Viðskipti erlent

Ó­sáttir við full­yrðingar um iP­hone geislun

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Apple segir geislunarpróf franskra yfirvalda algjörlega sér á báti. iPhone 12 hafði verið til sölu í þrjú ár áður en frönsk stjórnvöld felldu hann á prófi.
Apple segir geislunarpróf franskra yfirvalda algjörlega sér á báti. iPhone 12 hafði verið til sölu í þrjú ár áður en frönsk stjórnvöld felldu hann á prófi. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON

App­le hefur heitið því að upp­færa hug­búnað í iP­hone 12 snjallsímum sínum í Frakk­landi eftir að frönsk stjórn­völd felldu vöruna á sér­stöku geislunar­prófi. Fyrir­tækið segist hins­vegar ekki sættast á niður­stöður franskra yfir­valda.

Í um­fjöllun Reu­ters um málið kemur fram að frönsk stjórn­völd hafi meinað fyrir­tækinu að selja símana í landinu, þar sem þeir hafi ekki staðist geislunar­prófanir. Frönsk yfir­völd telja símana gefa frá sér of mikla geislun, en þó ekki að svo miklu marki að það sé skað­legt mönnum.

Vísinda­menn hafa gert margs­konar rann­sóknir á geislun af völdum síma undan­farna ára­tugi til að meta á­hrif hennar á heilsu­far manna. Í um­fjöllun banda­ríska miðilsins kemur fram að ekki hafi tekist að sýna fram á á­hrif geislunar úr far­símum á heilsu manna.

Frakkar prófi símana á annan hátt en aðrir

For­svars­menn App­le hafa dregið niður­stöðurnar í efa og bent á að síminn hafi áður staðist prófanir al­þjóða­stofnana víðs­vegar um heim. Síminn kom fyrst út fyrir þremur árum síðan en App­le gefur út nýja týpu af snjall­símanum á árs fresti. Einungis ör­fáir dagar eru síðan fyrir­tækið svipti hulunni af iP­hone 15.

Þrátt fyrir af­stöðu sína hyggst App­le upp­færa stýri­kerfi símans sem fyrir­tækið segir að muni gera símanum kleyft að standast próf franskra stjórn­valda. Í um­fjöllun Reu­ters segir að frönsk stjórn­völd prófi símana á annan hátt en stjórn­völd í öðrum löndum.

Það hafi þó ekki komið í veg fyrir á­hyggjur stjórn­valda í öðrum Evrópu­löndum. Yfir­völd í Belgíu hyggjast gera sínar eigin prófanir, á meðan yfir­völd í Þýska­landi hafa sagst hafa sett sig í sam­band við frönsk stjórn­völd í því skyni að finna lausn á málinu á vett­vangi Evrópu­sam­bandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×