Kim í lest á leið til Pútíns Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2023 17:56 Lest, sem talin er vera einkalest Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, við landamæri Kóreu og Kína í dag. AP/Ng Han Guan Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. Þetta er í fyrsta sinn í sem Kim fer út fyrir landamæri Norður-Kóreu í nokkur ár og kemur í kjölfar þess að hann og Pútín eru sagðir hafa sent bréf sín á milli og rætt saman í síma. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir embættismönnum þar að verið sé að aka lestinni til Rússlands en ekki hefur verið staðfest að Kim sé um borð. Hann hefur áður notað lestina til að fara til Rússlands og til Kína. Síðast þegar Kim fór til útlanda fór hann einnig til Vladivostok en það var árið 2019. Umrædd lest sem Kim notast við er sögð vera mynduð úr minnst tuttugu skotheldum lestarvögnum og er hún þess vegna gríðarlega þung. Í frétt BBC segir að lestin fari ekki hraðar en 59 kílómetra á klukkustund. Ráðamenn í Bandaríkjunum halda því fram að Pútín sé að reyna að verða sér út um skotfæri fyrir stórskotalið og önnur hergögn til að nota við innrás Rússa í Úkraínu. Stórskotalið skiptir sköpum í átökunum í Úkraínu og er mikið notað af báðum fylkingum. Bandaríkjamenn segja að refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafi komið niður á hergagnaframleiðslu Rússa og að því leyti þeir aðstoðar. Erfitt er að segja til um hve miklum birgðum af sprengikúlum fyrir stórskotalið Kim situr á, þar sem tiltölulega litlar upplýsingar berast frá einræðisríkinu. Kim er talinn vonast eftir aðstoð við þróun langdrægra eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn ríkisins. Norður-Kórea hefur um árabil unnið að þróun slíkra vopna og er það í trássi við ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Rússar gætu einnig sent Kim matvæli en fregnir berast reglulega af uppskerubrestum og hungursneyð þar í landi. Norður-Kórea hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna vopnaáætlana einræðisríkisins. Norður-Kórea Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10 Rýnt í gagnsóknina: Enginn endir í sjónmáli Þrír mánuðir eru liðnir frá upphafi gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu, auk þess sem þeir hafa sótt fram í austri, nærri Bakhmut. Gagnsóknin hefur gengið hægar en Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra vonuðust til og er það að mestu rakið til umfangsmikilla varna Rússa. 6. september 2023 08:01 Funda og freista þess að eiga viðskipti með vopn og gjaldeyri Erlendir miðlar segja Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Kim Jon-un, leiðtoga Norður-Kóreu, munu funda síðar í þessum mánuði. Talið er líklegt að þeir muni hittast í borginni Vladivostok. 5. september 2023 06:53 Pútín og Kim sagðir skiptast á bréfum Yfirvöld í Bandaríkjunum segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa skipst á bréfum. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu komist á snoðir um þessar bréfasendingar og eru þær sagðar byggja á fyrri samskiptum milli ríkjanna. 30. ágúst 2023 16:24 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn í sem Kim fer út fyrir landamæri Norður-Kóreu í nokkur ár og kemur í kjölfar þess að hann og Pútín eru sagðir hafa sent bréf sín á milli og rætt saman í síma. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir embættismönnum þar að verið sé að aka lestinni til Rússlands en ekki hefur verið staðfest að Kim sé um borð. Hann hefur áður notað lestina til að fara til Rússlands og til Kína. Síðast þegar Kim fór til útlanda fór hann einnig til Vladivostok en það var árið 2019. Umrædd lest sem Kim notast við er sögð vera mynduð úr minnst tuttugu skotheldum lestarvögnum og er hún þess vegna gríðarlega þung. Í frétt BBC segir að lestin fari ekki hraðar en 59 kílómetra á klukkustund. Ráðamenn í Bandaríkjunum halda því fram að Pútín sé að reyna að verða sér út um skotfæri fyrir stórskotalið og önnur hergögn til að nota við innrás Rússa í Úkraínu. Stórskotalið skiptir sköpum í átökunum í Úkraínu og er mikið notað af báðum fylkingum. Bandaríkjamenn segja að refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafi komið niður á hergagnaframleiðslu Rússa og að því leyti þeir aðstoðar. Erfitt er að segja til um hve miklum birgðum af sprengikúlum fyrir stórskotalið Kim situr á, þar sem tiltölulega litlar upplýsingar berast frá einræðisríkinu. Kim er talinn vonast eftir aðstoð við þróun langdrægra eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn ríkisins. Norður-Kórea hefur um árabil unnið að þróun slíkra vopna og er það í trássi við ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Rússar gætu einnig sent Kim matvæli en fregnir berast reglulega af uppskerubrestum og hungursneyð þar í landi. Norður-Kórea hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna vopnaáætlana einræðisríkisins.
Norður-Kórea Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10 Rýnt í gagnsóknina: Enginn endir í sjónmáli Þrír mánuðir eru liðnir frá upphafi gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu, auk þess sem þeir hafa sótt fram í austri, nærri Bakhmut. Gagnsóknin hefur gengið hægar en Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra vonuðust til og er það að mestu rakið til umfangsmikilla varna Rússa. 6. september 2023 08:01 Funda og freista þess að eiga viðskipti með vopn og gjaldeyri Erlendir miðlar segja Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Kim Jon-un, leiðtoga Norður-Kóreu, munu funda síðar í þessum mánuði. Talið er líklegt að þeir muni hittast í borginni Vladivostok. 5. september 2023 06:53 Pútín og Kim sagðir skiptast á bréfum Yfirvöld í Bandaríkjunum segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa skipst á bréfum. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu komist á snoðir um þessar bréfasendingar og eru þær sagðar byggja á fyrri samskiptum milli ríkjanna. 30. ágúst 2023 16:24 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10
Rýnt í gagnsóknina: Enginn endir í sjónmáli Þrír mánuðir eru liðnir frá upphafi gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu, auk þess sem þeir hafa sótt fram í austri, nærri Bakhmut. Gagnsóknin hefur gengið hægar en Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra vonuðust til og er það að mestu rakið til umfangsmikilla varna Rússa. 6. september 2023 08:01
Funda og freista þess að eiga viðskipti með vopn og gjaldeyri Erlendir miðlar segja Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Kim Jon-un, leiðtoga Norður-Kóreu, munu funda síðar í þessum mánuði. Talið er líklegt að þeir muni hittast í borginni Vladivostok. 5. september 2023 06:53
Pútín og Kim sagðir skiptast á bréfum Yfirvöld í Bandaríkjunum segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa skipst á bréfum. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu komist á snoðir um þessar bréfasendingar og eru þær sagðar byggja á fyrri samskiptum milli ríkjanna. 30. ágúst 2023 16:24
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent