Um 30 rampar á Sólheimum í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. september 2023 21:31 Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima flutti ávarp við athöfnina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Því var fagnað á Sólheimum í Grímsnesi um helgina að rampur númer 825 í verkefninu “Römpum upp Ísland” var vígður en alls stendur til að koma upp um 30 römpum á Sólheimum næstu tvö árin Það var hátíðarstemming á Sólheimum í gær þrátt fyrir töluverða úrkomu á staðnum þegar rampurinn var vígður. Eftir stutt ávarp frá Sigurjóni Erni, stjórnarformanns Sólheima var komið að Eddu Guðmundsdóttur íbúa á staðnum að munda skærin og klippa á vígsluborðann. Haraldur Þorleifsson, forsvarsmaður verkefnisins gat ekki verið á staðnum en hann sendi pabba sinn, sem staðgengil. „Ég er gríðarlega ánægður með þetta. Það er gott að koma hérna að Sólheimum og við höfum fengið mjög góðar viðtökur. Það er búið að auka markmiðið úr þúsund römpum upp í fimmtán hundruð og við ætlum að klára það ári fyrr í staðinn fyrir að klára 2026 ætlum við að klára 2025,” segir Þorleifur Gunnlaugsson staðgengill sonar síns á Sólheimum. Einn af nýju og glæsilegu römpunum á Sólheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Sólheimum eru að sjálfsögðu himinlifandi yfir verkefninu og að fá alla þessa rampa á staðinn til að auðvelda allt aðgengi. „Og þetta verkefni, Römpum Ísland”, maður á ekki til orð. 31 rampur núna á tveimur árum hér á Sólheimum. Sextán í sumar og klárað á næsta ári, þannig að við erum mjög ánægð, mjög ánægð, segir Valgeir Fridolf Backman, umsjónarmaður félagsmála á Sólheimum. Edda Guðmundsdóttur íbúa á staðnum, sem klippti á vígsluborðann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er náttúrulega mikil nauðsyn á þessu hér á Sólheimum? „Já, það er það, við erum farin að eldast og við erum farin að nota grindur, göngugrindur og hérna eru nokkrir hjólastólar, já, mjög þarft og þetta snýst alltaf um það að vera sjálfbær, geta komist á milli staða án þess að einhver sé að ýta manni eða hjálpa manni. Maður á bara að geta gert þetta sjálfur,” bætir Valgeir við. Og í tilefni vígslunnar og allra rampanna sem eru komnir eða eru að koma á Sólheima söng Sólheimakórinn nokkur lög fyrir gesti athafnarinnar og uppskar mikið lófaklapp í staðinn. Sólheimakórinn, sem söng nokkur lög undir stjórn Halla Valla eins og hann er alltaf kallaður á Sólheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Það var hátíðarstemming á Sólheimum í gær þrátt fyrir töluverða úrkomu á staðnum þegar rampurinn var vígður. Eftir stutt ávarp frá Sigurjóni Erni, stjórnarformanns Sólheima var komið að Eddu Guðmundsdóttur íbúa á staðnum að munda skærin og klippa á vígsluborðann. Haraldur Þorleifsson, forsvarsmaður verkefnisins gat ekki verið á staðnum en hann sendi pabba sinn, sem staðgengil. „Ég er gríðarlega ánægður með þetta. Það er gott að koma hérna að Sólheimum og við höfum fengið mjög góðar viðtökur. Það er búið að auka markmiðið úr þúsund römpum upp í fimmtán hundruð og við ætlum að klára það ári fyrr í staðinn fyrir að klára 2026 ætlum við að klára 2025,” segir Þorleifur Gunnlaugsson staðgengill sonar síns á Sólheimum. Einn af nýju og glæsilegu römpunum á Sólheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Sólheimum eru að sjálfsögðu himinlifandi yfir verkefninu og að fá alla þessa rampa á staðinn til að auðvelda allt aðgengi. „Og þetta verkefni, Römpum Ísland”, maður á ekki til orð. 31 rampur núna á tveimur árum hér á Sólheimum. Sextán í sumar og klárað á næsta ári, þannig að við erum mjög ánægð, mjög ánægð, segir Valgeir Fridolf Backman, umsjónarmaður félagsmála á Sólheimum. Edda Guðmundsdóttur íbúa á staðnum, sem klippti á vígsluborðann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er náttúrulega mikil nauðsyn á þessu hér á Sólheimum? „Já, það er það, við erum farin að eldast og við erum farin að nota grindur, göngugrindur og hérna eru nokkrir hjólastólar, já, mjög þarft og þetta snýst alltaf um það að vera sjálfbær, geta komist á milli staða án þess að einhver sé að ýta manni eða hjálpa manni. Maður á bara að geta gert þetta sjálfur,” bætir Valgeir við. Og í tilefni vígslunnar og allra rampanna sem eru komnir eða eru að koma á Sólheima söng Sólheimakórinn nokkur lög fyrir gesti athafnarinnar og uppskar mikið lófaklapp í staðinn. Sólheimakórinn, sem söng nokkur lög undir stjórn Halla Valla eins og hann er alltaf kallaður á Sólheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira