Erlent

Leggja fimm evru dag­gjald á ferða­menn

Atli Ísleifsson skrifar
Feneyjar er einn vinsælasti ferðamannastaður Evrópu. Flestir leggja meðal annars leið sína að Rialto-brúnni.
Feneyjar er einn vinsælasti ferðamannastaður Evrópu. Flestir leggja meðal annars leið sína að Rialto-brúnni. EPA

Búist er við að borgaryfirvöld í Feneyjum á Ítalíu muni samþykkja að leggja sérstakt fimm evru daggjald á ferðamenn sem sækja borgina heim í tilraun til að takmarka straum ferðamanna til borgarinnar.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að allir ferðamenn – fjórtán ára og eldri – muni þurfa að greiða gjaldið og sömuleiðis fyrirfram skrá komu sína til borgarinnar sem er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í álfunni.

Borgarfulltrúinn Simone Venturini segir að um tilraunaverkefni sé að ræða sem muni standa til háannatímans næsta sumar, það er þegar ferðamenn í borginni eru alla jafna hvað flestir.

Borgin er einungis tæpir átta ferkílómetrar að stærð og tók á móti nærri þrettán milljónum ferðamanna árið 2019, en spár gera ráð fyrir að á komandi árum muni fjöldinn verða meiri en hann var árin fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar.


Tengdar fréttir

Hyggjast selja að­­göngu­miða að Fen­eyjum

Frá og með næsta vori verður ferðamönnum sem ætla sér að eyða deginum í Feneyjum gert að borga fimm evrur fyrir aðgangsmiða að borginni. Gjaldið er tilraun borgaryfirvalda til þess að sporna gegn gríðarmikilli ferðamennsku í borginni yfir vor- og sumartímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×