Sport

Farið að hitna verulega undir Hansi Flick eftir skell gegn Japan

Andri Már Eggertsson skrifar
Það er afar heitt undir Hansi Flick
Það er afar heitt undir Hansi Flick Vísir/Getty

Þýskaland fékk skell gegn Japan í dag 1-4 í æfingaleik. Þýskaland heldur Evrópumótið næsta sumar og tekur því ekki þátt í undankeppni EM.

Leroy Sane skoraði eina mark Þýskalands í niðurlægjandi tapi gegn Japan á heimavelli 1-4. Mikill hiti hefur verið í kringum Þýskaland og spjótin beinast að Hansi Flick, þjálfara Þýskalands.

Hansi Flick hefur aðeins unnið 12 af 26 leikjum sem knattspyrnustjóri Þýskalands og það er farið að hitna verulega undir honum.

Flick var spurður í viðtali hvort hann væri rétti maðurinn í starfið. Hann taldi sig vera það og að liðið væri á góðum stað.

 

Stuðningsmenn Þýskalands bauluðu á liðið þegar flautað var til leiksloka gegn Japan í dag sem var síðasti heimaleikur Þýskalands á árinu 2023. Þýskaland hefur aðeins unnið fjóra af síðustu sautján leikjum.

Þýskaland mun halda Evrópumótið í fótbolta næsta sumar en talið er afar ólíklegt að Flick muni stýra liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×