Tilvistarkreppa ólífuolíunnar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. september 2023 14:45 Búist er við að neysla á ólífuolíu dragist saman um allt að 40 prósent á þessu ári. Getty Ólífuuppskeran á Spáni hefur hrunið á undanförnum mánuðum vegna viðvarandi þurrka. Verð hefur hækkað upp úr öllu valdi og neytendur segjast þurfa að skera niður innkaup á annarri matvöru til að hafa efni á ólífuolíunni. Spánn er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum Ólífuolían er hornsteinn spænskrar matargerðar enda er Spánn stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum. Hilluplássið fyrir ólífuolíu í stórmörkuðum er mælt í tugum metra. Og verðið getur verið allt frá örfáum evrum á lítrann upp í andvirði 50 til 60.000 króna fyrir lítrann. Og það er vandfundið það spænska heimili þar sem ekki er til ólífuolía. En þeim kann að fara fjölgandi. Því ólífuolían er í tilvistarkreppu, hún er nefnilega orðin svo dýr, dýrari en nokkru sinni áður. Engin matvara hefur hækkað eins mikið á Spáni að undanförnu, eða um tæp 40% á einu ári. Samdráttur í neyslu og útflutningi Búist er við að neyslan dragist saman um allt að 40% prósent á þessu ári og útflutningur dregst saman um svipað. Spænska dagblaðið El País ræddi á dögunum við neytendur í kjörbúðum sem allir sögðu að þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir þá myndu þeir ekki hætta að kaupa ólífuolíu, það sé ómögulegt, hún sé svo ríkur hluti spænskrar menningar. Frekar myndu þeir kaupa minna og ódýrara af annarri matvöru. Þá nefndu sumir að þeir myndu hugsanlega nota ólífuolíuna sjaldnar, við hátíðlegri tilefni, en skipta kannski hversdags yfir í sólblóma-, repju eða pálmaolíu. Uppskeran hefur hrunið vegna langvarandi þurrka Ástæða þessara miklu hækkana er lélegri ólífuuppskera. Síðasta uppskera gaf einungis af sér 660.000 tonn af ólífum, en meðaluppskera er venjulega um ein og hálf milljón tonna. Og útlitið fyrir komandi uppskeru er ekki gott. Einfaldlega ef því að það rignir ekki og bændur eiga í erfiðleikum með að útvega vatn til að vökva ólífulundina. Bændur hafa þó ekki misst alla von og treysta á hressilegar haustrigningar. Guð láti gott á vita. Spánn Matvælaframleiðsla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Spánn er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum Ólífuolían er hornsteinn spænskrar matargerðar enda er Spánn stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum. Hilluplássið fyrir ólífuolíu í stórmörkuðum er mælt í tugum metra. Og verðið getur verið allt frá örfáum evrum á lítrann upp í andvirði 50 til 60.000 króna fyrir lítrann. Og það er vandfundið það spænska heimili þar sem ekki er til ólífuolía. En þeim kann að fara fjölgandi. Því ólífuolían er í tilvistarkreppu, hún er nefnilega orðin svo dýr, dýrari en nokkru sinni áður. Engin matvara hefur hækkað eins mikið á Spáni að undanförnu, eða um tæp 40% á einu ári. Samdráttur í neyslu og útflutningi Búist er við að neyslan dragist saman um allt að 40% prósent á þessu ári og útflutningur dregst saman um svipað. Spænska dagblaðið El País ræddi á dögunum við neytendur í kjörbúðum sem allir sögðu að þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir þá myndu þeir ekki hætta að kaupa ólífuolíu, það sé ómögulegt, hún sé svo ríkur hluti spænskrar menningar. Frekar myndu þeir kaupa minna og ódýrara af annarri matvöru. Þá nefndu sumir að þeir myndu hugsanlega nota ólífuolíuna sjaldnar, við hátíðlegri tilefni, en skipta kannski hversdags yfir í sólblóma-, repju eða pálmaolíu. Uppskeran hefur hrunið vegna langvarandi þurrka Ástæða þessara miklu hækkana er lélegri ólífuuppskera. Síðasta uppskera gaf einungis af sér 660.000 tonn af ólífum, en meðaluppskera er venjulega um ein og hálf milljón tonna. Og útlitið fyrir komandi uppskeru er ekki gott. Einfaldlega ef því að það rignir ekki og bændur eiga í erfiðleikum með að útvega vatn til að vökva ólífulundina. Bændur hafa þó ekki misst alla von og treysta á hressilegar haustrigningar. Guð láti gott á vita.
Spánn Matvælaframleiðsla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent