„Ég er fréttamaður en ekki einhver spákelling“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2023 11:15 Bjarni Felixsson var sæmdur Fálkaorðunni í janúar í fyrra. Forseti.is Landsmenn minnast íþróttafréttamannsins og knattspyrnukappans fyrrverandi Bjarna Felixsonar með mikilli hlýju. Bjarni var fastagestur á skjám og í útvarpi landsmanna um árabil. Hann tók hlutverk sitt alvarlega þótt alltaf hafi verið stutt í húmorinn. Liverpool birti mynd af Bjarna Fel í gær á tímamótadegi í sögu félagsins. Bjarni var 86 ára gamall og staddur í jarðarför hjá vini sínum Finn Meier í Danmörku þegar hann lést. Hann var KR-ingur númer eitt, spilaði með félaginu um árabil og sömuleiðis fyrir íslenska landsliðið. Hann var einn þriggja Felix-bræðra sem kunnu þá list að sparka í bolta og fékk viðurnefnið Rauða ljónið vegna þess að hann var með eldrautt hár á sínum yngri árum. Bjarni var ekki aðeins frábær íþróttafréttamaður heldur líka mikill húmoristi. Laddi skellti sér oftar en einu sinni í gervi Bjarna Fel. Í áramótaskaupinu 1985 tók Bjarni þátt í gríninu. Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR, minnist Bjarna með hlýhug. Bjarni ólst upp á Bræðraborgarstígnum og lék fótbolta með KR frá unga aldri. Hundruði leikja fyrir félagið. Hann var sigursæll og varð fimm sinnum Íslandsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari. „Bjarni kom sömuleiðis að þjálfun yngri flokka félagsins. Bjarni sat í stjórn knattspyrnundeildarinnar um árabil. Alla tíð bar hann sterkar taugar til KR og lýsti meðal annars fjöldamörgum leikjum í KR útvarpinu og lét sig sjaldan vanta á leiki. Iðulega lét hann sjá sig í starfi KR á hinum ýmsu sviðum,“ segir á vef KR. Bjarni Felixson með KR-trefilinn.HAG „Við sendum eftirlifandi eiginkonu hans, Álfheiði Gísladóttur, og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur, stórt skarð hefur verið hoggið í KR-fjölskylduna.“ Bjarni starfaði við Ríkisútvarpið um árabil. Meðal annars með Adolfi Inga Erlingssyni sem minnist vinar síns og vinnufélaga með hlýhug. Hann segir fáa hafa markað dýpri spor í íþróttalífi Íslendinga og engir íþróttafréttamenn. Bjarni Feli á kunnuglegum stað, á skjánum.RÚV „Það var mín gæfa þegar ég var ráðinn til starfa á íþróttadeild Ríkisútvarpsins haustið 1992 að vera settur á vaktir í útvarpinu undir handleiðslu Bjarna. Í þá daga voru kvöldfréttir útvarps hálftími að lengd og íþróttafréttir voru stór hluti þeirra. Um helgar voru okkur skammtaðar 10 mínútur af 30. Að auki voru hádegisfréttir og tíufréttir á kvöldin lykiltímar íþrótta.“ Adolf minnir á að þarna hafi Internetið ekki einu sinni verið hugmynd. Útvarpsfréttatímarnir voru aðal úrslitaþjónusta landsmanna og sú sem menn reiddu sig á. Annars þurftu þeir að bíða til morguns og lesa dagblöðin. Bjarni Felixson var flottur knattspyrnumaður. Hann spilaði sex landsleiki fyrir Ísland. „Bjarni var vakinn og sofinn yfir starfi sínu og ætlaðist til þess sama af samstarfsmönnum sínum. Hann leitaði frétta að utan með því að hlusta á BBC auk þess að lúslesa fréttaskeyti og fylgdist með öllu sem gerðist í íþróttaheiminum. Iðulega hringdi hann eftir fréttatima og spurði af hverju ég hefði ekki sagt frá einhverju sem honum fannst að hefði átt að vera í honum.“ Stundum hafi fréttastofan reynt að seilast í tíu mínútur íþróttadeildarinnar um helgar. „En Bjarni stóð fast á sínu og einhvern tíma sagði hann hróðugur: það var ekkert að gerast, ég fékk 11 mínútur. Undir hans leiðsögn lærði ég að segja íþróttafréttir og hann kenndi mér margt í lýsingum íþrótta sem nýttist mér vel í starfinu. Þegar netið kom svo til óttaðist ég fyrst að Bjarni myndi dragast aftur úr, enda ekkert unglamb og tæknin ný af nálinni. En það var öðru nær. Karlinn áttaði sig strax á dyrunum sem þetta fyrirbæri opnaði honum og hann gernýtti það til að afla frétta hraðar og betur.“ Bjarni við lýsingar í KR-útvarpinu. Félagar hans í útvarpinu minnast hans með hlýhug.Hlynur Bjarni hafi verið nestor meðal íþróttafréttamanna en einnig einstakur karakter. Lifandi goðsögn. „KRingur og Vesturbæingur sem hreykti sér af því að hafa aldrei sofið fyrir austan læk í Reykjavík. Hann var mikill fjölskyldumaður þrátt fyrir að helga sig starfinu og hann var stoltur af afkvæmum sínum.“ Adolf segir eftirsjá í Bjarna Fel. „Hann á aldrei eftir að ávarpa mig aftur með orðunum elsku drengurinn eins og hann átti til. Það er eitthvað ljóðrænt og svolítið dæmigert að Bjarni skuli hafa orðið bráðkvaddur í Kaupmannahöfn, sínum uppáhaldsstað þar sem hann var til að fylgja jafnaldra sínum, kollega og aldavini, Finn Heiner, til grafar.“ Bogi Ágústsson þulur hjá RÚV starfaði með Bjaran um árabil. Bogi minnist Bjarna sem fyrirmyndar, goðsagnar og vinar. Hann birtir mynd á Facebook frá súpuboði Gunnars Baldurssonar leikmyndahönnuði. Hópurinn minnist Bjarna Fel með hlýju og söknuði. Bjarni á meðal góðra vina og félaga. Myndin er tekin fyrir nokkrum árum en sami hópur hittist nýlega.Bogi Ágústsson Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður á RÚV minnist samstarfsins við Bjarna. Bjarni hafi fundið upp á gælunafni hans, Óli Palli. „Við kynntumst þegar ég var nýbyrjaður hjá Ríkisútvarpinu sem tæknimaður. Ég var oft með Bjarna á vakt þegar lýst var frá heilu umferðunum í fótboltanum á Rás 2. Bjarni var þá oft í stúdíóinu og skipti rösklega milli valla. Ég var hinumegin við glerið og stjórnaði útsendingunni. Svo kom hálfleikur og Bjarni sagði; Nú ætlar Óli Palli (með áherslu á Palli) að skella lagi á fóninn meðan við bíðum eftir að seinni hálfleikur hefjist. Ég hafði aldrei verið kallaður Óli Palli - heldur Óli Páll. Það var Bjarni blessaður sem festi þetta á mig og ég segi bara takk,“ segir Ólafur Páll. Bjarni Fel var í viðtali á Vísi sumarið 2011 fyrir enn einn KR-leikinn sem hann lýsti í KR-útvarpinu. Útileik gegn Breiðabliki. Bjarni sagðist alltaf gæta hlutleysis í lýsingum sínum. „Ég fékk Bjarna svo oft til að lesa veðurspána í Popplandi nokkrum árum síðar þegar hann kom til mín í hádeginu með íþróttayfirlit. Einu sinni fauk í hann og hann rauk út úr stúdíóinu eftir að ég hafði beðið hann um að „spá“ um úrslit í landsleik sem var Þá um kvöldið. Ég er fréttamaður en ekki einhver spákelling sagði hann eftir að ég var búinn að loka fyrir hljóðnemana. Það var enginn eins og Bjarni Fel. Ég minnist hans með hlýju og votta fjölskyldu og vinum samúð.“ Bjarni átti eftir mýkjast hvað varðaði spádóma. Í það minnsta vék hann sér ekki undir spurningunni í viðtali fyrir bikarúrslitaleikinn árið 2012. Tónlistarspekúlantinn Dr. Gunni stingur niður penna til minningar um Bjarna sem hafi alltaf verið kammó og hress þegar þeir hittust. „Einu sinni var ég með honum og Jójó í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni og Bjarni sagði mjög góða sögu þegar KR og Stóns voru saman á hóteli í Liverpool 1964,“ segir Dr. Gunni. Adelphi, flottasta hótelinu í Liverpool, og þar gistu liðsmenn Rolling Stones á sama tíma. Gunni sagði söguna nánar á bloggi sínu en þar lýsti Bjarni því þegar hann var einn með Brian Jones, gítarleikara sveitarinnar. Um var að ræða ferðalag KR til Englands í tilefni Evrópuleiks gegn Liverpool. Þetta voru fyrstu leikir beggja liða í Evrópukeppni og í gær, á dánardegi Bjarna, voru einmitt liðin 59 slétt ár frá leiknum á Anfield. Liverpool birti mynd frá leiknum á Facebook-síðu sinni þar sem vinstri bakvörðurinn Bjarni sést í öllu sínu veldi. Bjarni Fel, lengst til vinstri, í svartri og hvítri treyju KR á Anfield þann 14. september 1964. Liverpool vann einvígið 11-1.Liverpool FC Kjartan Björnsson, rakari á Selfossi og einn harðasti stuðningsmaður Arsenal í enska boltanum, minnist Bjarna. Bjarni var einnig mikill stuðningsmaður Arsenal og það er ekki síst lýsingar bjarna úr ensku knattspyrnunni sem gerðu hann að goðsögninni sem hann er. Bjarni var heiðursfélagi í Arsenalklúbbnum frá 1998. Kjartan rifjar upp skemmtilegar stundir með Bjarna. Bjarni varð heiðursfélagi í Arsenal-klúbbnum árið 1998 en félagið var sigursælt það ár. Kjartan Björnsson er til hægri. „Stoltur varð ég þegar ég fékk að klippa Bjarna og hans heimsfrægu augabrúnir, sannkölluð Arsenalklipping,“ segir Kjartan. Svo voru þeir Bjarni saman í Danmörku 1994 þar sem Arsenal mætti Parma í úrslitaleik í Evrópukeppni bikarhafa. Bjarni Fel kominn í snyrtingu hjá Kjartani rakara.Kjartan Björnsson „Arsenal vann 1-0 og var fagnað alla nóttina um 220 Arsenal stuðningsfólkog þegar við Bjarni hittumst í anddyri hótelsins og biðum rútunnar til að komast út á flugvöll um morguninn ræddum við leikinn og glæsilegan sigur. Ég spurði Bjarna að lokum hvort hann væri búinn að kaupa eitthvað fallegt handa frúnni, já það hélt hann nú. Hann komst yfir tvo poka af nýjum dönskum kartöflum og það yrði gjöfin,“ segir Kjartan og sendi Álfheiði eiginkonu Bjarna samúðarkveðju. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður á RÚV minnist Bjarna. „Brautryðjandinn Bjarni Fel. Goðsögnin Bjarni Fel. Fyrirmynd og góður félagi. Takk fyrir framlagið til íslenskra íþrótta og íþróttafréttamennsku á Íslandi. Takk Bjarni!“ Gullaldarlið KR. Bjarni í fremri röð lengst til vinstri. Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í Ástjarnarkirkju og fótboltaáhugamaður, upplifir breytta tíma við brottfall Bjarna. „Í fyrsta skipti frá því ég fæddist og langflest okkar hér inni, erum við að upplifa veröld og veruleika án Bjarna Fel, sem er nú floginn á vit nýrra ævintýra. Bjarni Fel er einn þessara síðustu móhíkana sem telst til þjóðareignar, óumdeildur og að því er virðist hvers manns hugljúfi. Bjarni þekkti mig ekki en ég ólst upp með Bjarna Fel heima, inni í stofu, oft í viku. Minningar sem hlýja,“ segir Arnór Bjarki. Stórkostleg teiknuð mynd af Bjarna Fel eftir Árni Elfar „Nú er verkefnið að koma sér fyrir á hnjaskvagninum um stund, stíga svo af honum á ný, horfa til himins og þakka fyrir ljúfar æskuminningar með hinu eina sanna Rauða Ljóni.“ Hann vísar til orðheppni Bjarna Fel með orðunum: „Og bæng! Mark!“ Henry Birgir Gunnarsson fréttastjóri íþrótta hjá Sýn minnist nestorsins. „Mikil forréttindi að fá að kynnast þeirri goðsögn sem Bjarni Fel var. Maður sem maður leit upp til. Ég tók alltaf sætið við hliðina á honum í KR-stúkunni svo ég gæti notið lýsingarinnar í botn. Fékk í bónus að aðstoða höfðingjann með að gefa honum nýjustu tölur úr öðrum leikjum,“ segir Henry Birgir. Hann deilir mynd af þremur kynslóðum íþróttafréttamanna á KR-leik. Bjarni Fel, Henry Birgir, Magnús Már Einarsson og Benedikt Bóas Hinriksson.Henry birgir Guðni Ölversson, fjölmiðlamaður í Noregi, minnist Bjarna. Hann segist hafa kynnst Bjarna þegar hann rakst á hann í búð Gústa Sæland í Laugarási í Biskupstungum. „Þar var hann staddur með konu sinni og barnabörnum. Ég kom inn í búðina og sagði frá því að merin mín, Sýn frá Laugarvatni, væri orðin léttari. Hafði kastað brúnskjóttum fola sem virtist við bestu heilsu. Bjarni heyrði þessa frétt og spurði mig hvar folaldið væri. Ég sagði honum að það væri í girðingu hér rétt hjá. Hann spurði hvort hann mætti ekki sýna barnabörnunum þetta folald. Það var mér að meinalausu. Við röltum svo saman upp að girðingunni og börnin höfðu gaman að. Þá spurði íþróttafréttamaðurinn hvað folaldið héti. Ég var ekki búinn að gefa því nafn en var nokkuð fljótur til. Sagði Bjarna að þar sem þetta væri hestfolald í „KR-litunum“ þá fengi það nafið Felix. Bjarna fannst það vel til fundið. Eftir að ég fór að vinna að íþróttafréttum hittumst við Bjarni oft og varð vel til vina. Spurði hann oft um Felix. þá hafið folinn skipt um eiganda sem unni honum vel. Það fór vel um Felix hjá Huldu Geirsdóttur. Það fer líka vel um Bjarna Fel handan móðunnar miklu sem við eigu öll eftir að sigla yfir. Hvíl í friði kæri vinur.“ Sólmundur Hólm uppistandari minnist Bjarna. „Bjarni var einn af fáum Íslendingum sem var svo stór fyrir mér að ég man hvenær ég sá hann fyrst í eigin persónu. Það var í starfskynningu á RÚV í 10. bekk og ég varð starstruck. Blessuð sé minning Bjarna Fel!“ Bjarni var einn af fáum Íslendingum sem var svo stór fyrir mér að ég man hvenær ég sá hann fyrst í eigin persónu. Það var í starfskynningu á RÚV í 10. bekk og ég varð starstruck. Blessuð sé minning Bjarna Fel! pic.twitter.com/qDUPEvH7RC— Sóli Hólm (@SoliHolm) September 14, 2023 Sóli gerði sitt besta til að feta í fótspor Ladda og herma eftir Bjarna í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 um árið. Það gerir Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður líka. „Bjarni Fel farinn á vit feðranna. Hans framlag til íþróttauppeldis kynslóðanna verður aldrei ofmetið. Enginn mun nokkurn tímann komast með tærnar þar sem þessi jöfur hafði hælana. Orðið goðsögn er aldrei þessu vant of vanmáttugt. Einn í sinni deild.“ Bjarni Fel farinn á vit feðranna. Hans framlag til íþróttauppeldis kynslóðanna verður aldrei ofmetið. Enginn mun nokkurn tímann komast með tærnar þar sem þessi jöfur hafði hælana. Orðið goðsögn er aldrei þessu vant of vanmáttugt. Einn í sinni deild. https://t.co/2N3H2JS0UZ— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) September 14, 2023 Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttamaður á RÚV, minnist Bjarna með gamalli mynd. Arnar Björnsson, faðir Kristjönu, og Bjarni störfuðu saman hjá RÚV um árabil. Bjarni Fel ❤️ Gaf mér fyrsta Premier League merchið. Goðsögn 🕊️ pic.twitter.com/ITnPUVv6dU— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) September 14, 2023 Andlát KR Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Bjarni var 86 ára gamall og staddur í jarðarför hjá vini sínum Finn Meier í Danmörku þegar hann lést. Hann var KR-ingur númer eitt, spilaði með félaginu um árabil og sömuleiðis fyrir íslenska landsliðið. Hann var einn þriggja Felix-bræðra sem kunnu þá list að sparka í bolta og fékk viðurnefnið Rauða ljónið vegna þess að hann var með eldrautt hár á sínum yngri árum. Bjarni var ekki aðeins frábær íþróttafréttamaður heldur líka mikill húmoristi. Laddi skellti sér oftar en einu sinni í gervi Bjarna Fel. Í áramótaskaupinu 1985 tók Bjarni þátt í gríninu. Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR, minnist Bjarna með hlýhug. Bjarni ólst upp á Bræðraborgarstígnum og lék fótbolta með KR frá unga aldri. Hundruði leikja fyrir félagið. Hann var sigursæll og varð fimm sinnum Íslandsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari. „Bjarni kom sömuleiðis að þjálfun yngri flokka félagsins. Bjarni sat í stjórn knattspyrnundeildarinnar um árabil. Alla tíð bar hann sterkar taugar til KR og lýsti meðal annars fjöldamörgum leikjum í KR útvarpinu og lét sig sjaldan vanta á leiki. Iðulega lét hann sjá sig í starfi KR á hinum ýmsu sviðum,“ segir á vef KR. Bjarni Felixson með KR-trefilinn.HAG „Við sendum eftirlifandi eiginkonu hans, Álfheiði Gísladóttur, og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur, stórt skarð hefur verið hoggið í KR-fjölskylduna.“ Bjarni starfaði við Ríkisútvarpið um árabil. Meðal annars með Adolfi Inga Erlingssyni sem minnist vinar síns og vinnufélaga með hlýhug. Hann segir fáa hafa markað dýpri spor í íþróttalífi Íslendinga og engir íþróttafréttamenn. Bjarni Feli á kunnuglegum stað, á skjánum.RÚV „Það var mín gæfa þegar ég var ráðinn til starfa á íþróttadeild Ríkisútvarpsins haustið 1992 að vera settur á vaktir í útvarpinu undir handleiðslu Bjarna. Í þá daga voru kvöldfréttir útvarps hálftími að lengd og íþróttafréttir voru stór hluti þeirra. Um helgar voru okkur skammtaðar 10 mínútur af 30. Að auki voru hádegisfréttir og tíufréttir á kvöldin lykiltímar íþrótta.“ Adolf minnir á að þarna hafi Internetið ekki einu sinni verið hugmynd. Útvarpsfréttatímarnir voru aðal úrslitaþjónusta landsmanna og sú sem menn reiddu sig á. Annars þurftu þeir að bíða til morguns og lesa dagblöðin. Bjarni Felixson var flottur knattspyrnumaður. Hann spilaði sex landsleiki fyrir Ísland. „Bjarni var vakinn og sofinn yfir starfi sínu og ætlaðist til þess sama af samstarfsmönnum sínum. Hann leitaði frétta að utan með því að hlusta á BBC auk þess að lúslesa fréttaskeyti og fylgdist með öllu sem gerðist í íþróttaheiminum. Iðulega hringdi hann eftir fréttatima og spurði af hverju ég hefði ekki sagt frá einhverju sem honum fannst að hefði átt að vera í honum.“ Stundum hafi fréttastofan reynt að seilast í tíu mínútur íþróttadeildarinnar um helgar. „En Bjarni stóð fast á sínu og einhvern tíma sagði hann hróðugur: það var ekkert að gerast, ég fékk 11 mínútur. Undir hans leiðsögn lærði ég að segja íþróttafréttir og hann kenndi mér margt í lýsingum íþrótta sem nýttist mér vel í starfinu. Þegar netið kom svo til óttaðist ég fyrst að Bjarni myndi dragast aftur úr, enda ekkert unglamb og tæknin ný af nálinni. En það var öðru nær. Karlinn áttaði sig strax á dyrunum sem þetta fyrirbæri opnaði honum og hann gernýtti það til að afla frétta hraðar og betur.“ Bjarni við lýsingar í KR-útvarpinu. Félagar hans í útvarpinu minnast hans með hlýhug.Hlynur Bjarni hafi verið nestor meðal íþróttafréttamanna en einnig einstakur karakter. Lifandi goðsögn. „KRingur og Vesturbæingur sem hreykti sér af því að hafa aldrei sofið fyrir austan læk í Reykjavík. Hann var mikill fjölskyldumaður þrátt fyrir að helga sig starfinu og hann var stoltur af afkvæmum sínum.“ Adolf segir eftirsjá í Bjarna Fel. „Hann á aldrei eftir að ávarpa mig aftur með orðunum elsku drengurinn eins og hann átti til. Það er eitthvað ljóðrænt og svolítið dæmigert að Bjarni skuli hafa orðið bráðkvaddur í Kaupmannahöfn, sínum uppáhaldsstað þar sem hann var til að fylgja jafnaldra sínum, kollega og aldavini, Finn Heiner, til grafar.“ Bogi Ágústsson þulur hjá RÚV starfaði með Bjaran um árabil. Bogi minnist Bjarna sem fyrirmyndar, goðsagnar og vinar. Hann birtir mynd á Facebook frá súpuboði Gunnars Baldurssonar leikmyndahönnuði. Hópurinn minnist Bjarna Fel með hlýju og söknuði. Bjarni á meðal góðra vina og félaga. Myndin er tekin fyrir nokkrum árum en sami hópur hittist nýlega.Bogi Ágústsson Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður á RÚV minnist samstarfsins við Bjarna. Bjarni hafi fundið upp á gælunafni hans, Óli Palli. „Við kynntumst þegar ég var nýbyrjaður hjá Ríkisútvarpinu sem tæknimaður. Ég var oft með Bjarna á vakt þegar lýst var frá heilu umferðunum í fótboltanum á Rás 2. Bjarni var þá oft í stúdíóinu og skipti rösklega milli valla. Ég var hinumegin við glerið og stjórnaði útsendingunni. Svo kom hálfleikur og Bjarni sagði; Nú ætlar Óli Palli (með áherslu á Palli) að skella lagi á fóninn meðan við bíðum eftir að seinni hálfleikur hefjist. Ég hafði aldrei verið kallaður Óli Palli - heldur Óli Páll. Það var Bjarni blessaður sem festi þetta á mig og ég segi bara takk,“ segir Ólafur Páll. Bjarni Fel var í viðtali á Vísi sumarið 2011 fyrir enn einn KR-leikinn sem hann lýsti í KR-útvarpinu. Útileik gegn Breiðabliki. Bjarni sagðist alltaf gæta hlutleysis í lýsingum sínum. „Ég fékk Bjarna svo oft til að lesa veðurspána í Popplandi nokkrum árum síðar þegar hann kom til mín í hádeginu með íþróttayfirlit. Einu sinni fauk í hann og hann rauk út úr stúdíóinu eftir að ég hafði beðið hann um að „spá“ um úrslit í landsleik sem var Þá um kvöldið. Ég er fréttamaður en ekki einhver spákelling sagði hann eftir að ég var búinn að loka fyrir hljóðnemana. Það var enginn eins og Bjarni Fel. Ég minnist hans með hlýju og votta fjölskyldu og vinum samúð.“ Bjarni átti eftir mýkjast hvað varðaði spádóma. Í það minnsta vék hann sér ekki undir spurningunni í viðtali fyrir bikarúrslitaleikinn árið 2012. Tónlistarspekúlantinn Dr. Gunni stingur niður penna til minningar um Bjarna sem hafi alltaf verið kammó og hress þegar þeir hittust. „Einu sinni var ég með honum og Jójó í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni og Bjarni sagði mjög góða sögu þegar KR og Stóns voru saman á hóteli í Liverpool 1964,“ segir Dr. Gunni. Adelphi, flottasta hótelinu í Liverpool, og þar gistu liðsmenn Rolling Stones á sama tíma. Gunni sagði söguna nánar á bloggi sínu en þar lýsti Bjarni því þegar hann var einn með Brian Jones, gítarleikara sveitarinnar. Um var að ræða ferðalag KR til Englands í tilefni Evrópuleiks gegn Liverpool. Þetta voru fyrstu leikir beggja liða í Evrópukeppni og í gær, á dánardegi Bjarna, voru einmitt liðin 59 slétt ár frá leiknum á Anfield. Liverpool birti mynd frá leiknum á Facebook-síðu sinni þar sem vinstri bakvörðurinn Bjarni sést í öllu sínu veldi. Bjarni Fel, lengst til vinstri, í svartri og hvítri treyju KR á Anfield þann 14. september 1964. Liverpool vann einvígið 11-1.Liverpool FC Kjartan Björnsson, rakari á Selfossi og einn harðasti stuðningsmaður Arsenal í enska boltanum, minnist Bjarna. Bjarni var einnig mikill stuðningsmaður Arsenal og það er ekki síst lýsingar bjarna úr ensku knattspyrnunni sem gerðu hann að goðsögninni sem hann er. Bjarni var heiðursfélagi í Arsenalklúbbnum frá 1998. Kjartan rifjar upp skemmtilegar stundir með Bjarna. Bjarni varð heiðursfélagi í Arsenal-klúbbnum árið 1998 en félagið var sigursælt það ár. Kjartan Björnsson er til hægri. „Stoltur varð ég þegar ég fékk að klippa Bjarna og hans heimsfrægu augabrúnir, sannkölluð Arsenalklipping,“ segir Kjartan. Svo voru þeir Bjarni saman í Danmörku 1994 þar sem Arsenal mætti Parma í úrslitaleik í Evrópukeppni bikarhafa. Bjarni Fel kominn í snyrtingu hjá Kjartani rakara.Kjartan Björnsson „Arsenal vann 1-0 og var fagnað alla nóttina um 220 Arsenal stuðningsfólkog þegar við Bjarni hittumst í anddyri hótelsins og biðum rútunnar til að komast út á flugvöll um morguninn ræddum við leikinn og glæsilegan sigur. Ég spurði Bjarna að lokum hvort hann væri búinn að kaupa eitthvað fallegt handa frúnni, já það hélt hann nú. Hann komst yfir tvo poka af nýjum dönskum kartöflum og það yrði gjöfin,“ segir Kjartan og sendi Álfheiði eiginkonu Bjarna samúðarkveðju. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður á RÚV minnist Bjarna. „Brautryðjandinn Bjarni Fel. Goðsögnin Bjarni Fel. Fyrirmynd og góður félagi. Takk fyrir framlagið til íslenskra íþrótta og íþróttafréttamennsku á Íslandi. Takk Bjarni!“ Gullaldarlið KR. Bjarni í fremri röð lengst til vinstri. Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í Ástjarnarkirkju og fótboltaáhugamaður, upplifir breytta tíma við brottfall Bjarna. „Í fyrsta skipti frá því ég fæddist og langflest okkar hér inni, erum við að upplifa veröld og veruleika án Bjarna Fel, sem er nú floginn á vit nýrra ævintýra. Bjarni Fel er einn þessara síðustu móhíkana sem telst til þjóðareignar, óumdeildur og að því er virðist hvers manns hugljúfi. Bjarni þekkti mig ekki en ég ólst upp með Bjarna Fel heima, inni í stofu, oft í viku. Minningar sem hlýja,“ segir Arnór Bjarki. Stórkostleg teiknuð mynd af Bjarna Fel eftir Árni Elfar „Nú er verkefnið að koma sér fyrir á hnjaskvagninum um stund, stíga svo af honum á ný, horfa til himins og þakka fyrir ljúfar æskuminningar með hinu eina sanna Rauða Ljóni.“ Hann vísar til orðheppni Bjarna Fel með orðunum: „Og bæng! Mark!“ Henry Birgir Gunnarsson fréttastjóri íþrótta hjá Sýn minnist nestorsins. „Mikil forréttindi að fá að kynnast þeirri goðsögn sem Bjarni Fel var. Maður sem maður leit upp til. Ég tók alltaf sætið við hliðina á honum í KR-stúkunni svo ég gæti notið lýsingarinnar í botn. Fékk í bónus að aðstoða höfðingjann með að gefa honum nýjustu tölur úr öðrum leikjum,“ segir Henry Birgir. Hann deilir mynd af þremur kynslóðum íþróttafréttamanna á KR-leik. Bjarni Fel, Henry Birgir, Magnús Már Einarsson og Benedikt Bóas Hinriksson.Henry birgir Guðni Ölversson, fjölmiðlamaður í Noregi, minnist Bjarna. Hann segist hafa kynnst Bjarna þegar hann rakst á hann í búð Gústa Sæland í Laugarási í Biskupstungum. „Þar var hann staddur með konu sinni og barnabörnum. Ég kom inn í búðina og sagði frá því að merin mín, Sýn frá Laugarvatni, væri orðin léttari. Hafði kastað brúnskjóttum fola sem virtist við bestu heilsu. Bjarni heyrði þessa frétt og spurði mig hvar folaldið væri. Ég sagði honum að það væri í girðingu hér rétt hjá. Hann spurði hvort hann mætti ekki sýna barnabörnunum þetta folald. Það var mér að meinalausu. Við röltum svo saman upp að girðingunni og börnin höfðu gaman að. Þá spurði íþróttafréttamaðurinn hvað folaldið héti. Ég var ekki búinn að gefa því nafn en var nokkuð fljótur til. Sagði Bjarna að þar sem þetta væri hestfolald í „KR-litunum“ þá fengi það nafið Felix. Bjarna fannst það vel til fundið. Eftir að ég fór að vinna að íþróttafréttum hittumst við Bjarni oft og varð vel til vina. Spurði hann oft um Felix. þá hafið folinn skipt um eiganda sem unni honum vel. Það fór vel um Felix hjá Huldu Geirsdóttur. Það fer líka vel um Bjarna Fel handan móðunnar miklu sem við eigu öll eftir að sigla yfir. Hvíl í friði kæri vinur.“ Sólmundur Hólm uppistandari minnist Bjarna. „Bjarni var einn af fáum Íslendingum sem var svo stór fyrir mér að ég man hvenær ég sá hann fyrst í eigin persónu. Það var í starfskynningu á RÚV í 10. bekk og ég varð starstruck. Blessuð sé minning Bjarna Fel!“ Bjarni var einn af fáum Íslendingum sem var svo stór fyrir mér að ég man hvenær ég sá hann fyrst í eigin persónu. Það var í starfskynningu á RÚV í 10. bekk og ég varð starstruck. Blessuð sé minning Bjarna Fel! pic.twitter.com/qDUPEvH7RC— Sóli Hólm (@SoliHolm) September 14, 2023 Sóli gerði sitt besta til að feta í fótspor Ladda og herma eftir Bjarna í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 um árið. Það gerir Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður líka. „Bjarni Fel farinn á vit feðranna. Hans framlag til íþróttauppeldis kynslóðanna verður aldrei ofmetið. Enginn mun nokkurn tímann komast með tærnar þar sem þessi jöfur hafði hælana. Orðið goðsögn er aldrei þessu vant of vanmáttugt. Einn í sinni deild.“ Bjarni Fel farinn á vit feðranna. Hans framlag til íþróttauppeldis kynslóðanna verður aldrei ofmetið. Enginn mun nokkurn tímann komast með tærnar þar sem þessi jöfur hafði hælana. Orðið goðsögn er aldrei þessu vant of vanmáttugt. Einn í sinni deild. https://t.co/2N3H2JS0UZ— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) September 14, 2023 Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttamaður á RÚV, minnist Bjarna með gamalli mynd. Arnar Björnsson, faðir Kristjönu, og Bjarni störfuðu saman hjá RÚV um árabil. Bjarni Fel ❤️ Gaf mér fyrsta Premier League merchið. Goðsögn 🕊️ pic.twitter.com/ITnPUVv6dU— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) September 14, 2023
Andlát KR Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira