Hlustum á unga fólkið Eymundur Eymundsson skrifar 11. september 2023 12:02 Að vita ekki afhverju manni líður illa dagsdaglega og birgja vanlíðan er vondur staður að vera á. Ég var orðinn 38 ára árið 2005 þegar ég sá í fyrsta skipti síðan í æsku hvað hafði stjórnað mínu lífi. Það var skrýtið að sjá að það var til nafn yfir það sem hafði stjórnað mínu lífi með ömurlegum afleiðingum. Ég er óendanlega þakklátur að sjá að ég gat fengið hjálp og þyrfti ekki að fela mína vanlíðan lengur.Það er svo mikið í dag sem við vissum ekki áður og þau sem segja að það sé meiri kvíði í dag en áður tel ég nú ekki rétt. Samfélagið hafði bara ekki þekkingu og fólk sem glímdi við andlegan vanda gat bara ekki tjáð sig á þeim tíma. Við vitum bara betur í dag og til að mynda hef ég flutt norkkra fyrirlestra á https://www.heilsustofnun.is/ og það er ansi mikið af eldra fólki sem kemur til mín og þakkar fyrir og segja ég þekki hvernig er að birgja vanlíðan. Frá 2005 hef ég fengið mörg verkfæri frá góðu fagfólki og úrræðum til að lifa lífinu.Með hjálpinni hef ég menntað mig og rofið mína einangrun sem var algjört myrkur með sjálfsvígshugsunum nær daglega frá æsku. Í ellefu ár var ég verið með fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum landsins til að miðla af minni reynslu hvernig það var að lifa með kvíðaröskun sem kallast félagsfælni. Í mínum fyrirlestrum fór ég yfir hvernig félagsfælni lýsti sér, hvað gerðist og hvernig er í dag. Ég tala um mikilvægi þess að takast á við hugsanaskekkjur sem fylgir kvíðanum og stíga inn í óttann og.Það er gott að finna og vita hvað unga fólkið er móttækilegt og þakklátt og vilja sjá breytingar til að takast á við geðheilsuna. Unga fólkið hefur sagt mér að þau vilji hafa meira af fagfólki sem er menntað á geðheilsusviði. Það hefur verið gefandi að gefa unga fólkinu verkfæri til að takast á vð sjálfan sig og að þau sjái að við sem höfum glímt við félagsfælni erum bara ósköp venjuleg en þurftum bara hjálp til að og nýta okkar styrkleika og lifa lífinu án flótta og leyfa óttanum og skömmini ráða för. Hlustum á unga fólkið. Geðrækt í grunn- og framhaldsskólum. Við erum að missa ungt fólk frá okkur og verðum að gera betur en gert er til að sporna við afleiðingum.Væri ekki gott að efla geðrækt með að setja inn hugræna atferliskennslu (HAM) sem námsgrein í lífsleikni? Hafa fagfólk sem hefur menntað sig í HAM og kenna frá sjötta bekk til útskriftar í grunnskóla og fyrsta ár í framhaldsskóla. Það kostar að efla geðrækt og við munum aldrei fyrirbyggja allar afleiðingar en HAM sem námsgrein gæti verið góður kostur. Með https://ham.reykjalundur.is/ er verið að vinna með m.a. hugsanir, tilfinningar og hegðun til að efla sjálfsmyndina og sjálfstraust og hlýtur að vera vert að skoða sem námsgrein í lífsleikni? Við þurfum líka að átta okkur á því með andlegum vanda mun líka fylgja neikvæð áhrif á stoð- og taugakerfi síðar meir. Með afleiðingum fylgir meiri kostnaður fyrir einstaklinga,ríki og sveitarfélög sem aðstandendur.Nóg er komið af neikvæðum skýrslum af andlegum vanda að nú er komið að meiri virðingu og bæta við fagfólki fyir unga fólkið okkar. Höfundur er félagsliði með persónulega reynslu af kvíða og þunglyndi https://www.visir.is/g/20222324988d/afleidingar-kosta-meira https://www.visir.is/g/20201876749d/hvad-er-fe-lags-faelni- Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Sjá meira
Að vita ekki afhverju manni líður illa dagsdaglega og birgja vanlíðan er vondur staður að vera á. Ég var orðinn 38 ára árið 2005 þegar ég sá í fyrsta skipti síðan í æsku hvað hafði stjórnað mínu lífi. Það var skrýtið að sjá að það var til nafn yfir það sem hafði stjórnað mínu lífi með ömurlegum afleiðingum. Ég er óendanlega þakklátur að sjá að ég gat fengið hjálp og þyrfti ekki að fela mína vanlíðan lengur.Það er svo mikið í dag sem við vissum ekki áður og þau sem segja að það sé meiri kvíði í dag en áður tel ég nú ekki rétt. Samfélagið hafði bara ekki þekkingu og fólk sem glímdi við andlegan vanda gat bara ekki tjáð sig á þeim tíma. Við vitum bara betur í dag og til að mynda hef ég flutt norkkra fyrirlestra á https://www.heilsustofnun.is/ og það er ansi mikið af eldra fólki sem kemur til mín og þakkar fyrir og segja ég þekki hvernig er að birgja vanlíðan. Frá 2005 hef ég fengið mörg verkfæri frá góðu fagfólki og úrræðum til að lifa lífinu.Með hjálpinni hef ég menntað mig og rofið mína einangrun sem var algjört myrkur með sjálfsvígshugsunum nær daglega frá æsku. Í ellefu ár var ég verið með fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum landsins til að miðla af minni reynslu hvernig það var að lifa með kvíðaröskun sem kallast félagsfælni. Í mínum fyrirlestrum fór ég yfir hvernig félagsfælni lýsti sér, hvað gerðist og hvernig er í dag. Ég tala um mikilvægi þess að takast á við hugsanaskekkjur sem fylgir kvíðanum og stíga inn í óttann og.Það er gott að finna og vita hvað unga fólkið er móttækilegt og þakklátt og vilja sjá breytingar til að takast á við geðheilsuna. Unga fólkið hefur sagt mér að þau vilji hafa meira af fagfólki sem er menntað á geðheilsusviði. Það hefur verið gefandi að gefa unga fólkinu verkfæri til að takast á vð sjálfan sig og að þau sjái að við sem höfum glímt við félagsfælni erum bara ósköp venjuleg en þurftum bara hjálp til að og nýta okkar styrkleika og lifa lífinu án flótta og leyfa óttanum og skömmini ráða för. Hlustum á unga fólkið. Geðrækt í grunn- og framhaldsskólum. Við erum að missa ungt fólk frá okkur og verðum að gera betur en gert er til að sporna við afleiðingum.Væri ekki gott að efla geðrækt með að setja inn hugræna atferliskennslu (HAM) sem námsgrein í lífsleikni? Hafa fagfólk sem hefur menntað sig í HAM og kenna frá sjötta bekk til útskriftar í grunnskóla og fyrsta ár í framhaldsskóla. Það kostar að efla geðrækt og við munum aldrei fyrirbyggja allar afleiðingar en HAM sem námsgrein gæti verið góður kostur. Með https://ham.reykjalundur.is/ er verið að vinna með m.a. hugsanir, tilfinningar og hegðun til að efla sjálfsmyndina og sjálfstraust og hlýtur að vera vert að skoða sem námsgrein í lífsleikni? Við þurfum líka að átta okkur á því með andlegum vanda mun líka fylgja neikvæð áhrif á stoð- og taugakerfi síðar meir. Með afleiðingum fylgir meiri kostnaður fyrir einstaklinga,ríki og sveitarfélög sem aðstandendur.Nóg er komið af neikvæðum skýrslum af andlegum vanda að nú er komið að meiri virðingu og bæta við fagfólki fyir unga fólkið okkar. Höfundur er félagsliði með persónulega reynslu af kvíða og þunglyndi https://www.visir.is/g/20222324988d/afleidingar-kosta-meira https://www.visir.is/g/20201876749d/hvad-er-fe-lags-faelni-
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar