Fótbolti

Fjórir leikmenn látnir í flóðinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Skjáskot

Knattspyrnusamband Líbýu staðfesti andlát fjögurra knattspyrnumanna í einu mannskæðasta flóði aldarinnar. 

CNN greinir frá því að yfir 6.000 hafi látið lífið í flóðinu og rúmlega 10.000 sé enn saknað. Skaðvaldurinn er stormurinn Daníel sem reið yfir Miðjarðarhafið. Fjöldi landa hefur fundið fyrir áhrifum hans en verstar urðu afleiðingarnar í Líbýu. 

Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Shaheen Al-Jamil, Monder Sadaqa og bræðurnir Saleh Sasi og Ayoub Sasi.

Shaheen Al-Jamil lék með úrvalsdeildarfélaginu Al-Tahaddi. Monder Sadaqa og bræðurnir Saleh og Ayoub voru allir leikmenn Darnes. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×