Vandræði Chelsea halda áfram

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bournemouth og Chelsea skiptu stigunum á milli sín.
Bournemouth og Chelsea skiptu stigunum á milli sín. Justin Setterfield/Getty Images

Chelsea og Bournemouth gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Vitality-vellinum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Bæði lið fengu fínustu færi til að skora, en það eru gestirnir í Chelsea sem naga sig líklega í handabökin eftir leikinn.

Nicolas Jackson átti til að mynda skot í stöng í fyrri hálfleik áður en aukaspyrna Raheem Sterling hafnaði í samskeytunum og skoppaði af marklínunni snemma í síðari hálfleik. Levi Colwill tók frákastið eftir aukaspyrnuna og skoraði, en var réttilega dæmdur rangstæður.

Heimamenn fengu einnig sín færi til að stela sigrinum, en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan varð markalaust jafntefli.

Chelsea situr í 14. sæti deildarinnar með aðeins fimm stig eftir fimm leiki og liðið hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu. Bournemouth situr hins vegar sæti neðar með þrjú stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira