Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.

Heimilisofbeldi, mótmæli gegn hvalveiðum, biðraðir í Leifsstöð og lyfjanotkun vegna ADHD verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Aðgerðasinnar sem stóðu fyrir mótmælum fyrir utan matvælaráðuneytið í morgun segja ríkisstjórnina leyfa veiðar sem ekki samræmast lögum um dýravelferð. Þeir segja ekki of seint að afstýra frekari drápum. Fjórar langreyðar voru veiddar í gær og verður landað í Hvalfirði í dag.

„Fullkominn stormur“ myndaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar um þriðjungur starfsmanna í öryggisleit forfallaðist vegna veikinda. Mánudagsmorgnar eru háannatími og röðin í öryggisleit náði niður í komusal vallarins vegna manneklunnar.

ADHD samtökin hafa skorað á stjórnvöld að setja tafarlaust reglugerð til að koma í veg fyrir að fólk sem notar lyf vegna ADHD verði beitt sektum eða öðrum viðurlögum af hálfu lögreglu í umferðinni. Formaður samtakanna segir núgildandi lög gölluð.

Þjóðin stendur á krossgötum í baráttunni gegn heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Þetta segir prófessor við Háskóla Íslands og einn af skipuleggjendum tæplega 900 manna evrópskrar ráðstefnu um heimilisofbeldi. Hann segir fræðslu og forvarnir vera leiðina út úr ofbeldi.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×