasta sem hún hefur tekið þátt í. „Síðan eru það saumaklúbbarnir og vinkonurnar, sem þó sauma ekki lengur,“ segir Katrín og hlær. Katrín segist vera mikil félagsvera að upplagi og alveg ljóst að í ýmsu er að snúast þrátt fyrir það að hún sé nú hætt að vinna. „Ég átti yndislegt sumar, vægast sagt og skal alveg viðurkenna að það frí var kærkomið,“ segir Katrín þegar talið berst að starfslokunum og þeim tímamótum að vera nú að láta af störfum fyrir Hagvang. Starfsmenn Hagvangs keyptu hlut Katrínar og segist Katrín ganga afar sátt frá borði. Fjölskyldan er í fyrirrúmi en Lilja Kolbrún dóttir hennar og Bjarni Sveinsson tengdasonur Katrínar búa í sama fjölbýli og Katrín í Hafnarfirði. Katrín segist þó hafa verið sú sem keypti sína íbúð fyrst, þannig að „Hver var að elta hvern?“ spyr hún og hlær. Í húsinu búa einnig tvær barnadætur og eitt langömmubarn. Þá á fjölskyldan gullfallegan sumarbústað í Landsveitinni, þar sem þær hafa verið ófáar gæðastundirnar síðustu árin. Þegar talið berst að unga fólkinu í dag viðurkennir Katrín að hún hafi áhyggjur. „Ég skil ekki hvernig ungu fólki á að takast að koma undir sig fótunum. Að vera á dýrum og sveiflóttum leigumarkaði samhliða því að leggja fyrir íbúðarkaupum er nánast óvinnandi vegur. Hér hefur fasteignaverð rokið upp úr öllu valdi og eini valkosturinn sem mögulega býðst þessari kynslóð er að kaupa þá eign með verðtryggðum lánum.“ Af svipbriðgunum má sjá skýr merki um hvað Katrínu finnst um þau séríslensku lán. Sjálf er Katrín uppfull af tilhlökkun fyrir komandi mánuðum og misserum og segist auðvitað ætla að að fylgjast vel með viðburðum í viðskiptalífinu áfram. Ekki sé ástæða til að hætta að hitta fólk. Nú tekur við upptalning á ýmsum menningar- og listaviðburðum sem Katrín hefur séð auglýst og ljóst að hún brennur fyrir ýmsu á því sviði. Katrín segist líka velta því fyrir sér hvernig hún vilji nýta tímann sem framundan er og segist jafnvel opin fyrir því að auka á sína þekkingu. Þá segir hún starfsævi sína hafa verið litríka, reynslumikla og gefandi. Mér finnst ég alltaf hafa mikið meira en nóg að gera og öll virkni er nauðsynleg. Ég er líka svo heppin með fjölskylduna og barnabörnin. Svo ekki sé talað um að eiga núna langömmubarn, það er einfaldlega stórkostlegt og öðruvísi reynsla. Jafnframt er ég svo rík að eiga her vina sem gleðja og það að eiga meiri tíma framundan til að verja fyrir mig og með fjölskyldu og vinum er ekki slæm tilhugsun.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn „Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA. 6. nóvember 2022 08:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Fyrirtækið var skírt þessum Bjarnhéðni til heiðurs“ Þeir unnu allan sólahringinn segir í gamalli blaðagrein um stofnendur Héðins hf. Fyrirtækis sem telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins og hefur skapað þúsundir starfa á Íslandi í heila öld. 20. febrúar 2022 08:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01
75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn „Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA. 6. nóvember 2022 08:01
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00
Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01
„Fyrirtækið var skírt þessum Bjarnhéðni til heiðurs“ Þeir unnu allan sólahringinn segir í gamalli blaðagrein um stofnendur Héðins hf. Fyrirtækis sem telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins og hefur skapað þúsundir starfa á Íslandi í heila öld. 20. febrúar 2022 08:01