„Hafið vit á að dæma hlutina rétt og ekki taka þetta af liðinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. september 2023 19:15 Guðni skaut létt á sérfræðinga eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét FH tapaði 2-3 gegn Þrótti á heimavelli. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var brjálaður út í dómgæsluna þar sem löglegt mark var tekið af FH. „Mér skilst að leikurinn hafi haft jöfnunarmark eftir að hafa fengið að heyra að þetta hafi verið mark þá er ótrúlega sárt að það séu aðilar sem taka þetta af liðinu,“ sagði Guðni Eiríksson eftir leik. Í uppbótartíma skoraði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. „Það var enginn að óska eftir flaggi og þetta var ótrúlegt. Ég sagði við aðstoðardómarann að ég ætlaði rétt að vona að þetta væri rétt hjá honum. Hann sagði að þetta hafi verið klár rangstaða en ég tek það fram að ég á eftir að sjá atvikið aftur en ef að þetta er rangt þá er þetta svo dýrt og vont.“ „Ég þoli ekki svona, hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik.“ Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að fá stig. „Mörkin sem við fengum á okkur voru dýr. Í stöðunni 0-0 fannst mér við vera ofan á. Fyrsta markið fór í stöngina og í bakið á markmanninum og í öðru markinu gerði Aldís mistök og þriðja markið var vítaspyrna. Þetta var högg eftir högg eftir högg.“ „En við gáfumst ekki upp og út á það snýst liðsíþróttin og út á það gengur liðsíþróttin og framlagið, viljinn og dugnaðurinn var frábær. Þetta vill maður að liðið standi fyrir og ég gat ekki beðið um neitt meira frá liðinu.“ „Liðið sýndi að þeim er ekki sama og það lagði sig fram. En aftur ef markið var tekið af okkur þá verð ég brjálaður.“ Guðni var svekktur með mörkin sem FH fékk á sig í fyrri hálfleik og benti á að þetta var ekki í fyrsta sinn sem lukkan var með Þrótti gegn þeim. „Mörkin í fyrri hálfleik komu upp úr engu sem er mjög pirrandi. Í fyrsta leiknum á móti okkur fengu þær tvö víti í fyrri hálfleik. Hlutirnir hafa fallið með Þrótti á móti okkur og það er pirrandi,“ sagði Guðni Eiríksson að lokum. FH Besta deild kvenna Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira
„Mér skilst að leikurinn hafi haft jöfnunarmark eftir að hafa fengið að heyra að þetta hafi verið mark þá er ótrúlega sárt að það séu aðilar sem taka þetta af liðinu,“ sagði Guðni Eiríksson eftir leik. Í uppbótartíma skoraði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. „Það var enginn að óska eftir flaggi og þetta var ótrúlegt. Ég sagði við aðstoðardómarann að ég ætlaði rétt að vona að þetta væri rétt hjá honum. Hann sagði að þetta hafi verið klár rangstaða en ég tek það fram að ég á eftir að sjá atvikið aftur en ef að þetta er rangt þá er þetta svo dýrt og vont.“ „Ég þoli ekki svona, hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik.“ Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að fá stig. „Mörkin sem við fengum á okkur voru dýr. Í stöðunni 0-0 fannst mér við vera ofan á. Fyrsta markið fór í stöngina og í bakið á markmanninum og í öðru markinu gerði Aldís mistök og þriðja markið var vítaspyrna. Þetta var högg eftir högg eftir högg.“ „En við gáfumst ekki upp og út á það snýst liðsíþróttin og út á það gengur liðsíþróttin og framlagið, viljinn og dugnaðurinn var frábær. Þetta vill maður að liðið standi fyrir og ég gat ekki beðið um neitt meira frá liðinu.“ „Liðið sýndi að þeim er ekki sama og það lagði sig fram. En aftur ef markið var tekið af okkur þá verð ég brjálaður.“ Guðni var svekktur með mörkin sem FH fékk á sig í fyrri hálfleik og benti á að þetta var ekki í fyrsta sinn sem lukkan var með Þrótti gegn þeim. „Mörkin í fyrri hálfleik komu upp úr engu sem er mjög pirrandi. Í fyrsta leiknum á móti okkur fengu þær tvö víti í fyrri hálfleik. Hlutirnir hafa fallið með Þrótti á móti okkur og það er pirrandi,“ sagði Guðni Eiríksson að lokum.
FH Besta deild kvenna Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira