Listasafnið mögulega í gamla Landsbankahúsið Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. september 2023 12:04 Ríkisstjórnin kannar nú fýsileika þess að gera breytingar á húsnæðiskosti stofnanna og flytja þær á milli húsnæða. Vísir Ríkisstjórnin hyggst kanna fýsileika þess að gera breytingar á húsnæði opinberra stofnanna. Það sem er til skoðunar er meðal annars að Listasafn Íslands flytji í gamla Landsbankahúsið, að Hæstiréttur fari í Safnahúsið og að húsnæði Hæstaréttar geti nýst fyrir Landsrétt. Forsætisráðherra kveðst bjartsýn á mögulegar breytingar á stjórnarskrá. „Við höfum verið að skoða húsnæðismál tiltekinna opinberra stofnana. Við höfum ákveðið að meta kostnað og fýsileika þess að Listasafn Íslands fái mögulega rými í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti, þar sem auðvitað hafa áður verið gríðarlega mikilvæg listaverk og að húsið verði metið út frá annarri mögulegri menningarstarfsemi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að auk þess sé ætlunin að kanna möguleiki á að Safnahúsið verði nýtt undir starfsemi Hæstaréttar. Þá verði það metið hvort Landsréttur, sem nú er til húsa á Kársnesi í Kópavogi, geti nýtt sér núverandi húsnæði Hæstaréttar í miðbæ Reykjavíkur. Þá sé á döfinni að skoða húsnæðismál Héraðsdóms Reykjaness og Héraðsdóms Reykjavíkur. Katrín segir að gamli Sjómannaskólinn hafi komið til tals í því samhengi. Bjartsýn á breytingar á stjórnarskrá Katrín kveðst vera bjartsýn á að formenn flokka á þingi muni geta komið sér saman um breytingar á stjórnarskrá sem lagðar eru fram í greinargerðum sérfræðinga og greint var frá í morgun. „Markmið mitt að setja saman samtal með formönnum allra stjórnmálaflokka um áramót og kanna hvort við getum náð saman um breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hefur greinargerðum sérfræðinga um kafla stjórnarskrárinnar um Alþingi, dómstóla og mannréttindi verið skilað til forsætisráðuneytisins. Katrín segist ætla að stuðla að því að samtal muni eiga sér stað í samfélaginu, við fræðasamfélagið, félagasamtök og á vettavangi stjórnmálanna um þær tillögur sem lagðar eru fram í greinargerðinni. Að það muni eiga sér opin umræða um þær í haust. „Mér finnst þetta gríðarlega vönduð vinna og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við í stjórmmálum, að það skiptir máli að það sé sem breiðust samstaða um þær.“ Hversu langt erum við frá breyttri stjórnarskrá? „Ég er nú alltaf gríðarlega bjartsýn og hef þá einnlægu sannfæringu að það sé mikilvægt að gerðar verði ákveðnar breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín og nefnir umhverfis-og auðlindamál í því samhengi. „Ég ætla leyfa mér að vera bjartsýn. Ég hef upplýst formenn allra flokka um þessa vinnu og sendi þeim þessa greinargerð í vikunni. Allir þessir formenn eru tilbúnir i að nalgast verkefnið á nýjan leik.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
„Við höfum verið að skoða húsnæðismál tiltekinna opinberra stofnana. Við höfum ákveðið að meta kostnað og fýsileika þess að Listasafn Íslands fái mögulega rými í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti, þar sem auðvitað hafa áður verið gríðarlega mikilvæg listaverk og að húsið verði metið út frá annarri mögulegri menningarstarfsemi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að auk þess sé ætlunin að kanna möguleiki á að Safnahúsið verði nýtt undir starfsemi Hæstaréttar. Þá verði það metið hvort Landsréttur, sem nú er til húsa á Kársnesi í Kópavogi, geti nýtt sér núverandi húsnæði Hæstaréttar í miðbæ Reykjavíkur. Þá sé á döfinni að skoða húsnæðismál Héraðsdóms Reykjaness og Héraðsdóms Reykjavíkur. Katrín segir að gamli Sjómannaskólinn hafi komið til tals í því samhengi. Bjartsýn á breytingar á stjórnarskrá Katrín kveðst vera bjartsýn á að formenn flokka á þingi muni geta komið sér saman um breytingar á stjórnarskrá sem lagðar eru fram í greinargerðum sérfræðinga og greint var frá í morgun. „Markmið mitt að setja saman samtal með formönnum allra stjórnmálaflokka um áramót og kanna hvort við getum náð saman um breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hefur greinargerðum sérfræðinga um kafla stjórnarskrárinnar um Alþingi, dómstóla og mannréttindi verið skilað til forsætisráðuneytisins. Katrín segist ætla að stuðla að því að samtal muni eiga sér stað í samfélaginu, við fræðasamfélagið, félagasamtök og á vettavangi stjórnmálanna um þær tillögur sem lagðar eru fram í greinargerðinni. Að það muni eiga sér opin umræða um þær í haust. „Mér finnst þetta gríðarlega vönduð vinna og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við í stjórmmálum, að það skiptir máli að það sé sem breiðust samstaða um þær.“ Hversu langt erum við frá breyttri stjórnarskrá? „Ég er nú alltaf gríðarlega bjartsýn og hef þá einnlægu sannfæringu að það sé mikilvægt að gerðar verði ákveðnar breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín og nefnir umhverfis-og auðlindamál í því samhengi. „Ég ætla leyfa mér að vera bjartsýn. Ég hef upplýst formenn allra flokka um þessa vinnu og sendi þeim þessa greinargerð í vikunni. Allir þessir formenn eru tilbúnir i að nalgast verkefnið á nýjan leik.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira