Körfubolti

Ó­trú­leg sigur­karfa þegar að­eins hálf sekúnda var til leiks­loka

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurkörfunni fagnað.
Sigurkörfunni fagnað. Bruce Bennett/Getty Images

Brittney Sykes, leikmaður Washington Mystic, skoraði magnaða sigurkörfu gegn New York Mystic í WNBA-deildinni í körfubolta í nótt. Blakaði hún boltanum þá ofan í þegar hálf sekúnda var til leiksloka.

Mystics-liðið hefur ekki riðið feitum hesti það sem af er tímabili á meðan Liberty-liðið hefur verið hreint út sagt frábært. Það kom því verulega á óvart að staðan væri jöfn 88-88 í New York þegar leikurinn var svo gott sem búinn.

Eflaust hafa New York-búar talið að sigurinn myndi vinnast í framlengingu en Sykes var ekki sömu skoðunar. Mystics tók leikhlé þegar tíminn var þið að renna út. Sett var upp í leikkerfi þar sem Sykes tókst að finna pláss og fá sendingu sem hún blakaði ofan í körfuna þrátt fyrir að hoppa upp við vítalínuna. Sjón er sögu ríkari en þessa mögnuðu körfu má sjá hér að neðan.

Alls skoraði Sykes 20 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í tveggja stiga sigri Mystics. Lokatölur í New York 88-90 í sem var síðasti leikur áður en úrslitakeppnin hefst. Það sem meira er, Liberty og Mystics mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×