Það hefur gengið afleitlega hjá þýska landsliðinu síðustu mánuðina. Liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjunum og það eftir að hafa mistekist að komast upp úr riðli sínum á heimsmeistaramótinu í Katar í desember.
Bernd Neuendorf forseti þýska knattspyrnusambandsins sagði að liðið þyrfti nýtt blóð eftir vonbrigði síðustu mánaða.
„Fyrir mig persónulega er þetta ein af erfiðustu ákvörðunum sem ég hef tekið því ég kann vel við Hansi Flick og hans aðstoðarmenn, bæði sem sérfræðinga í knattspyrnu sem og manneskjur. Að ná árangri í íþróttinni er það mikilvægasta fyrir þýska knattspyrnusambandið og því var þessi ákvörðun óumflýjanleg.“
Í gær tapaði Þýskaland 4-1 gegn Japan í æfingaleik og það var kornið sem fyllti mælinn. Flick var ráðinn landsliðsþjálfari eftir að hafa stýrt Bayern Munchen til sigurs í Meistaradeildinni árið 2021
Aðstoðarmenn hans Marcus Sorg og Danny Rohl var einnig sagt upp. Rudi Völler, Hannes Wolf og Sandro Wagner munu stýra liðinu í æfingaleik gegn Frökkum í Dortmund á þriðjudag.