Fótbolti

Belgar með nauman sigur

Smári Jökull Jónsson skrifar
Yannic Carrasco skoraði eina mark leiksins í dag.
Yannic Carrasco skoraði eina mark leiksins í dag. Vísir/Getty

Belgía vann nauman sigur á Aserbaisjan þegar liðin mættust í undankeppni EM í dag. Belgar eru efstir í F-riðli ásamt Austurríki.

Belgía var fyrir leikinn í dag í öðru sæti riðilsins eftir að hafa leikið þrjá leiki. Liðið var þremur stigum á eftir Austurríki sem leikið hafði einum leik meira. Aserbaisjan var hins vegar á botninum með aðeins eitt stig.

Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum í dag. Það gerði Yannick Carrasco sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Belgar voru sterkari aðilinn í leiknum en tókst þó ekki að bæta við mörkum í síðari hálfleiknum.

Svíar mæta Eistum í sama riðli á eftir og þurfa nauðsynlega á sigri að halda. Svíar eru aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki og eru að missa af lestinni til Þýskalands á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×