Innlent

Agnar og Sunna ráða gátuna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mannfræðingarnir Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir að skoða beinin og taka sýni til að rannsaka.
Mannfræðingarnir Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir að skoða beinin og taka sýni til að rannsaka. Íslensk erfðagreining

Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að það væri réttlætismál að komast að uppruna beinanna.

„Ef að þessi bein koma úr skrokki íslensks manns getum við að öllum líkindum komist að því hver hann var,“ sagði Kári.

Ef sýnið reynist innihalda DNA, þá gætu niðurstöður legið fyrir eftir um það bil 2 til 3 vikur. Auk DNA greiningar verður aldur beinanna metin með kolefnisaldursgreiningu.

Fram kemur í tilkynningu Íslenskrar erfðagreiningar að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi falið fyrirtækinu að rannsaka beinin eftir að Kári bauðst til þess að reyna að ráða gátuna.


Tengdar fréttir

Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum

Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×