Kristján Örn Kristjánsson fór fyrir sínu liði í fimm marka sigri gegn Créteil 32-27 í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á mörkum og það var jafnt í hálfleik 15-15. Um miðjan síðari hálfleik sigldi PAUC fram úr og vann verðskuldaðan fimm marka sigur 32-27.
Kristján Örn Kristjánsson fór á kostum og skoraði sjö mörk úr átta skotum. Kristján var allt í öllu og gaf fimm stoðsendingar og fiskaði víti.
Næsti leikur PAUC er gegn Dunkerque á útivelli næsta föstudag.