Tugir fanga færðir um set vegna flótta strokufangans Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. september 2023 16:37 Leitin að strokufanganum Daniel Khalife stóð yfir í rúma þrjá sólarhringa. AP Um það bil fjörutíu fangar í HMP Wandsworth fangelsinu í suðvesturhluta Lundúna hafa verið færðir í annað fangelsi eftir að hinum 21 árs gamla Daniel Khalife tókst að strjúka úr fangelsinu á miðvikudag. Alex Chalk dómsmálaráðherra Bretlands greindi frá þessu við BBC. Umræður hafa orðið um hvort strokufanginn hafi átt að vera vistaður í fangelsi með meiri öryggisgæslu. Chalk segir að farið hafi verið eftir viðeigandi siðareglum í tengslum við í hvers lags fangelsi hann var vistaður. Þá segir hann að öllum reglum um öryggi og mönnun hafi verið fylgt daginn sem maðurinn strauk. Khalife var handtekinn í gær eftir að hafa verið í felum í rúmlega þrjá sólarhringa. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. „Nú er spurning hvort reglunum hafi verið fylgt til hins fyllsta,“ sagði Chalk í samtali við BBC í dag. Hann segist hafa hleypt af stað tveimur rannsóknum í máli Khalife, einni í tengslum við strok hans og annarri í tengslum við hvort hann hafi verið settur í fangelsi með hæfilegum öryggisbúnaði. Khalife var vistaður í fangelsi í B-flokki samkvæmt breskum öryggisstöðlum. Verið er að rannsaka hvort hann hefði átt að vera vistaður í fangelsi í A-flokki, þar sem öryggisgæsla og eftirlit með föngum er meiri. Chalk segir fjörutíu fanga hafa verið færðir í annað fangelsi meðan á rannsókninni stendur til þess að gæta varúðar. Aðspurður hvernig þeir hafi verið valdir eða hvers vegna mikilvægt var að þeir færðu sig vildi hann ekki svara. Tilkynnt var um strok Khalife á mánudagsmorgun. Hann er sagður hafa komist út í gegnum eldhús fangelsisins, bundið sig undir sendiferðabíl og komist þannig út fyrir varnir fangelsisins. Hann var í meira en 22 kílómetra fjarlægð frá fangelsinu þegar lögregla náði haldi á honum í gær. Fangelsismál Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Þrjár milljónir í fundarlaun fyrir strokufangann Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land. 8. september 2023 21:47 Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Alex Chalk dómsmálaráðherra Bretlands greindi frá þessu við BBC. Umræður hafa orðið um hvort strokufanginn hafi átt að vera vistaður í fangelsi með meiri öryggisgæslu. Chalk segir að farið hafi verið eftir viðeigandi siðareglum í tengslum við í hvers lags fangelsi hann var vistaður. Þá segir hann að öllum reglum um öryggi og mönnun hafi verið fylgt daginn sem maðurinn strauk. Khalife var handtekinn í gær eftir að hafa verið í felum í rúmlega þrjá sólarhringa. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. „Nú er spurning hvort reglunum hafi verið fylgt til hins fyllsta,“ sagði Chalk í samtali við BBC í dag. Hann segist hafa hleypt af stað tveimur rannsóknum í máli Khalife, einni í tengslum við strok hans og annarri í tengslum við hvort hann hafi verið settur í fangelsi með hæfilegum öryggisbúnaði. Khalife var vistaður í fangelsi í B-flokki samkvæmt breskum öryggisstöðlum. Verið er að rannsaka hvort hann hefði átt að vera vistaður í fangelsi í A-flokki, þar sem öryggisgæsla og eftirlit með föngum er meiri. Chalk segir fjörutíu fanga hafa verið færðir í annað fangelsi meðan á rannsókninni stendur til þess að gæta varúðar. Aðspurður hvernig þeir hafi verið valdir eða hvers vegna mikilvægt var að þeir færðu sig vildi hann ekki svara. Tilkynnt var um strok Khalife á mánudagsmorgun. Hann er sagður hafa komist út í gegnum eldhús fangelsisins, bundið sig undir sendiferðabíl og komist þannig út fyrir varnir fangelsisins. Hann var í meira en 22 kílómetra fjarlægð frá fangelsinu þegar lögregla náði haldi á honum í gær.
Fangelsismál Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Þrjár milljónir í fundarlaun fyrir strokufangann Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land. 8. september 2023 21:47 Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Þrjár milljónir í fundarlaun fyrir strokufangann Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land. 8. september 2023 21:47
Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40