Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 11. september 2023 20:11 Af vettvangi í Kópavogi í kvöld. Vísir/Margrét Björk Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. „Við teljum okkur vera búna að slökkva eldinn, en það er alltaf að gossa upp aftur, því þetta er fatalager með flíspeysum og þvílíku. Þannig að við erum að vinna okkur aðeins inn og hreinsa glóð,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá hafi reykur borist yfir í húsnæði veitingastaðarins Pure Deli, sem er í sama húsi. Ekkert liggi fyrir um eldsupptök að svo stöddu og ekki óttast um að fólk sé í húsinu. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri. Myndin er úr safni.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eiga allir að vera komnir út og íbúðirnar sem eru hérna við hliðina á voru rýmdar,“ segir Birgir. Hann segir ekkert liggja fyrir um hversu lengi slökkvilið kemur til með að starfa á vettvangi. „Við erum ekkert að haska okkur alveg núna, við erum búnir að slökkva en þurfum að dunda okkur áfram og tína hér út dót. Það er einhver vinna eftir en ég veit ekki hversu lengi.“ Allt slökkviliðsfólk á vakt á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kallað út, auk einnar frívaktar. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í kvöld. Vísir/Margrét Björk Fólk hafi átt fótum sínum fjör að launa Í samtali við fréttamann á vettvangi segir Ingibjörg Þorvaldsdóttir, eigandi Pure Deli, að litlu hafi munað að stórslys hefði orðið. Viðskiptavinir hafi setið inni á staðnum þegar veggurinn hafi tekið að titra og fólk hreinlega átt fótum sínum fjör að launa. Það sé fyrir öllu að enginn hafi slasast, en sorglegt og mikið áfall að sjá staðinn fara, eftir að hafa byggt hann upp á síðustu sex árum. Ljóst sé að tjónið sé mikið. Hér að neðan má sjá myndband frá vettvangi, þegar slökkvistarfi var að mestu lokið. Á því má sjá að tjónið inni á lagernum er talsvert. Kópavogur Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. 11. september 2023 20:11 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
„Við teljum okkur vera búna að slökkva eldinn, en það er alltaf að gossa upp aftur, því þetta er fatalager með flíspeysum og þvílíku. Þannig að við erum að vinna okkur aðeins inn og hreinsa glóð,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá hafi reykur borist yfir í húsnæði veitingastaðarins Pure Deli, sem er í sama húsi. Ekkert liggi fyrir um eldsupptök að svo stöddu og ekki óttast um að fólk sé í húsinu. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri. Myndin er úr safni.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eiga allir að vera komnir út og íbúðirnar sem eru hérna við hliðina á voru rýmdar,“ segir Birgir. Hann segir ekkert liggja fyrir um hversu lengi slökkvilið kemur til með að starfa á vettvangi. „Við erum ekkert að haska okkur alveg núna, við erum búnir að slökkva en þurfum að dunda okkur áfram og tína hér út dót. Það er einhver vinna eftir en ég veit ekki hversu lengi.“ Allt slökkviliðsfólk á vakt á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kallað út, auk einnar frívaktar. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í kvöld. Vísir/Margrét Björk Fólk hafi átt fótum sínum fjör að launa Í samtali við fréttamann á vettvangi segir Ingibjörg Þorvaldsdóttir, eigandi Pure Deli, að litlu hafi munað að stórslys hefði orðið. Viðskiptavinir hafi setið inni á staðnum þegar veggurinn hafi tekið að titra og fólk hreinlega átt fótum sínum fjör að launa. Það sé fyrir öllu að enginn hafi slasast, en sorglegt og mikið áfall að sjá staðinn fara, eftir að hafa byggt hann upp á síðustu sex árum. Ljóst sé að tjónið sé mikið. Hér að neðan má sjá myndband frá vettvangi, þegar slökkvistarfi var að mestu lokið. Á því má sjá að tjónið inni á lagernum er talsvert.
Kópavogur Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. 11. september 2023 20:11 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. 11. september 2023 20:11