Konur eru betri skurðlæknar en karlar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. september 2023 14:02 Heilaskurðlæknir skoðar sneiðmyndir af mannsheilanum. Getty Eru konur betri skurðlæknar en karlar? Þessa spurningu lögðu vísindamenn í Kanada og Svíþjóð upp með fyrir nokkrum misserum og nú hefur svarið verið birt. Já, þær virðast vera talsvert betri skurðlæknar. Skoðuðu 1.200.000 sjúkraskrár Læknateymið sem stóð að rannsókninni í Kanada fór í gegnum sjúkraskýrslur 1.200 þúsund sjúklinga á árunum 2007 til 2019, þannig að úrtakið er rúmlega þrisvar sinnum fjölmennara en öll íslenska þjóðin. 25 ólíkar skurðaðgerðir voru skoðaðar, sem snertu hjarta, heila, bein, blóð og önnur líffæri. Niðurstöðurnar sem birtust í læknatímaritinu Jama Surgery, sýna að þremur mánuðum eftir skurðaðgerð kvarta tæp 14% sjúklinga sem skorin voru af körlum undan ýmsum aukaverkunum, en 12,5% þeirra sem lögðust undir hnífinn hjá konum. Meiri aukaverkanir og fleiri endurinnlagnir hjá sjúklingum karllækna Ári eftir aðgerð kvörtuðu 25% sjúklinga karlanna undan aukaverkunum, en rúm 20% þeirra sem höfðu kvenkyns skurðlækna. Sjúklingar karllæknanna voru einnig líklegri til að leggjast aftur inn á sjúkrahús innan þriggja mánaða eftir aðgerð. Þá sýndu gögnin að sjúklingar sem voru til meðferðar hjá körlum voru í 25% meiri hættu á að deyja innan árs eftir aðgerð. Sjúklingar sem nutu handleiðslu kvenkyns skurðlækna dvöldu einnig skemur á sjúkrahúsi. Sambærileg rannsókn sem gerð var í Svíþjóð og vann með 150.000 manna úrtak sýndi sömu eða svipaðar niðurstöður. Kvenskurðlæknar fara sér hægar og hlusta betur á sjúklinga Dr. My Blohm við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, segir að víða um heim sé það enn trú manna að karlar séu betri skurðlæknar en konur, en að þessar rannsóknir ættu aðeins að slá á þá hugaróra. Rannsakendur eru enn að rýna í niðurstöðurnar og leita skýringa á þessum kynjamuni, en vísbendingar eru um að kvenkyns skurðlæknar taki sér lengri tíma í aðgerðirnar og það kunni að vera hluti skýringarinnar. Þá hafa skurðlæknar sem hafa tjáð sig um rannsóknina einng velt upp þeim möguleika að konur sem mundi skurðhnífanna undirbúi sjúklinga sína hugsanlega betur fyrir aðgerðir og hlusti betur á þá eftir aðgerðina. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Skoðuðu 1.200.000 sjúkraskrár Læknateymið sem stóð að rannsókninni í Kanada fór í gegnum sjúkraskýrslur 1.200 þúsund sjúklinga á árunum 2007 til 2019, þannig að úrtakið er rúmlega þrisvar sinnum fjölmennara en öll íslenska þjóðin. 25 ólíkar skurðaðgerðir voru skoðaðar, sem snertu hjarta, heila, bein, blóð og önnur líffæri. Niðurstöðurnar sem birtust í læknatímaritinu Jama Surgery, sýna að þremur mánuðum eftir skurðaðgerð kvarta tæp 14% sjúklinga sem skorin voru af körlum undan ýmsum aukaverkunum, en 12,5% þeirra sem lögðust undir hnífinn hjá konum. Meiri aukaverkanir og fleiri endurinnlagnir hjá sjúklingum karllækna Ári eftir aðgerð kvörtuðu 25% sjúklinga karlanna undan aukaverkunum, en rúm 20% þeirra sem höfðu kvenkyns skurðlækna. Sjúklingar karllæknanna voru einnig líklegri til að leggjast aftur inn á sjúkrahús innan þriggja mánaða eftir aðgerð. Þá sýndu gögnin að sjúklingar sem voru til meðferðar hjá körlum voru í 25% meiri hættu á að deyja innan árs eftir aðgerð. Sjúklingar sem nutu handleiðslu kvenkyns skurðlækna dvöldu einnig skemur á sjúkrahúsi. Sambærileg rannsókn sem gerð var í Svíþjóð og vann með 150.000 manna úrtak sýndi sömu eða svipaðar niðurstöður. Kvenskurðlæknar fara sér hægar og hlusta betur á sjúklinga Dr. My Blohm við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, segir að víða um heim sé það enn trú manna að karlar séu betri skurðlæknar en konur, en að þessar rannsóknir ættu aðeins að slá á þá hugaróra. Rannsakendur eru enn að rýna í niðurstöðurnar og leita skýringa á þessum kynjamuni, en vísbendingar eru um að kvenkyns skurðlæknar taki sér lengri tíma í aðgerðirnar og það kunni að vera hluti skýringarinnar. Þá hafa skurðlæknar sem hafa tjáð sig um rannsóknina einng velt upp þeim möguleika að konur sem mundi skurðhnífanna undirbúi sjúklinga sína hugsanlega betur fyrir aðgerðir og hlusti betur á þá eftir aðgerðina.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira