Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Kolbeinn Tumi Daðason og Árni Sæberg skrifa 15. september 2023 07:01 Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hefur leitt margar af stærstu rannsóknum miðlægu rannsóknardeildarinnar undanfarin ár. Vísir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. Margeir hefur verið stjórnandi miðlægrar rannsóknardeildar hjá embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var sálfræði- og ráðgjafarstofa fengin til þess að taka til skoðunar stjórnarhætti Margeirs. Ákvörðun hans að taka rannsakanda hjá embættinu, undirmann sinn, skyndilega úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu var meðal þess sem tekið var til skoðunar. Sálfræði- og ráðgjafarstofan ræddi við starfsfólk á deildinni við úttekt sína og skilaði skýrslu til yfirstjórnar lögreglu. Tjá sig ekki um málefni einstakra starfsmanna Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að Margeir sé kominn í leyfi. Embættið tjái sig að öðru leyti ekki um málefni einstakra starfsmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn með verkefni Margeirs á sinni könnu. Grímur vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við fréttastofu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Vísir/Arnar Miðlæg rannsóknardeild annast meðal annars rannsóknir alvarlegra ofbeldisbrota, kynferðisbrota, meiri háttar fjármunabrota og skipulagðrar brotastarfsemi, t.d. fíkniefnabrota, mansals og vændis. Hlutverk rannsóknardeildarinnar er að sinna rannsóknum flókinna, viðamikilla sakamála þar sem m.a. getur þurft að leiða saman hóp sérfræðinga og afla gagna víða. Aðstoðarlögreglustjóri hætti Þetta er ekki eina mannauðsmálið sem komið hefur upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu innan við ári. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, hætti störfum í apríl eftir að hafa farið í leyfi í desember í fyrra eftir úttekt sálfræðistofu á ákærusviðinu. Hulda Elsa hafði verið lykilmaður innan lögreglunnar um árabil. Hún starfaði hjá ríkissaksóknara um ellefu ára skeið og var sviðsstjóri ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því 2016. Þá var hún staðgengill lögreglustjóra frá árinu 2017 og hefur tvisvar verið settur lögreglustjóri. Þá greindi RÚV frá því í mars síðastliðnum að yfirlögregluþjónn hjá embættinu hefði verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni á gleðskap lögreglufólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur yfirlögregluþjónn kominn aftur til starfa. Málið var afgreitt á milli einstaklinga, þ.e. hans og kvennanna sem sökuðu hann um kynferðislega áreitni á starfsmannafögnuði. Hann hefur verið í aðalhlutverki við rannsóknir kynferðisbrota. Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Lögreglan sé almennt mjög heppin með stjórnendur og starfið gangi vel. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglan Tengdar fréttir Yfirlögregluþjónn sakaður um kynferðislega áreitni á starfsmannaviðburði Lögreglan hjá höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur yfirlögregluþjóni hjá embættinu. Hann hefur meðal annars starfað í kynferðisbrotadeild. Yfirlögregluþjónninn verður áfram við störf. 24. mars 2023 19:56 Hulda Elsa aðstoðarlögreglustjóri komin í leyfi frá störfum Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta gerist eftir að sálfræðistofa gerði úttekt hjá starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu skýrslu. 8. desember 2022 14:48 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Margeir hefur verið stjórnandi miðlægrar rannsóknardeildar hjá embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var sálfræði- og ráðgjafarstofa fengin til þess að taka til skoðunar stjórnarhætti Margeirs. Ákvörðun hans að taka rannsakanda hjá embættinu, undirmann sinn, skyndilega úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu var meðal þess sem tekið var til skoðunar. Sálfræði- og ráðgjafarstofan ræddi við starfsfólk á deildinni við úttekt sína og skilaði skýrslu til yfirstjórnar lögreglu. Tjá sig ekki um málefni einstakra starfsmanna Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að Margeir sé kominn í leyfi. Embættið tjái sig að öðru leyti ekki um málefni einstakra starfsmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn með verkefni Margeirs á sinni könnu. Grímur vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við fréttastofu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Vísir/Arnar Miðlæg rannsóknardeild annast meðal annars rannsóknir alvarlegra ofbeldisbrota, kynferðisbrota, meiri háttar fjármunabrota og skipulagðrar brotastarfsemi, t.d. fíkniefnabrota, mansals og vændis. Hlutverk rannsóknardeildarinnar er að sinna rannsóknum flókinna, viðamikilla sakamála þar sem m.a. getur þurft að leiða saman hóp sérfræðinga og afla gagna víða. Aðstoðarlögreglustjóri hætti Þetta er ekki eina mannauðsmálið sem komið hefur upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu innan við ári. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, hætti störfum í apríl eftir að hafa farið í leyfi í desember í fyrra eftir úttekt sálfræðistofu á ákærusviðinu. Hulda Elsa hafði verið lykilmaður innan lögreglunnar um árabil. Hún starfaði hjá ríkissaksóknara um ellefu ára skeið og var sviðsstjóri ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því 2016. Þá var hún staðgengill lögreglustjóra frá árinu 2017 og hefur tvisvar verið settur lögreglustjóri. Þá greindi RÚV frá því í mars síðastliðnum að yfirlögregluþjónn hjá embættinu hefði verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni á gleðskap lögreglufólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur yfirlögregluþjónn kominn aftur til starfa. Málið var afgreitt á milli einstaklinga, þ.e. hans og kvennanna sem sökuðu hann um kynferðislega áreitni á starfsmannafögnuði. Hann hefur verið í aðalhlutverki við rannsóknir kynferðisbrota. Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Lögreglan sé almennt mjög heppin með stjórnendur og starfið gangi vel. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglan Tengdar fréttir Yfirlögregluþjónn sakaður um kynferðislega áreitni á starfsmannaviðburði Lögreglan hjá höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur yfirlögregluþjóni hjá embættinu. Hann hefur meðal annars starfað í kynferðisbrotadeild. Yfirlögregluþjónninn verður áfram við störf. 24. mars 2023 19:56 Hulda Elsa aðstoðarlögreglustjóri komin í leyfi frá störfum Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta gerist eftir að sálfræðistofa gerði úttekt hjá starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu skýrslu. 8. desember 2022 14:48 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Yfirlögregluþjónn sakaður um kynferðislega áreitni á starfsmannaviðburði Lögreglan hjá höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur yfirlögregluþjóni hjá embættinu. Hann hefur meðal annars starfað í kynferðisbrotadeild. Yfirlögregluþjónninn verður áfram við störf. 24. mars 2023 19:56
Hulda Elsa aðstoðarlögreglustjóri komin í leyfi frá störfum Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta gerist eftir að sálfræðistofa gerði úttekt hjá starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu skýrslu. 8. desember 2022 14:48