Menning

Síldar­minja­safnið hlaut Phoenix-verð­launin

Atli Ísleifsson skrifar
Síldarminjasafnið á Siglufirði.
Síldarminjasafnið á Siglufirði. Vísir/Jóhann K.

Síldarminjasafnið á Siglufirði hlaut Phoenix-verðlaun Félags bandarískra ferðarithöfunda (e. Society of American Travel Writers) síðastliðinn laugardag.

Frá þessu segir á vef Fjallabyggðar. Þar kemur fram að umrædd verðlaun hafi fyrst verið veitt árið 1969 og eru því orðin rótgróin. 

„Með þeim er veitt viðurkenning á sviði sögu, menningar og umhverfis og heiðraðir áfangastaðir sem sýna ábyrga, sjálfbæra ferðaþjónustu.

Forsaga þess að Síldarminjasafnið var tilnefnt til verðlaunanna er sú að í júlí 2022 heimsótti Dale Ann Leatherman safnið með hópi ferðafólks og varð algerlega dolfallin. Í kjölfarið setti hún sig í samband við Anitu Elefsen safnstjóra og fékk allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir tilnefninguna. 

Dale tilkynnti starfsfólki safnsins um úthlutun verðlaunanna nú um helgina og sagðist vonast til þess að verðlaunin yrðu til þess að auka vitund fólks um sögulega áfangastaði og einstakt átak bæjar til að varðveita arfleifð sína.

Verðlaunin eru sannarlega enn ein rósin í hnappagat Síldarminjasafnsins,“ segir á vef Fjallabyggðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×