Konur eru betri skurðlæknar en karlar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. september 2023 14:02 Heilaskurðlæknir skoðar sneiðmyndir af mannsheilanum. Getty Eru konur betri skurðlæknar en karlar? Þessa spurningu lögðu vísindamenn í Kanada og Svíþjóð upp með fyrir nokkrum misserum og nú hefur svarið verið birt. Já, þær virðast vera talsvert betri skurðlæknar. Skoðuðu 1.200.000 sjúkraskrár Læknateymið sem stóð að rannsókninni í Kanada fór í gegnum sjúkraskýrslur 1.200 þúsund sjúklinga á árunum 2007 til 2019, þannig að úrtakið er rúmlega þrisvar sinnum fjölmennara en öll íslenska þjóðin. 25 ólíkar skurðaðgerðir voru skoðaðar, sem snertu hjarta, heila, bein, blóð og önnur líffæri. Niðurstöðurnar sem birtust í læknatímaritinu Jama Surgery, sýna að þremur mánuðum eftir skurðaðgerð kvarta tæp 14% sjúklinga sem skorin voru af körlum undan ýmsum aukaverkunum, en 12,5% þeirra sem lögðust undir hnífinn hjá konum. Meiri aukaverkanir og fleiri endurinnlagnir hjá sjúklingum karllækna Ári eftir aðgerð kvörtuðu 25% sjúklinga karlanna undan aukaverkunum, en rúm 20% þeirra sem höfðu kvenkyns skurðlækna. Sjúklingar karllæknanna voru einnig líklegri til að leggjast aftur inn á sjúkrahús innan þriggja mánaða eftir aðgerð. Þá sýndu gögnin að sjúklingar sem voru til meðferðar hjá körlum voru í 25% meiri hættu á að deyja innan árs eftir aðgerð. Sjúklingar sem nutu handleiðslu kvenkyns skurðlækna dvöldu einnig skemur á sjúkrahúsi. Sambærileg rannsókn sem gerð var í Svíþjóð og vann með 150.000 manna úrtak sýndi sömu eða svipaðar niðurstöður. Kvenskurðlæknar fara sér hægar og hlusta betur á sjúklinga Dr. My Blohm við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, segir að víða um heim sé það enn trú manna að karlar séu betri skurðlæknar en konur, en að þessar rannsóknir ættu aðeins að slá á þá hugaróra. Rannsakendur eru enn að rýna í niðurstöðurnar og leita skýringa á þessum kynjamuni, en vísbendingar eru um að kvenkyns skurðlæknar taki sér lengri tíma í aðgerðirnar og það kunni að vera hluti skýringarinnar. Þá hafa skurðlæknar sem hafa tjáð sig um rannsóknina einng velt upp þeim möguleika að konur sem mundi skurðhnífanna undirbúi sjúklinga sína hugsanlega betur fyrir aðgerðir og hlusti betur á þá eftir aðgerðina. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Skoðuðu 1.200.000 sjúkraskrár Læknateymið sem stóð að rannsókninni í Kanada fór í gegnum sjúkraskýrslur 1.200 þúsund sjúklinga á árunum 2007 til 2019, þannig að úrtakið er rúmlega þrisvar sinnum fjölmennara en öll íslenska þjóðin. 25 ólíkar skurðaðgerðir voru skoðaðar, sem snertu hjarta, heila, bein, blóð og önnur líffæri. Niðurstöðurnar sem birtust í læknatímaritinu Jama Surgery, sýna að þremur mánuðum eftir skurðaðgerð kvarta tæp 14% sjúklinga sem skorin voru af körlum undan ýmsum aukaverkunum, en 12,5% þeirra sem lögðust undir hnífinn hjá konum. Meiri aukaverkanir og fleiri endurinnlagnir hjá sjúklingum karllækna Ári eftir aðgerð kvörtuðu 25% sjúklinga karlanna undan aukaverkunum, en rúm 20% þeirra sem höfðu kvenkyns skurðlækna. Sjúklingar karllæknanna voru einnig líklegri til að leggjast aftur inn á sjúkrahús innan þriggja mánaða eftir aðgerð. Þá sýndu gögnin að sjúklingar sem voru til meðferðar hjá körlum voru í 25% meiri hættu á að deyja innan árs eftir aðgerð. Sjúklingar sem nutu handleiðslu kvenkyns skurðlækna dvöldu einnig skemur á sjúkrahúsi. Sambærileg rannsókn sem gerð var í Svíþjóð og vann með 150.000 manna úrtak sýndi sömu eða svipaðar niðurstöður. Kvenskurðlæknar fara sér hægar og hlusta betur á sjúklinga Dr. My Blohm við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, segir að víða um heim sé það enn trú manna að karlar séu betri skurðlæknar en konur, en að þessar rannsóknir ættu aðeins að slá á þá hugaróra. Rannsakendur eru enn að rýna í niðurstöðurnar og leita skýringa á þessum kynjamuni, en vísbendingar eru um að kvenkyns skurðlæknar taki sér lengri tíma í aðgerðirnar og það kunni að vera hluti skýringarinnar. Þá hafa skurðlæknar sem hafa tjáð sig um rannsóknina einng velt upp þeim möguleika að konur sem mundi skurðhnífanna undirbúi sjúklinga sína hugsanlega betur fyrir aðgerðir og hlusti betur á þá eftir aðgerðina.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent