Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Kolbeinn Tumi Daðason og Árni Sæberg skrifa 15. september 2023 07:01 Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hefur leitt margar af stærstu rannsóknum miðlægu rannsóknardeildarinnar undanfarin ár. Vísir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. Margeir hefur verið stjórnandi miðlægrar rannsóknardeildar hjá embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var sálfræði- og ráðgjafarstofa fengin til þess að taka til skoðunar stjórnarhætti Margeirs. Ákvörðun hans að taka rannsakanda hjá embættinu, undirmann sinn, skyndilega úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu var meðal þess sem tekið var til skoðunar. Sálfræði- og ráðgjafarstofan ræddi við starfsfólk á deildinni við úttekt sína og skilaði skýrslu til yfirstjórnar lögreglu. Tjá sig ekki um málefni einstakra starfsmanna Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að Margeir sé kominn í leyfi. Embættið tjái sig að öðru leyti ekki um málefni einstakra starfsmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn með verkefni Margeirs á sinni könnu. Grímur vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við fréttastofu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Vísir/Arnar Miðlæg rannsóknardeild annast meðal annars rannsóknir alvarlegra ofbeldisbrota, kynferðisbrota, meiri háttar fjármunabrota og skipulagðrar brotastarfsemi, t.d. fíkniefnabrota, mansals og vændis. Hlutverk rannsóknardeildarinnar er að sinna rannsóknum flókinna, viðamikilla sakamála þar sem m.a. getur þurft að leiða saman hóp sérfræðinga og afla gagna víða. Aðstoðarlögreglustjóri hætti Þetta er ekki eina mannauðsmálið sem komið hefur upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu innan við ári. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, hætti störfum í apríl eftir að hafa farið í leyfi í desember í fyrra eftir úttekt sálfræðistofu á ákærusviðinu. Hulda Elsa hafði verið lykilmaður innan lögreglunnar um árabil. Hún starfaði hjá ríkissaksóknara um ellefu ára skeið og var sviðsstjóri ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því 2016. Þá var hún staðgengill lögreglustjóra frá árinu 2017 og hefur tvisvar verið settur lögreglustjóri. Þá greindi RÚV frá því í mars síðastliðnum að yfirlögregluþjónn hjá embættinu hefði verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni á gleðskap lögreglufólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur yfirlögregluþjónn kominn aftur til starfa. Málið var afgreitt á milli einstaklinga, þ.e. hans og kvennanna sem sökuðu hann um kynferðislega áreitni á starfsmannafögnuði. Hann hefur verið í aðalhlutverki við rannsóknir kynferðisbrota. Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Lögreglan sé almennt mjög heppin með stjórnendur og starfið gangi vel. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglan Tengdar fréttir Yfirlögregluþjónn sakaður um kynferðislega áreitni á starfsmannaviðburði Lögreglan hjá höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur yfirlögregluþjóni hjá embættinu. Hann hefur meðal annars starfað í kynferðisbrotadeild. Yfirlögregluþjónninn verður áfram við störf. 24. mars 2023 19:56 Hulda Elsa aðstoðarlögreglustjóri komin í leyfi frá störfum Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta gerist eftir að sálfræðistofa gerði úttekt hjá starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu skýrslu. 8. desember 2022 14:48 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Margeir hefur verið stjórnandi miðlægrar rannsóknardeildar hjá embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var sálfræði- og ráðgjafarstofa fengin til þess að taka til skoðunar stjórnarhætti Margeirs. Ákvörðun hans að taka rannsakanda hjá embættinu, undirmann sinn, skyndilega úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu var meðal þess sem tekið var til skoðunar. Sálfræði- og ráðgjafarstofan ræddi við starfsfólk á deildinni við úttekt sína og skilaði skýrslu til yfirstjórnar lögreglu. Tjá sig ekki um málefni einstakra starfsmanna Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að Margeir sé kominn í leyfi. Embættið tjái sig að öðru leyti ekki um málefni einstakra starfsmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn með verkefni Margeirs á sinni könnu. Grímur vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við fréttastofu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Vísir/Arnar Miðlæg rannsóknardeild annast meðal annars rannsóknir alvarlegra ofbeldisbrota, kynferðisbrota, meiri háttar fjármunabrota og skipulagðrar brotastarfsemi, t.d. fíkniefnabrota, mansals og vændis. Hlutverk rannsóknardeildarinnar er að sinna rannsóknum flókinna, viðamikilla sakamála þar sem m.a. getur þurft að leiða saman hóp sérfræðinga og afla gagna víða. Aðstoðarlögreglustjóri hætti Þetta er ekki eina mannauðsmálið sem komið hefur upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu innan við ári. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, hætti störfum í apríl eftir að hafa farið í leyfi í desember í fyrra eftir úttekt sálfræðistofu á ákærusviðinu. Hulda Elsa hafði verið lykilmaður innan lögreglunnar um árabil. Hún starfaði hjá ríkissaksóknara um ellefu ára skeið og var sviðsstjóri ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því 2016. Þá var hún staðgengill lögreglustjóra frá árinu 2017 og hefur tvisvar verið settur lögreglustjóri. Þá greindi RÚV frá því í mars síðastliðnum að yfirlögregluþjónn hjá embættinu hefði verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni á gleðskap lögreglufólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur yfirlögregluþjónn kominn aftur til starfa. Málið var afgreitt á milli einstaklinga, þ.e. hans og kvennanna sem sökuðu hann um kynferðislega áreitni á starfsmannafögnuði. Hann hefur verið í aðalhlutverki við rannsóknir kynferðisbrota. Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Lögreglan sé almennt mjög heppin með stjórnendur og starfið gangi vel. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglan Tengdar fréttir Yfirlögregluþjónn sakaður um kynferðislega áreitni á starfsmannaviðburði Lögreglan hjá höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur yfirlögregluþjóni hjá embættinu. Hann hefur meðal annars starfað í kynferðisbrotadeild. Yfirlögregluþjónninn verður áfram við störf. 24. mars 2023 19:56 Hulda Elsa aðstoðarlögreglustjóri komin í leyfi frá störfum Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta gerist eftir að sálfræðistofa gerði úttekt hjá starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu skýrslu. 8. desember 2022 14:48 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Yfirlögregluþjónn sakaður um kynferðislega áreitni á starfsmannaviðburði Lögreglan hjá höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur yfirlögregluþjóni hjá embættinu. Hann hefur meðal annars starfað í kynferðisbrotadeild. Yfirlögregluþjónninn verður áfram við störf. 24. mars 2023 19:56
Hulda Elsa aðstoðarlögreglustjóri komin í leyfi frá störfum Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta gerist eftir að sálfræðistofa gerði úttekt hjá starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu skýrslu. 8. desember 2022 14:48