Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Árni Sæberg skrifar 15. september 2023 15:12 Ljóst er að átt hefur verið við rafhlaupahjólið. Grafík/SARA Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. Leigubílstjórinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir í samtali við Vísi að hann hafi ákveðið að elta manninn á hlaupahjólinu þegar hann tók eftir því að hann ók óeðlilega hratt. Hann hafi viljað aka meðfram manninum til þess að mæla hraða hans með hraðamæli sem er innbyggður í bílamyndavélinu. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá eltingarleikinn og neðst á skjánum má sjá hraða leigubílsins. Ljóst er að leigubílstjórinn gerðist brotlegur við lög þar sem hámarkshraði á Sæbraut er aðeins sextíu kílómetrar á klukkstund. Hann segir það hafa verið þess virði til þess að ljóstra upp um það sem hann telur alvarlegra brot mannsins á rafhlaupahjólinu. Á vef Samgöngustofu segir að rafhlaupahjól tilheyri flokki reiðhjóla og séu hönnuð til aksturs á hraða frá sex til 25 kílómetra hraða á klukkustund. Þá sé ólöglegt að breyta þeim þannig að þau komist hraðar. Leigubílstjórinn segist vonast til þess að lögreglan bregðist við myndbandinu, enda telji hann rafhlaupahjól, sér í lagi þau sem hefur verið breytt, stórhættuleg farartæki. Fyrsta banaslysið varð á svipuðum slóðum Fyrsta banaslysið sem varð á rafhlaupahjóli hér á landi varð á Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum. Þá lést ökumaður rafhlaupahjóls. Hraðatakmarkari rafhlaupahjólsins, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysinu, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn ræddi rafhlaupahjól og vandamál sem þeim geta fylgt í Íslandi í dag í gær. Meðal annars þann möguleika að notendur geta breitt hjólum sínum þannig að hægt er að aka þeim á ofsahraða. Rafhlaupahjól Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Leigubílstjórinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir í samtali við Vísi að hann hafi ákveðið að elta manninn á hlaupahjólinu þegar hann tók eftir því að hann ók óeðlilega hratt. Hann hafi viljað aka meðfram manninum til þess að mæla hraða hans með hraðamæli sem er innbyggður í bílamyndavélinu. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá eltingarleikinn og neðst á skjánum má sjá hraða leigubílsins. Ljóst er að leigubílstjórinn gerðist brotlegur við lög þar sem hámarkshraði á Sæbraut er aðeins sextíu kílómetrar á klukkstund. Hann segir það hafa verið þess virði til þess að ljóstra upp um það sem hann telur alvarlegra brot mannsins á rafhlaupahjólinu. Á vef Samgöngustofu segir að rafhlaupahjól tilheyri flokki reiðhjóla og séu hönnuð til aksturs á hraða frá sex til 25 kílómetra hraða á klukkustund. Þá sé ólöglegt að breyta þeim þannig að þau komist hraðar. Leigubílstjórinn segist vonast til þess að lögreglan bregðist við myndbandinu, enda telji hann rafhlaupahjól, sér í lagi þau sem hefur verið breytt, stórhættuleg farartæki. Fyrsta banaslysið varð á svipuðum slóðum Fyrsta banaslysið sem varð á rafhlaupahjóli hér á landi varð á Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum. Þá lést ökumaður rafhlaupahjóls. Hraðatakmarkari rafhlaupahjólsins, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysinu, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn ræddi rafhlaupahjól og vandamál sem þeim geta fylgt í Íslandi í dag í gær. Meðal annars þann möguleika að notendur geta breitt hjólum sínum þannig að hægt er að aka þeim á ofsahraða.
Rafhlaupahjól Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37
„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent