Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
KvöldfréttiR stöðvar 2 Sindri

Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar á hvalveiðiskipinu Hvalur 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra MAST um málið í beinni.

Þingveturinn hófst af fullum krafti í dag með fyrstu umræðu um fjárlögin. Við verðum í beinni frá Alþingi og heyrum í þingmönnum.

Notkun einnota rafrettna hefur aukist verulega síðustu ár og sífellt fleiri skilja þær eftir í náttúrunni eftir notkun. Við hittum einn helsta plokkara landsins sem myndi helst vilja banna þær.

Hauskúpan sem fannst í Ráðherrabústaðnum í sumar er af smávaxinni konu og var mögulega notuð sem öskubakki. Við kynnum okkur þetta dularfulla mál í kvöldfréttum og skoðum hauskúpuna.

Þá verðum við í beinni með listamanneskju ársins á hátíðinni List án landamæra og hittum skemmtilega skemmtilegan bónda sem heldur dúfur og ræktar vín.

Í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum fer Kristín Ólafsdóttir yfir rafhlaupahjólamenninguna á Íslandi – og sýnir okkur kannski sérstaklega hvernig eigi ekki að hegða sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×