Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Einar Sveinbjörnsson skrifar 10. september 2023 08:00 Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. Það var mikil glíma fyrir nærri 100 árum að koma Menntaskólanum á Akureyri á koppinn. Fjölmargir töldu það hreinan óþarfa og eyðslusemi að reka annan menntaskóla í landinu, en þann sem fyrir var í Reykjavík. Menntaskólinn á Akureyri opnaði um áratuga skeið leið ungmenna, ekki síst af Norðurlandi að háskólamenntun. Fyrir um 50 árum varð síðan næsta bylting í framhaldsnámi með tilkomu fjölbrautaskólanna og þar á meðal VMA. Með þeim lauk sérstakri aðgreiningu verknáms og bóknáms. Útbúið var kerfi af framsýnu skólafólki sem þá var í fararbroddi, þar sem hægt var í áfangakerfi að flytja nám á milli skóla og námsleiða. Vissulega hefur orðið þróun í skólastarfi samfara hröðum breytingum í samfélaginu. En það breytir því ekki að bæði MA og VMA eru starfræktir eftir kerfi sem heyrir mikið til liðinni tíð. Akureyringar eru í kjörstöðu að stofna og móta nýjan skóla í framhaldsnámi alveg frá grunni. Skóla sem horfir á þarfir samtímans fyrir nám og starfsval. Sjálfur er ég ekki þess megnugur að segja til um það hvernig slíkur skóli ætti að vera. Nema aðeins því leyti að hann þarf að vera allt öðruvísi en sá skóli sem ég stundaði nám í fyrir um 40 árum (Flensborgarskólinn í Hafnarfirði). Kalla á saman nemendur, starfsfólk skólanna, áhugafólk um nýjungar í skólastarfi og skólaþróun. Fá að borðinu hugmyndir úr öllum áttum um alveg nýjan framhaldsskóla. Hann yrði í senn frumlegur, sveigjanlegur og framsýnn. Eins nægjanlega fjölmennur til að geta mætt fjölbreyttum þörfum nemenda. Þannig gæti Akureyri staðið enn frekar undir sínu merki að vera skólabær. Hinn nýi skóli þarf alls ekki að vera á forræði ríkisins. Sjálfseignarstofnun kæmi til greina með rekstrarsamning við ríkið. Mörg farsæl dæmi eru um slíkt rekstrarform. Á sínum tíma gerði það gerði mikið fyrir fremur staðnaðan Háskóla Íslands, að fá þá ferska vinda sem fylgdu stofnum Háskólans á Akureyri og síðar Bifröst og Háskóla Reykjavíkur. Framhaldskólastiginu veitir ekki af ferskum vindum með nýrri hugsun og skipulagi sem mætir betur þörfum fjölmenningarsamfélags og áskorunum framtíðar. Þó margar góðar breytingar hafi vitanlega orðið á sjálfu náminu, innihaldi þess og námsmati á undanförnum áratugum, er framhaldsskólastigið dálítið staðnað í forminu að mínu mati. Ein stærsta breytingin frá fjölbrautaskólabyltingunni upp úr 1970, er innleiðing 3ja anna skólaárs í sumum skólanna og hins vegar þegar námið var stytt í 3 ár fyrir örfáum árum. Sú formbreyting var afar umdeild eins og menn þekkja. Maður skilur samt vel nostalgíu fyrrverandi nemenda, einkum í MA. Fólk verður nefnilega óskaplega íhaldssamt þegar kemur að skólamálum, þeir miðaldra halda fast í minningar sínar og vilja ekki sjá hróflað við þeirra “glansmynd”. Skólakerfið er hins vegar, eins og samfélagið allt á fleygiferð og það má ekki undir neinum kringumstæðum dragast aftur úr eða staðna. Verum óhrædd við breytingar – Ég skora á Akureyringa og Norðlendinga að grípa þennan bolta frá stjórnvöldum skrefinu lengra og taka raunverulegt frumkvæði í framþróun framhaldsskólans. Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um menntun og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Tengdar fréttir Kennarafélag MA alfarið á móti sameiningu Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri er alfarið á móti sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Félagið segir skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Hún hafi verið unnin án samráðs við starfsfólk og nemendur. Skorað er á ráðherra að falla frá áformunum. 8. september 2023 18:35 Umboðsmaður sendir Ásmundi bréf vegna sameiningar Umboðsmaður barna hefur sent Ásmundi Einari Daðasyni, mennta-og barnamálaráðherra bréf vegna sameiningar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna og hvort nemendur hafi fengið að koma sjónarmiðum á framfæri. 8. september 2023 13:01 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. Það var mikil glíma fyrir nærri 100 árum að koma Menntaskólanum á Akureyri á koppinn. Fjölmargir töldu það hreinan óþarfa og eyðslusemi að reka annan menntaskóla í landinu, en þann sem fyrir var í Reykjavík. Menntaskólinn á Akureyri opnaði um áratuga skeið leið ungmenna, ekki síst af Norðurlandi að háskólamenntun. Fyrir um 50 árum varð síðan næsta bylting í framhaldsnámi með tilkomu fjölbrautaskólanna og þar á meðal VMA. Með þeim lauk sérstakri aðgreiningu verknáms og bóknáms. Útbúið var kerfi af framsýnu skólafólki sem þá var í fararbroddi, þar sem hægt var í áfangakerfi að flytja nám á milli skóla og námsleiða. Vissulega hefur orðið þróun í skólastarfi samfara hröðum breytingum í samfélaginu. En það breytir því ekki að bæði MA og VMA eru starfræktir eftir kerfi sem heyrir mikið til liðinni tíð. Akureyringar eru í kjörstöðu að stofna og móta nýjan skóla í framhaldsnámi alveg frá grunni. Skóla sem horfir á þarfir samtímans fyrir nám og starfsval. Sjálfur er ég ekki þess megnugur að segja til um það hvernig slíkur skóli ætti að vera. Nema aðeins því leyti að hann þarf að vera allt öðruvísi en sá skóli sem ég stundaði nám í fyrir um 40 árum (Flensborgarskólinn í Hafnarfirði). Kalla á saman nemendur, starfsfólk skólanna, áhugafólk um nýjungar í skólastarfi og skólaþróun. Fá að borðinu hugmyndir úr öllum áttum um alveg nýjan framhaldsskóla. Hann yrði í senn frumlegur, sveigjanlegur og framsýnn. Eins nægjanlega fjölmennur til að geta mætt fjölbreyttum þörfum nemenda. Þannig gæti Akureyri staðið enn frekar undir sínu merki að vera skólabær. Hinn nýi skóli þarf alls ekki að vera á forræði ríkisins. Sjálfseignarstofnun kæmi til greina með rekstrarsamning við ríkið. Mörg farsæl dæmi eru um slíkt rekstrarform. Á sínum tíma gerði það gerði mikið fyrir fremur staðnaðan Háskóla Íslands, að fá þá ferska vinda sem fylgdu stofnum Háskólans á Akureyri og síðar Bifröst og Háskóla Reykjavíkur. Framhaldskólastiginu veitir ekki af ferskum vindum með nýrri hugsun og skipulagi sem mætir betur þörfum fjölmenningarsamfélags og áskorunum framtíðar. Þó margar góðar breytingar hafi vitanlega orðið á sjálfu náminu, innihaldi þess og námsmati á undanförnum áratugum, er framhaldsskólastigið dálítið staðnað í forminu að mínu mati. Ein stærsta breytingin frá fjölbrautaskólabyltingunni upp úr 1970, er innleiðing 3ja anna skólaárs í sumum skólanna og hins vegar þegar námið var stytt í 3 ár fyrir örfáum árum. Sú formbreyting var afar umdeild eins og menn þekkja. Maður skilur samt vel nostalgíu fyrrverandi nemenda, einkum í MA. Fólk verður nefnilega óskaplega íhaldssamt þegar kemur að skólamálum, þeir miðaldra halda fast í minningar sínar og vilja ekki sjá hróflað við þeirra “glansmynd”. Skólakerfið er hins vegar, eins og samfélagið allt á fleygiferð og það má ekki undir neinum kringumstæðum dragast aftur úr eða staðna. Verum óhrædd við breytingar – Ég skora á Akureyringa og Norðlendinga að grípa þennan bolta frá stjórnvöldum skrefinu lengra og taka raunverulegt frumkvæði í framþróun framhaldsskólans. Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um menntun og skóla.
Kennarafélag MA alfarið á móti sameiningu Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri er alfarið á móti sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Félagið segir skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Hún hafi verið unnin án samráðs við starfsfólk og nemendur. Skorað er á ráðherra að falla frá áformunum. 8. september 2023 18:35
Umboðsmaður sendir Ásmundi bréf vegna sameiningar Umboðsmaður barna hefur sent Ásmundi Einari Daðasyni, mennta-og barnamálaráðherra bréf vegna sameiningar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna og hvort nemendur hafi fengið að koma sjónarmiðum á framfæri. 8. september 2023 13:01
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun